Vikan - 12.06.1969, Qupperneq 30
PING OG PONG
Ping greifi í^klóm dönsku lög-
reglunnar. Hvað hefði langa-
langafi sagt?
Fyrir skömmu bar svo til að
danskir lögreglumenn, sem voru
á vakki í Istedgade í Kaup-
mannahöfn, komu auga á Mer-
cedes 300 SL, sem hafði verið
lagt þar við gangstétt. Við stýrið
sat heldur óhrjálegt ungmenni,
síðhærður og í slitlegum buxum
og treyju. Slíkur búnaður kom
heldur illa heima við lúxuskerr-
una, sem hann ók. Þegar lög-
reglumennirnir athuguð málið
nánar, sáu þeir að skammbyssa
af Walther-gerð, reiðubúin til
notkunar, var í sætinu við hlið
mannsins. í farangurshólfinu
fundust fimmtán hundruð prelú-
tíntöflur. ,
Ungi maðurinn vildi fyrst ekki
gefa upp nafn sitt, en danska
lögreglan hafði samband við þá
vestur-þýzku, þar eða bíllinn
hafði verið skrásettur þar í landi.
Kom þá fljótlega í ijós að hér
var á ferð enginn minni maður
en Carl Alexander Guido Otto
Leopold von Bismarck greifi,
sonarsonur járnkanslarans góð-
kunna. Piltur þessi gengur ann-
ars undir gælunafninu Ping og
er þekktur svallslæpingi um ger-
vallt meginlandið. Bróður á hann
sem ei' iíka greifi og heitir Ferdí-
nand. Sá er kallaður Pong, enda
nauðalíkur Ping í sjón og raun.
Kaupmannahafnarlögreglan
stakk Ping greifa auðvitað í
svartholið og innti hann að er-
indum. Hann viðurkenndi að
hafa keypt prelúdinið í Hamborg
og Bangok. Hann fullyrti að hann
hefði ætlað það einungis til eig-
in nota, gegn magaslæmsku að
hann sagði.
Ping, sem er þrjátíu og þriggja
ára að aldri, situr enn inni hjá
Dönum og verður líklega ákærð-
ur fyrir deyfilyfjasmygl. Líklega
myndi forfaðir hans, járnkansl-
arinn, snúa sér við í gröfinni, ef
hann frétti hvernig Danir ætla
loksins að ná sér niðri á ætt
hans, meira en hundrað árum
eftir Dybbölsorrustu.
SKO Þfi GOMLU
UPPAKOMfi
Fyrir nokkru var haldið happ-
ening, sem sumir vilja kalla upp-
ákomu á íslenzku, á vegum ungra
myndlistarmanna í Reykjavík.
Sumir hneyksluðust á sýning-
unni, en þeim til huggunar skal
hér birt mynd af sams konar fyr-
jrbæri, sem haldið var af stúd-
entum í Lundi í Svíþjóð fyrir
nokkru. Að sögn er skólaæskan
Ginger Rogers hefur enn einu
sinni sýnt og sannað að hún tek-
ur flestum eða öllum fram í sýn-
ingardansi á sviði. Þetta gerði
hún í Lundúnum, er hún kom
þangað til að leika aðalhlutverk-
ið í söngleiknum „Mame“. Hún
lauk sýningunni með geysiháu
og velútfærðu sparki. Og hve
gömul haldið þið að hún sé? —-
Fimmtíu og sjö ára!
MÍEDUR
KREFJAST
DAUDAREFSINGAR
Reiðar enskar mæður krefjast
þess nú að dauðarefsing verði á
ný lögleidd í landinu. Háværast-
ar eru þessar kröfur í Cannock
Chase í Staffordshire, en þar var
fyrir skömmu framið viður-
styggilegt lostamorð á lítilli
stúlku.
Krafa um dauðarefsingu til
handa morðingjanum var send
neðri deild Parlamentsins, und-
irrituð af tuttugu þúsund mæðr-
um. En þingið vildi ekki taka
málið upp. Morðinginn hefur nú
verið dæmdur í ævilangt fang-
elsi, en mæðurnar telja dóminn
alltof vægan og hafa að nýju
hafið undirskriftasöfnun málstað
sínum til stuðnings.
þar í borg uppreisnargjarnari en
víðast annars staðar. Uppákoma
stúdentanna var haldinn á op-
inberum dansleik og var í því
fólgin, að ein ung stúlka var
klædd úr hverri spjör og síðan
máluð í öllum regnbogans litum!
Unga fólkið fagnaði sýningunni
með stöðugum öskrum og ó-
hljóðum.
MOTMÆLIR I HLEKKJUM
Það eru fleiri en Helgi Hóseason
sem mótmæla einir á báti, eins
og dæmi þessa Velsmanns, sem
David Morris heitir, sýnir og
sannar. Ilann hlekkjaði sig við
girðinguna umhverfis Llwyny-
pia-sjúkrahúsið í Rhondda-dal í
Vels og sat þar í sextán klukku-
stundir samfleytt. Hann var að
mótmæla þeirri ákvörðun að
flytja slysavarðstofu sjúkrahúss-
ins úr dalnum og óbeint einnig
hinum miklu útgjöldum í sam-
bandi við „krýningu“ Karls prins
í Caernarvon í júlí, en þá verður
erfðafurstinn settur inn í em-
bætti sem prins af Vels. Vels-
menn líta margir svo á að þeim
peningum væri betur varið til
sjúkrahúss, vega, vatns- og
skólpleiðslna og annarra álíka
þarfaverka.
30 VIKAN
24. tbl.