Vikan - 12.06.1969, Page 21
47. KAFLI
Lítil Indíánafjölskylda var komin til Wapassou og hafði setzt að i
um það bil fjórar mílur þaðan, hjá vatni, þar sem líklegt mátti teljast
að bifrar myndu veiðast. Indíánarnir voru oft á kreiki i nánd við
Wapassou.
Átökin milli Clovis og Indíánans höfðu orðið út af systur hins síðar-
nefnda, fremur villtri veru með langar fléttur og tennur, sem glömpuðu,
þegar hún hló og fór i engar grafgötur ,með til hvers hún ætlaðist af
„normönnunum", sem orð lék á að kynnu að njóta gleði ástarinnar.
Þar var einnig önnur stúlka, sem virtist feimnari en var enginn eftir-
bátur hinnar, þegar það var annars vegar að semja sér til vináttu.
Það var furðulegt hvað mennirnir hagnýttu sér lítið þessa umgengis-
góðu nágranna. Yann, hinn ungi, Jacques Vignot og einn Englending-
anna voru þeir einu, sem gerðu það og þeir fóru sjaídan að heiman.
Það kom meira að segja í ljós að deilan milli Clovisar og Indíánans
voru engan vegin í tengslum við ástamál, heldur stóð þannig á þeim,
að stúlkan hafði stolið tóbaki og hnífi frá Clovis, einhverntíma þegar
hún heimsótti staðinn.
Angelique minntist þess sem eiginmaður hennar hafði eitt sinn sagt
henni. Sæfarendur eru þurftarlitlir á kyn.ferðissviðinu. Hann sjálfur, til
dæmis gat verið án konu svo langtímum skipti og þessvegna hafði hann
átt enn auðveldara með að komast að því hvaða menn hann ætti að
taka með sér. Þeir höfðu fylgt Peyrac, af tþví að hann. hafði heitið þeim
gulli. Ævintýrin sjálf og velheppnaður leiðangur komu fyllilega í stað-
inn fyrir gleðilíf. Konur voru hluti af fengnum, en nú hafði orrustan
ekki enn verið unnin. Seinna var sjálfsagt að sjá til. Þeir bjuggu yfir
innibyrgðum ótta, við að verða tilfinningalega háðir, ef vera kynni að
það gerði þá að einhverju leyti bundna eða þrælslega undirgefna, og
þessi ótti hjálpaði þeim að yfirvinna eðlilegar langanir þeirra.
Angelique minntist einnig Nicholasar Perrot, sem hafði yfirgefið konu
sina og barn fyrir þremur árum og snúið aftur til einmanalegs líf loð-
dýraveiðimannsins, og flækings um allar jarðir.
Skömmu áður en tók að snjóa hafði hann lagt af stað í suðurátt, i
von að ná til litlu verzlunarstöðvarinnar, sem Hollendingur einn rak við
mynni Kennebec, í von um að geta flutt með sér til baka ofurlitið af
nauðsynlegum kryddefnum og öðrum nauðsynjum, svo sem sykri, salti
hveti og ofurlítilli olíu....
Sá maður. sem mestan áhuga sýndi hinni fögru Indíánastúlku var, þótt
ótrúlegt mætti virðast, Maoollet gamli. Það voru tiðar ferðir milli skýl-
isins hans og Indíánabúðanna, hvernig sem viðraði. Það var þokka-
piltur þessi Macollet! Og hann kunni þvi einnig vel að sitja framan við
Indíánaeld og skeggræða um landsins gagn og nauðsynjar.
Höfðingi þessa Indíánaflokks var einskonar grasalæknir. Hann færði
Angelique rætur, jurtir og jurtasafa. Þegar hún hafði yfirunnið fyrstu
skelfinguna, er hún sá liann einn fagran haustmorgun standa fyrir aftan
hana með uppréttan handlegg —en það var friðarmerkið — höfðu þau
orðið góðir vinir. Nú var hún farin að geta talað við hann á hans eigin
tungumáli og var afar roggin af, þvi henni hafði verið sagt að erfitt
væri að læra tungumál hinna innfæddu. Frönsku trúboðarnir sögðu að
,það tæki nokkur ár að tileinka sér þau, og jafnvel loðdýraveiðimenn-
irnir virtust aldrei ýta undir hina nýkomnu að hefja námið. Maður
varð að heyra landinu til, sögðu þeir, en Joffrey de Peyrac hafði verið
fljótur að kynnast þessum tungum og hann hafði sagt Angelique að
erfiðleikarnir væru aðeins á yfirborðinu og þá sem ættu í erfiðleikum
með að grynna í þessum málum skorti eftirtekt.
Hann hafði sjálfur mjög fljótt séð, að flestir ættbálkarnir sem bjuggu
á sama svæði töluðu mállýzkur, sem sprottnar voru af sömu rót, ef til
vill voru þær komnar af tungumáli Inkanna eða Kvekhúanna í Perú.
