Vikan - 12.06.1969, Page 2
Colgate fluor
gerír tennumar sterkarí
við hverja burstun
Spyrjið tannlækni yðar...
hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur
mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.
Byrjið í dag
- það er aldrei of seint...
Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn
og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar
daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn
gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt
við að eyðileggi tennurnar, ekki slzt tennur barnanna.
Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur.
Raunhæía^ reynslu
'vantarj
Afar fróðlegir og vel saman
settir voru sjónvarpsþættir
Andrésar Indriðasonar um
menntaskólana í Reykjavík.
Þar kom margt í ljós, sem al-
menningur hefur trúlega vit-
að lítið um, og annað varð
skírara. En einiia athyglis-
verðast þótti mér það, sem
fram kom í áliti eins mennta-
skólanemans í síðasta þætti
Andrésar, þegar spurt var um
hvort skólanemendunum þætti
kennslu í þjóðfélagsfræðum
nægur gaumur gefinn.
Sá sem mér þótti veita at-
hyglisverðasta svarið, var
Þorsteinn Broddason. Ekki
man ég orðrétt svar hans að
neinu leyti, en í því þótti mér
koma skírt fram sú skoðun,
að þótt bóknámið væri góðra
gjalda vert, væri þess varla
að vænta, að það gæti komið
í staðinn fyrir raunhæfa
reynslu.
Vitaskuld er þetta atriði
ekki nema hluti af svari pilts-
ins, en mér þótti það merk-
asti hlutinn. Vegna þess, hve
mikið er nú um, að menn
komist til æðstu valda, bæði
í fyrirtækjum og einnig í
þjóðfélaginu sjálfu, án annars
náms en skólanáms. Ég hef
áður haldið því fram í þess-
um dálki, að próf séu gjarn-
an metin meira en starfs-
reynsla, en það sé ekki ævin-
lega að makleikum.
Einhvern veginn er ekki
hægt að hrista af sér þá til-
finningu, að stjórnmálaflokk-
arnir ali til dæmis upp menn
til að taka sæti á alþingi og
veita forstöðu ýmsum stofn-
unum, sem pólitískar stöðu-
veitingar eru í, og þessir
menn hafi aldrei kynnzt nema
af orði, hverju þeir eru að
stjórna.
Með líkingamáli má segja
þetta þannig, að tilsýndar sé
fjall ekki annað en hvass-
brýnd egg og brekkur báðum
megin. Það er ekki fyrr en
upp kemur, að það sýnir sig,
að þar er líka flatlendi. S. H.