Vikan


Vikan - 12.06.1969, Síða 27

Vikan - 12.06.1969, Síða 27
HÖFIIM vn GEN6W Tll GOÐS í TiLEFN! AF ALDARFJÖRÐUNGS AFMÆLI ÍSLENZKA LÝÐVELDISINS HEFUR VIKAN LEITAÐ TIL NOKKURRA STJÖRNMÁLAMANNA ÚR ÖLLUM FLOKKUM, BÆÐ! UNGRA OG GAMALLA, OG BEÐIÐ ÞÁ AÐ SVARA EFTIRFARANDI SPURNINGU: HIIAI HEFUR ÞJÓBINNI TEKIZT BEZT OG UVAD LAKAST SIIAN LVDHILDII lll STGFNAB 17 JDNÍ18AA? AUÐURINN HLUT- SKIPTI FÁRRA ÚTVALDRA flíl UU. fyrrverandi forsætis- ráðherra Á fyrsta aldarfjórðungi hins nýja, íslenzka lýðveldis hefur áberandi brevting orðið á þann veg, að eink- um æskan, en einnig eldri kynslóð- irnar, hafa orðið upplitsdjarfari og beinni í baki, víðsýni og frjálslyndi aukizt, mörgum kreddum hefur ver- ið kastað fyrir borð, dirfska vaxið til þess að brjóta gegn gömlum úr- eltum siðum, venjum og umgengn- isháttum, og ótti minnkað við að láta í Ijós nýjar skoðanir. Þá er þess vert að geta, að það hefur orðið glæsileg gróandi í listmálum þjóð- arinnar á þessum aldarfjórðungi, — ekki hvað sízt í orðsins list. Kostir þessara breytinga, sem sumar hverjar hafa nálgazt byltingu, hafa sannarlega haft í för með sér umskipti til stórra bóta, en óneitan- lega einnig ýkjur og galla. Svo verður um allt, sem nálgast gjör- breytingu. Framhald á bls. 48. NÝSKÖPUNAR- STJÖRNIN OG HERINN IMKMl fyrrverandi alþingis- maður Það sem ég álít þjóðinni hafa tekizt bezt síðan 17. júní 1944 er það samstarf, sem tókst um nýsköp- un atvinnulífsins haustið 1944, vegna þess að með þeirri stórfelldu öflun nýrra framleiðslutækja, sem þá var ákveðin og framkvæmd sam- kvæmt tillögum Sósíalistaflokksins, þá tókst að koma grundvelli undir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og tryggja þá lífsafkomu alþýðunn- ar, sem knúð var fram með stétta- átökunum 1942 og þeirri lífskjara- byltingu, sem þá varð. Með þessum ráðstöfunum var skapað alveg nýtt ísland, þegar miðað er við ástandið á krepputímanum og þar á undan. Það sem þjóðinni hefur hins veg- ar mistekizt er að halda því hlut- leysi og friðhelgi landsins, sem hún ásetti sér í sambandi vlð lýðveldis- jtofnunina. Það var ásetningur alls Alþingis, eins og fram kom þegar Framhald á bls. 48. UTANRÍKISMÁLIN OG VlSITÖLUSKRÚFAN Jíl fyrrverandi alþingis- forseti Það sem þjóðinni hefur tekizt bezt er að hún hefur tekið rétta stefnu í utanríkismálum, en það sem að mínum dómi hefur tekizt lakast, og var raunar komið í gang fyrir lýðveldisstofnunina, var að setja vísitöluskrúfuna í gang. Henni hef- ur mikið til verið haldið í gangi síð- an og hún orðið undirrót gengis- lækkana og kaupdeilna. ☆ GAT UPPELDIÐ ORÐIÐ SNURÐUMINNA? wíifii n W ritstjóri Mér finnst óskiljanlegur hugsun- arháttur þeirra manna, sem allt hafa á hornum sér og telja, að miklu betur hefði átt að gera hér og á allt annan veg en raunin hefur á orðið fyrsta aldarfjórðung lýðveldisins. — Mér finnst sú kynslóð, sem nú er að Ijúka dagsverki sínu, hafa hald- ið þannig á málefnum þjóðarinnar í meginefnum, að á betra hefði vart verið kosið. Hinar geysimiklu efna- hagsframfarir eru að sjálfsögðu mik- ilvægar, en mest er þó um hitt vert, að lýðræðislegir stjórnarhættir hafa þróazt og frelsi landsins hefur verið tryggt með heilbrigðri og ábyrgri stefnu í utanríkismálum. Einna lakast hefur okkur íslend- ingum tekizt að skilja nauðsyn þess, að atvinnuvegirnir séu byggðir á traustum grunni. Kannski á öfundin einhverja sök á því, að atvinnufyr- irtækin hafa helzt aldrei mátt