Vikan - 12.06.1969, Qupperneq 15
að fleka hann til að kvænast þér, Dinny? Walter er heldur ekki
kvæntur. Hann er kominn af kvekurum, og gerðist frjálslyndur.
Einn langur dagur í viðbót, en svo fann Dinny bréf á morgun-
verðarborðinu, sem ekki var frímerkt, en merkt utanríkisráðu-
neytinu.
Kæra ungfrú Cherrell!
Ég fékk innanríkisráðherranum dagbók bróður yðar í gær. Hann
lofaði að lesa hana í gærkvöldi, og ég á að hitta hann klukkan sex í
dag. Ef þér viljið koma í utanríkisráðuneytið tíu mínútum fyrir
sex, þá gætum við bæði talað við hann.
Yðar einlægur
R. Ferrar.
Jæja, þá var aðeins einn dagur eftir. „Walter“ hlaut að vera bú-
inn að lesa dagbókina núna, ef til vill var hann líka búinn að ákveða
hvað gert yrði við Hubert......
Hún var snemma á ferð til innanríkisráðuneytisins, og henni datt
í hug að hún gæti keypt eitthvað smávegis og notað tímann til að
snyrta sig. Hún fór inn í verzlunarhúsið Harridge klukkan hálf
fimm. Það var mikil þröng þar inni og hún gekk á milli söluborð-
anna, fékk sér te og snyrti sig. Ennþá var hálftími eftir, og hún
var orðin þreytt. Stundvíslega kortér fyrir sex afhenti hún nafn-
spjaldið sitt í utanríkisráðuneytinu, og var vísað inn í biðstofu. Þar
var enginn spegill, svo hún leit á sjálfa sig í smáspegli. Hún óskaði
þess innilega að hún væri svolítið glæsilegri, en þess þurfti svo
ekki með, hún átti ekki að hitta „Walter“, aðeins sitja þarna og bíða.
Þá birtist Bobbie Ferrar í dyragættinni. Hann var rólegur, eins
og venjulega, það var auðvitað ekki skrítið, þetta snerti hann ekki.
Hann klappaði á brjóstvasa sinn. — Ég er með formálann. Eigum
við að skokka? Svo fór hann að tala um Chingford morðið. — Hafið
þér fylgzt með því máli? Það hafði hún ekki. Hann sagði að það
lægi alveg ljóst fyrir, svo sagði hann skyndilega:
— Bolivíumennirnir vilja ekki taka á sig neina ábyrgð.
— Ó!
— Það gerir ekkert til. Hann brosti breitt. Dinny sá að tennur
hans voru jafnar og fallegar og örugglega hans eigin tennur.
Þau voru komin að dyrunum í innanríkisráðuneytinu og gengu
inn í stórt, autt herbergi, þar sem vörður vísaði þeim til sætis við
arininn. Bobbie Ferrar dró stól að borði.
— Viljið þér Graphic, eða þetta? Hann tók litla bók upp úr
vasa sínum.
— Hvorttveggja, ef ég má, sagði hún. Hann lagði bókina fyrir
framan hana; það var lítil nýútkomin ljóðabók.
— Þetta er fyrsta útgáfa, ég keypti hana áðan.
— Takk, sagði Dinny og settist.
Dyr voru opnaðar og einhver sagði:
— Herra Ferrar, innanríkisráðherra bíður eftir yð.ur.
Bobbie Ferrar leit á hana og tautaði milli tannanna:
— Herðið upp hugann! svo var hann rokinn.
Einhver óskiljanlegur doði færðist yfir hana. Bara að hann kæmi
ekki aftur með dauðadóminn ....
Hún lagði handleggina á borðið og hvíldi höfuðið á þeim. Hún
vissi ekki hve lengi hún hafði verið í þessu móki, þegar hún heyrði
einhvern hósta fyrir aftan sig.
Það var ekki Bobbie Ferrar, heldur hávaxinn maður, rjóður og
slétt rakaður. Dinny brá svo að hún hafði ekki rænu á að standa upp.
— Ungfrú Cherrell! Þér þurfið ekki að standa upp. Dinny var sár-
fegin, því hún treysti ekki fótum sínum of vel.
— Ferrar segir að þér hafið séð um útgáfuna á dagbók bróður
yðar.
Dinny kinkaði kolli.
— Er þetta hin upprunalega dagbók?
— Já.
— Óbreytt?
— Já, ég hef ekki breytt einni setningu.
— Ég ætla að spyrja yður einnar spurningar, ungfrú Cherrell.
Hve mikið af dagbókinn skrifaði hann eftir að hann kom heim?
Dinny starði á hann; broddurinn í spurningunni stakk hana.
— Ekkert! Alls ekki neitt! Hún var fullskrifuð, þegar hann kom
heim. Hún stóð upp.
— Má ég spyrja hvernig þér vitið það?
— Bróðir minn. — Henni varð allt í einu Ijóst að hún hafði
engin sönnunargögn. — Bróðir minn sagði mér það.
— Orð hans eru þá guðspjöll í yðar augum?
— Ég hefi frumritið, stamaði Dinny. Ó, hversvegna hafði hún
ekki háft það með sér? — Það sýnir það greinilega, það er bæði
óhrein og krumpað. Þér getið fengið að sjá það. Ég skal .
Hann lyfti upp hendinni.
— Þér skuluð ekki hugsa um það. Yður þykir mjög vænt um
bróður yðar, ungfrú Cherrell?
Varir hennar titruðu.