Þessvegna skildi kynblandaði námumaðurinn frá Perú mállýzkur Indí-
ánanna um leið og hann kom til Norður-Ameríku.
Irokarnir, Algonkvínarnir og Húrónarnir og Abernakarnir voru allir
náskyldir hvað tungumálin snerti; eini munurinn var i hreim og hrynj-
anda eði milli nokkurra algengra orða eins og votn eða barn og Það
aftur einfaldlega vegna þess, að ofurlítill stigsmunur var á merkingu
orðanna hjá hinum ýmsu ættbálkum. Til dæmis mátti nota sömu orðin
og táknuðu lind eða vökva, eða þegar barn var annarsvegar gat hent
sig að þeir notuðu orð eins og ungi, lítill eða sonur.
Orðstofninn gaf hugmynd um þýðinguna, nánar var svo ákveðið um
hana með viðskeytum og forskeytum, en orðstofnarnir voru til þess að
gera fáir talsins. Svo með fimm hundruð orðaforða mátti bjarga sér
undir flestum kringumstæðum i allflestum tungumálaviðskiptum.
Þegar de Peyrac hafði skýrt Angelique frá þessu kom henni á óvart
hve miklum framförum hún tók.
Það myndi að sjálfsögðu líða langur tími þar til hún, talaði vel og
hún myndi halda áfram að skemmta Indíánunum, sem ætluðu að rifna
úr hlátri yfir hverjum hennar mistökum í málsnotkuninni. I fyrsta
lagi varð hún að hlusta af alúð. Þannig gæti hún náð valdi á hreimnum
og hrynjandinni í máiinu, sérstaklega var áríðandi að hún næði valdi
á þessari sérkennilegu aðferð til að tala ofan i hálsinum, án þess að
hreyfa nokkurn vöðva í andlitinu. Þessi talaðferð gerði Indíánanum
ómögulegt að tjá sig nokkuð með svipbrigðum, meðan þeir töluðu,
jafnvel þótt það væri reiðilestur. Hinsvegar grettu þeir sig og sveifl-
uðu, rækilega, þegar þeir voru ekki að tala og ætluðu veikir að verða
við hvert minnsta tækifæri. Að lokum uppgötvaði Angelique að tungu-
mál þeirra bjó aðeins yfr sextán hljóðum, en í flestum tlfellum voru
þau fjórum sinnum lengri en í evrópskum tungumálum, en í örfáum
tilfellum helmingi styttri, svo hljóðfallið hafði átta tilbrigðum meira,
en franska eða enska og það var þetta, sem gerði út um finni blæbrigði
meinlngarinnar.
En fólkið í Wapassou lagði hart að sér, æfði sig mikið og þeir sem
meira kunnu leiðréttu þá, sem styttra voru komnir, samt fór því fjarri
að fullkomnum í tungumálinu væri í nánd. Angelique gekk mjög vel í
viðskiptum sínum við gamla höfðingjann í bifraþorpinu og hann, ann-
aðhvort fyrir skeytingarleysi eða þá að hann var vaxinn upp úr öllum
barnaskap, hártogaði hana ekki í hvert skipti, sem henni urðu á mál-
glöp, svo í samræðunum við hann lét hún eftir sér að steypa sér út í
langar orðræður, sem Joffrey de Peyrac hafði gaman af í hvert skipti,
sem hann heyrði viðræður hennar og rauðfjaðrar grasalæknisins.
Allt í fari hennar olli honum gleði. Lífsþrótturinn, lifsástin og hug-
rekkið. Og nú varð það hann, sem ekki gat lengur haft augun af henni.
1 fyrstu hafði hann hugsað sem svo, að allt væri undir henni komið.
I Wapassou myndi sverfa til stáls með þeim. Og hann var furðu lostinn,
þegar hann sá hvernig henni hafði heppnazt að safna kringum sig öll-
um þessum fjandsamlegu flækingum, sem nú höfðu fundið henni stað í
hjarta sínu, sem móður, systur, vin eða yfirvaldi.
Kvöld nokkurt bað Joffrey Angelique að sækja Elviru, svo hann
gæti talað við hana einslega og bað hana að koma með hana inn í litla
herbergið þeirra. Hann hafði ekki í annað hús að venda, þegar hann
þurfti að tala einslega við einhvern og þessvegna hafði herbergið hlotið
nafnið skipstjórakáetan á afturþiljunum og sú staðreynd, að ekki varð
komizt þangað upp öðruvísi en eftir þrepunum, fullkomnaði líkinguna.
Auk þeirra húsgagna, sem áður voru nefnd í herberginu var þar
grófgerður armstóll, klæddur loðfeldum, sem grefinn var vanur að
sitja í. Maðurinn, sem hann hafði kallað fyrir sig varð hinsvegar að
standa með höfuðið næstum uppi við loftið og jafnvel ofurlítið álútur,
ef hann var mjög hávaxinn.
Þegar samræðurnar voru i mjög vinsamlegum tón, lét Joffrey de
24. tw. VIKAN 21