hagn- Framhald á bls. 48. REGLUR UM SKIPTINGU ÞJÖÐARTEKNANNA alþingismaður Af hinu betra koma mér fyrst í hug ýmiss konar félög, sem sinna góðum viðfangsefnum. Nefna má til dæmis Samband ísl. berklasjúkl- inga, krabbameinsfélag, hjarta- verndarfélag, ýmis félög til styrkt- ar bágstöddum og Herferð gegn hungri í heiminum, sem skólafólk og aðrir ungir menn eru þátttakend- ur í. Og ég vil nefna landgræðslu- starfsemi Ungmennafélags (slands og fleiri aðila. Mættum við fá meira af svo góðu, því að verkefnin eru óþrjótandi. Þá er hið lakara. Þar er margs að minnast, — því miður. Hér skal það eitt nefnt, að ekki hafa verið settar reglur um skiptingu þjóðarteknanna, en þess er brýn þörf. Flestir landsmanna eru nú orðnir launamenn. Og félög þeirra eru svo mörg, að tæplega verður tölu á komið. Oftast stando einhver af Framhald á bls. 48. AÐEINS FYRSTU SPORIN Á LANGRI LEIÐ fTD Ib Hll skrifstofustjóri Hús- næðismálastofnunar ríkisins Hvað hefur þjóðinni tekizt bezt og hvað lakast á þeim 25 árum, sem liðin eru frá því að lýðveldið var stofnsett, sjálfstæði þjóðarinnar endurreist? Sjálfsagt verður þeim spurningum ekki svarað endanlega eða tæmandi, a. m. k. ekki í stuttu máli, en hér á eftir munu fara hug- leiðingar um það efni. Þegar lýðveldið var stofnsett á Þingvöllum við Oxará hinn 17. júní 1944 blasti við mikilvægasta verk- efni þjóðarinnar. Það hlaut að vera, að lagður yrði traustur og öruggur grundvöllur atvinnu- og efnahags, svo að hið nýfengna sjáIfstæði stæði á bjargi en ekki sandi. En jafnframt því, að slíkar undirstöður yrðu lagð- ar, varð einnig að vinna að því, að þjóðin byggi sem fyrst við sem bezt lífskjör. Þjóðin var fátæk og fámenn Framhald á bls. 48. AFTUR ÚR Á SViÐI MENNTUNAR framkvæmdastjóri rannsóknarráðs Vikan spyr: „Hvað hefur þjóð- inni tekizt bezt og hvað lakast á undanförnum 25 árum." Fyrir 25 árum var stofnað Lýð- veldið ísland. Þá tók þjóðin við sínu stærsta verkefni, að varðveita sjálfstæði sitt og styrkja. Því mætti gjarnan spyrja, hvernig hefur henni tekizt það? Mér sýnist, að óumdeilanlega hafi verið sannað, að við Islending- ar getum verið sjálfstætt og full- valda ríki, þrátt fyrir okkar smæð og þrátt fyrir það, að við búum á „hjara veraldar", eða „mörkum hins byggilega heims", eins og svo mörgum verður að orði. Við höfum því fulla ástæðu til þess, (slending- ar, að vera bjartsýnir um framtíð okkar lýðveldis. í fáum orðum sagt, tel ég, að þetta hafi þjóðinni tek- izt bezt. En þrátt fyrir það, að þjóðin hef- Framhald á bls. 48. FRÁBÆRT AFREK LANDSINS MÆÐRA iIU alþingismaður Spurning eins og þessi kallar á langt svar, en hér verður simskeyta- stíll að nægja. Þjóðinni hefur gengið einna verst að velja sér dugandi stjórnendur. Og stjórnendurnir hafa brugðizt mest í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Á seinustu árum hefur þróun efnahagsmála stefnt í átt til vaxandi ósjálfstæðis, og vafalaust hefðu fá- ir trúað því á lýðveldishátíðinni 1944, að aldarfjórðungi síðar yrði ísland ennþá hersetið land. En hvað ehfur þá tekizt bezt? Þjóðinni hefur tekizt frábærlega vel að fjölga sér. Það er ekki lítið afrek, sem landsins frjósömu mæð- ur hafa unnið, að fæða og ala upp margfalt fleiri Islendinga en á nokkrum öðrum aldarfjórðungi sög- unnar. Þjóðin er nú að meðaltali yngri en flestar aðrar og má sann- arlega vel við una. Ár 26 VIKAN *■tbl' 24. tbi. VIICAN <27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.