— Já, það þykir mér. Okkur þykir öllum vænt um hann.
— Mér er sagt að hann sé nýkvæntur.
— Já.
— Særðist bróðir yðar í stríðinu?
— Já. Hann fékk kúlu í fótlegginn.
— Ekkert særður á handleggjum?
Aftur fann hún sting.
— Nei! Orðið kom eins og skothvellur. Þau horfðu hvort á annað
í hálfa mínútu, — eina mínútu; bænarorð voru komin fram á varir
hennar, en hún lagði hönd sína á þær. Hann kinkaði kolli.
— Þakka yður fyrir, ungfrú Cherrell.
Þegar hann hafði yfirgefið herbergið, greip Dinny báðum hönd-
um fyrir andlitið. Hvað hafði hún gert? Hafði hún þreytt hann?
Hún skalf, frá hvirfli til ilja. Mínúta leið. Dyrnar opnuðust og
Bobbie Ferrar kom inn. Hún sá að hann var brosandi, svo það skein
í tennurnar. Hann kinkaði kolli og lokaði dyrunum á eftir sér; svo
sagði hann: — Þetta er allt í lagi.
Dinny snerist á hæl og leit út um gluggann. Það var komið myrk-
ur en Dinny sá það ekki. Allt í lagi! — Allt í lagi! Hún kreppti
hnefana og þrýsti þeim að augunum. Svo sneri hún sér við.
Hún heyrði hann segja: — Þetta gleður mig mjög mikið.
— Ég hélt að ég hefði eyðilagt allt.
— Ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða sig, hefði hann
ekki talað við yður. Hann er ekki sá harðjaxl. Hann talaði við dóm-
arana í dag, og það kom honum til að skoða málið frá öðrum hliðum.
— Þá hefi ég gengið í gegnum þessa sálarangist til einskis, hugsaði
Dinny.
— Sá hann þá ekki formálann?
— Nei, og það var kannski jafn gott, hann gæti hafa snúizt öf-
ugur við það. Ég held við getum þakkað dómurunum. En þér höfð-
uð góð áhrif á hann. Hann sagði að þér væruð mjög fíngerð kona
og eftirtektarverð.
— Ó!
Bobbie Ferrar tók ljóðabókina af borðinu. — Eigum við þá að
koma?
Þegar Dinny kom út á götuna, dró hún svo djúpt að sér andann,
að henni fannst sem hún hefði fengið langþráðan svaladrykk.
— Ég verð að komast á símstöðina, sagði hún. — Er nokkur hætta
á að hann skipti um skoðun?
— Nei. Bróðir yðar verður látinn laus í kvöld.
— Ó, herra Ferrar. Hún sneri sér frá honum til að dylja tárin,
sem nú runnu niður kinnar hennar, en þegar hún sneri sér við aftur,
var hann horfinn.
Árið 1930, rétt eftir að fiárlög;n voru afgreidd, mátti sjá þrjár
enskar manneskjur virða fyrir sér styttu, nálægt Viktoríustöð-
inni i London. Þau höfðu komið sitt í hverju lagi, og stóðu á opna
svæðinu, þar sem sólin skein ekki í augu þeirra, en þau stóðu
alls ekki saman. Eitt þessara þriggja var ung kona, tuttugu og
sex ára, unglegur maður, sem hefði getað verið þrjátíu og fmm
ára, og maður sem gat verið milli fimmtugs og sextugs. Unga
konan var grannvaxin og greindarleg, hún hallaði undir flatt, og
það vottaði fyrir brosi á hálfopnum vörunum. Yngri maðurinn
var í bláum yfirfrakka, fast girtur belti, eins og honum fyndist
vorgolan köld, hann hafði greinilega verið mjög sólbrúnn, en nú
var fölvi á andlitinu, og munnsvipurinn var nokkuð þrjózkulegur,
þar sem hann stóð og virti styttuna fyrir sér. Eldri maðurinn var
hár, í brúnum fötum. Hann stóð með hendur í buxnavösunum og
það lýsti einkennileg efagirni út úr veðurbörðu andliti hans.
Styttan var af Foch marskálki á hestbaki, og hún gnæfði hátt
yfir höfðum þeirra.
Allt í einu sagði ungi maðurinn:
— Hann bjargar okkur.
Áhrif þessara orða á hin tvö var með ólíku móti; augnabrúnir
eldri mannsins lyftust og hann fór að virða fyrir sér fótleggi hests-
ins. Unga stúlkan sneri sér snöggt við og horfði með athygli á
þann sem talaði, og það var greindega undrun í svipnum.
— Eruð þér ekki Wilfrid Desert?
Ungi maðurinn hneigði sig.
— Þá höfum við sézt áður, sagði stúlkan. — í brúðkaupi Fleur
Mont. Þér voruð svaramaður Michaels, þér hljótið að muna það.
Ég var aðeins sextán ára. En þér munið auðvitað ekki eftir mér
— D nny Cherrell, reyndar skirð Elisabeth. Ég var brúðarmey.
Þrjózkusvipurinn hvarf af andliti unga mannsins.
— Ég man vel eftir hári yðar.
— Það er það eina sem fólk virðist taka eftir.
— Það er rangt, ég man að mér fannst sem þér hefðuð setið
fyrir myndum Botticellis. Ég sé að mér finnst það ennþá.
Dinny hugsaði: — Augu hans eru athyglisverðust. Þau eru mjög
falleg.
Framhald á bls. 39.
24. tbi. VIKAN 15