Vikan


Vikan - 09.01.1969, Qupperneq 31

Vikan - 09.01.1969, Qupperneq 31
Sctí&ttacmiwt ———M—i m—ht— !■■■■!ii i—n iinwiiHi ii ■■■!■ im i ■» i ~innirmm TTin~Tmi i i Framhald af bls. 31 að nokkur vissi, Jon. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við hittumst og röbbum saman um gamla daga, við og við. — Nei, Fleur, sagði Jon. — Ég held við ættum að láta það vera. — En þú verður að lofa mér að sjá þig, Jon. Það ætti að vera saklaust gaman. Mér finnst næstum að ég eigi rétt á því. Augu hennar voru full af tárum. — Nei, Fleur, þú mátt ekki gráta, sagði Jon, og lagði höndina á arm hennar. — Ég set þig af við Norður-Dorking, þá nærð þú í 5.48 lestina, sagð' Fleur. — Þarna er hvíldarheimilið.... Næst kemurðu með mér þangað, þá get ég sýnt þér þetta allt saman. Ég skal reyna að vera góð, Jon, og þú átt að hjálpa mér til þess. Vertu sæll, Jon minn bezti, og vertu nú ekki að angra Anne, með þvi að segja henni frá því að þú hafir hitt mig. Það er tilgangslaust.... Hún þrýsti hönd hans og ók af stað. Þegar Fleur kom til hvíldar- hælisins, sátu stúlkurnar að kvöldverði, og glaðlegur ómur af rödd- um þeirra mætti henni í dyrunum. Eitt andartak fann hún fvrir sektartilfinningu. Þessar stúlkur áttu ekki neitt, en hún sjálf hafði allt sem hugur hennar girntist, —nema það eins sem hún þráði öllu framar, en gat aldrei hlotið .... Aftur heppnaðist Fleur að hitta Jon í vinnustofunni. Hún varð miður sín, þegar hún komst að því að þetta var síðasta sinn sem Jon sat fyrir. Blade hafði lokið við málverkið. Án þess að hirða um það að Blade hlustaði á, með háðsglott á vörunum, þá bað hún Jon um að koma með sér til Dorking til að skoða hvíldarheimilið. .Ton var tregur, en lét samt undan. Hún lét sem hún tæki ekki eftir því að hann var órólegur og miður sín. Hún sýndi honum húsið og lét sem hennar eina áhugamál væri velferð þessarra ungu stúlkna. Þegar þau sátu í bílnum, á leið til stöðvarinnar, þá sagði hún í bæn- arrómi: — Eigum við ekki að koma út í skóginn við Robin Hill, við höfum margt um að tala og sjálfsagt verður nú langt þangað til við getum hitzt. Hún þóttist ekki heyra andmæli hans. Þetta var í september og nokkuð farið að halla degi. Inn á milli lævirkja- og birkitrjánna var rökkrið meira. Fleur stakk höndinni und:r arm Jons. — En hvað hér er kyrrt og friðsælt. Það er eins og við séum kom- in sjö ár aftur í tímann. Vildir þú ekki óska þess, Jon? — Hvað þýðir það að horfa aftur fyrir s:g, sagði hann, stuttur í spuna. — Það verðui allt að hafa sinn gang. Sjáðu, hérna er gamli éikarstofninn. Þau settust, hlið við hlið, á trjástofninn. Það er ekki orðið dögg- vott ennþá, sagði Fleur. — Nú fer góða veðrlð að yfirgefa okkur. Ó, ég elska þennan þurra skógarilm .... — En ég er mest hrifin af rökum ilminum, eftir rigningu. — Við höfum aldrei dáð sömu hlutina, Jon og þó höfum við elskað hvort annað af öllu hjarta. Hlustaðu. Þetta er uglan. Við skulum ■vita hvort við finnum hana. Hún gekk nokkur skref í burtu. Ætlarðu ekki að koma með mér? Við skulum ganga ofurlítið um. Smáspöl, Jon .... Jon stóð upp og gekk að hlið hennar. Fleur snerti einn af ljósu birkistofnunum. Finndu hve börkurinn er silkimjúkur, Jon, þetta er eins og hörund. Strjúktu fyrst kinn- ina á mér og svo börkinn, það er ekki nokkur munur, Jon, nema yl- urinn. Finnst þér það ekki Jon? Jon rétti höndina fram og hún sneri höíðinu, svo hún snerti hana með vörunum. — Jon kysstu mig, — aðeins einu sinni. — Þú veizt það vel, Fleur, að ég get ekki kysst þig „bara einu sinní". — Kysstu mig þá til eilífðar, Jon. — Nei, nei, nei! — Þú segir sjálfur að allt verði að hafa sinn gang .. .. — Þú mátt þetta ekki Fleur, ég þoli þetta ekki. Hún hló blíðlega. — Ég ætlast heldur ekki til þess. í sjö ár hefi ég beðið þessarar stundar. Horfðu á mig, ég t.ek sökina á mig. Vesalings Jon, þú veizt að þú getur ekki annað ... Hann greip hana í faðm sér og kyssti hana lengi, óendanlega .... og það var sem fortíð, nútíð og framtíð rynnu út í eitt. Aftur heyrðist í uglunni. Jon rykkti til höfðinu og stóð grafkyrr í örmum hennar, titrandi, eins og fælinn hestur.... Hún þrýsti vörunum að eyra hans og hvíslaði: — Taktu mig í faðm þinn, Jon. Taktu mig....! Nú var birtan horfin og það glitti í stjörnurnar milli trjánna. Fleur þrýsti sér æ fastar að honum. — Ekki hérna, Fleur, ekki hérna. Ég gct ekki, ég vil ekki .... — Jú, Jon. — Hér og nú! Ég krefst þess .... Tunglið skein milli trjánna, þegar Jon og Fleur stóðu aftur við gamla eikarstofninn. Jon þrýsti höndunum að enninu, svo hún gat ekki séð framan í hann. — Það fær enginn að vita um þetta, Jon.... Hann lét hendurnar falla niður með hliðunum og sneri höfðinu í áttina til hennar. — Ég verð að segja Anne frá þessu, ég verð.... — Það geturðu ekki gert, nema að ég gefi þér leyfi til þess, og það geri ég aldrei. — Ó, Fleur, hvað höfum við gert? — Þetta er vilji örlaganna. Hvenær sé ég þig aftur, Jon? Jon rétti úr sér. — Alörei! ■— Aldrei, Fleur. Ég fer ekki á bak við Anne. Þau stóðu með hendurnar á hvors annars örmum. Svo sleit Jon sig lausan og hljóp eins og óður væri inn á milli trjánna. Fleur stóð nötrandi á sama stað. Hún þorði ekki að kalla. Hann "glugga LAUGAVEGI 59 SÍMI 18478 2. tbi. yiKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.