Vikan - 12.06.1969, Síða 16
Við lögðum aí stað tuttugasta
og níunda október 1963, klukkan
þrjú um nóttina, Humbert R.
Versace, ráðunautur frá hernum,
James N. Rowe, lautinant og ég.
Félagar mínir voru úr sérsveit-
um, sem ganga undir nafninu
Grænu Baskarrt'.r. Við vorum
tengdir suður-víetnömskum her-
flokki, er hafði það hlutverk að
þefa uppi Víetkong-menn þar í
nágrenninu. Annar herflokkur
hafði lagt af stað þremur klukku-
stundum fyrr til að umkringja
þorpið, sem við ætluðum til og
var fjórtán kílómetra frá bæki-
stöð okkar. Ætlunin var að tæla
kongana í gildru milli herflokk-
anna tveggja.
Við vorum orðnir vanir slíkum
leiðöngrum og sóttum óhikað
fram yfir hrísakra og fenjasvæði.
Bækistöð okkar var við Tan Phu
í An Xuyen-héraði, sem er það
sunnarlega í óshólmum Mekong
að lengra verður ekki farið fót-
gangandi. Þegar við komum til
þorpsins, voru kongarnir á bak
og burt. Hinn herflokkurinn var
þegar snúinn við áleiðis til stöðv-
arinnar. Við fórum að dæmi
þeirra en völdum aðra leið.
Við vorum á gangi fram með
einu þeirra mörgu síkja, sem ós-
hólmarnir eru sundurskornir af,
þegar skotið var á okkur. Við
guldum í sömu mynt og héldum
áfram, en þeim mun lengra sem
við fórum, þeim mun harðari
urðu atlögur konganna. Innan
skamms vorum við umkringdir.
Við kölluðum á stórskotalið okk-
ar og fluglið með loftskeytum,
en kongarnir trufluðu sendingar
okkar. Þó tókst okkur að ná sam-
bandi. Ég er sjúkraliði og gerði
það sem ég gat fyrir þá særðu.
Versace höfuðsmaður hafði
misst gleraugun sín og sá illa frá
sér. Rowe lautinant hafði fengið
smásár á vinstri mjöðm. Ógerlegt
Höfundurinn, Daniel Lee Pitzer,
(til hægri), á eftirlitsferð í ós-
hólmum Mekong skömmu áður en
hann var tekinn til fanga.
Rowe lautinant (til vinstri) og
höfundurinn að snæðingi í fanga-
búðum Vietkong. í baksýn
sést í rimlabúrin, sem þeir voru
geymdir í.
ÞEGAR ÉG LEIT UPP, STÖÐ KONGI NOKKUR
FYRIR FRAMAN MIG OG MIÐAÐI Á MIG 8YSSU.
HANiJ TÖK AF MÉR SKAMMBYSSU MÍNA OG
ARMBANDSÚR. SVO BATT HANN HENDUR
MÍNAR MEÐ ÞESSKONAR KLÚT, SEM FLEST-
IR VÍETNAMAR HAFA UM HÁLSINN . . . ÞEIR
NEYDDU M!G TIL AÐ SETJAST, TÖKU AF MÉR
EINKENNISJAKKANN, FRUMSKÖGASKÖNA OG
SOKKANA, OG BUNDU FYRIR AUGU MÉR...