Vikan


Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 44
Um þetta leyti minnast frændur okkar Norð- menn þess að þrjátíu ár eru síðan Maud drottn- ing, eiginkona Hákonar sjöunda, andaðist. Hún kvað hafa verið mikil afbragðs kona og eftir því vinsæl með þjóðinni, fyndin, fegurðarelsk og holl og trú eiginmanni sínum og vinum. O Þessi mynd er tekin á sextugsafmæli drottningar, árið 1929. 0 f»essi mynd er frá árinu 1905, er Norðmenn höfðu eftir mikið brauk slitið sig lausa frá Svíum og fengið sér fyrir kóng danskan prins, yngri bróður Kristjáns okkar tíunda. Prinsinn var í sínu hcimalandi kallaður Karl, en tók nú upp nafnið Hákon í stíl við nýju rulluna. Hér eru þau Ilákon og Maud ásamt Ólafi syni sínum, sem nú er Noregskonungur. © 1906, nánar tiltekið tuttugasta og annan júní, voru bau Hákon og Maud krýnd í dómkirkjunni í Þrándheimi. Sama dag og á sama stað var sonur þeirra krýnd- ur fimmtíu og tveimur árum síðar. O Drottningin var mikil íþróttakona, einkum gefin fyrir hcstamennsku og vetrarsport. Er haft til marks um það að sextíu og átta ára gömul hafi hún rennt sér niður mjög erfiða og bugðótta skíðabraut, sem kölluð er Skádals- löypa, án þess að detta. © 1937 hélt Maud drottning sonarsyni sínum, Haraldi erfðaprinsi, undir skírn, og var sá dagur einn sá fagnaðarríkasti í lífi hennar. Á myndinni sjáum við barnungann með sínum nánustu, talið frá vinstri: Drottningin, Margrét prins- essa, Ingiborg prinsessa, Hákon konungur, prins Flemming, Ólafur krónprins, Karl prins og Georg prins. O Hér er drottningin að kenna syni sínum, núverandi Noregskonungi, að lesa á bók. > G Hér eru þau saman konungshjónin við eittiivert hátíðlegt tækifæri. © Þessi mynd er frá árinu 1894, þegar Karl Danaprins trúlofaðist frænku sinni Maud, þá prinsessu af Vels. Ellefu árum síðar urðu þau konungur og drottning í Noregi. 48 VIKAN 2-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.