Vikan


Vikan - 12.06.1969, Qupperneq 8

Vikan - 12.06.1969, Qupperneq 8
"'N Þér sparið með áskrift VIKAN Skiptioltl 33 - slml 35320 v. NIÐURSNEIDDAR NAUTSTUNGUR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er svona: Mér fannst ég og vinkona mín vera á skemmtistað. Við stóðum í gangi og sner- um baki við dansgólfinu. Fyrir framan okkur var maður, sem við þekkjum báðar. Okkur er báðum ljóst, að hann ætlar að dansa við aðra okkar. Mér finnst vinkona mín ætla að biðja mig að geyma fyrir sig gullkeðju og úr manns- ins. Mér er illa við það og lít niður á gólfið og hugsa með mér, hvernig ég eigi að fela þessa gripi í hendi mér, ef ég skyldi dansa. En þá býður maðurinn mér upp, og sé ég um leið, að vinkona mín verður fjarska niðurdregin og dauf. Næst erum við komin upp á loft og sitjum þar á bekk. Sg held utan um manninn og læt vel að hon- um. Þarna er kona nokkur að bera mat á borð og manninum tekst að stela frá henni ofurlitlum kjöt- bita. án b~ss að hún verði vör við það. Þá finnst mér, að maður- irtn sitia beint á móti mér við krinelótt borð. Konan ir-ti'f fvrir framan hann á borðið fullan disk af nið- ivcneiddum nautstungum, sem eru allar brenndar og harðar. Hann hefur enga lvst á að borða þetta, held- ur styður báðum höndum undir kinnar og starir á diskinn, líkt og hann sé til- finningalaus, sit beint á móti hontim o<r mér finnst óv vera öll dofin. Samt skil é<* óskön vel. að hann skuli okki hafa lvst á matnum og vorkenni honum. B. A. G. Þessi draumur er fyrir nýju ástarævintýri, sem því miffur verffur ekki eins ánægjulegt og skyldi. Þú lendir í þeirri erfiffu aff- stöffu aff verða ástfangin af manni, sem liefur um lengri effa skemmri tíma veriff unnusti vinkonu þinnar. Sú staffreynd verff- ur ykkur báffum til stöff- ugra óþæginda og gerir þaff aff verkum, aff þiff getið aldrei haft fulla ánægju af samverustundum ykkar. — Ykkur finnst þær alltaf vera stolnar, eins og kjöt- bitinn, sem manninum tókst aff krækja sér í. SÖKKVANDI BÁTUR Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi, að ég væri stödd í litlu sjávarþorpi hér rétt hjá (Selfossi). Ég var þar inni í frystihúsi og sat á hlaða af kössum. Þá heyri ég einhvern segja, að bátur úr þessu plássi sé að sökkva. Ég varð viti mínu fjær af skelfingu, þegar ég heyrði þetta. En allt í einu datt ég niður í eitthvert rör. Mér fannst það liggja eftir hafsbotni og út í bát- inn. Þetta var mjög ein- kennilegt allt saman. Eg skreið eftir rörinu og komst út í bátinn. En þeg- ar þangað kom var hann alveg í þann veginn að sökkva og allir höfðu fleygt sér fyrir borð, nema maðurinn sem mér var annt um og ég óttaðist að mundi farast. Smátt og smátt seig bát- urinn stöðugt dýpra og dýpra, unz við sáum okk- ur ekki annað fært en kasta okkur líka fyrir borð og reyna síðan að bjarga okkur eftir beztu getu. Við köstuðum okkur út- byrðis og reyndum að halda okkur ofan sjávar. En þegar kraftar okkar voru alveg að þrjóta, tók- um við utan um hvort ann- að og kysstumst. Nokkrum dögum síðar fundumst við látin í fjör- _y 8 VIKAN *• tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.