Vikan - 12.06.1969, Qupperneq 33
Mentol sigarettan sem hefur
hreint og hressandi bragð.
niður í sextíu Og sjo. Ég varS svð
veikburða að mig svimaði ef ég
stóð snögglega upp. Eg sá fram
á að ég yrði að halda hrísgrjón-
unum niðri ef ég ætlaði ekki að
drepast. Ég kingdi þeim, hversu
sem mig velgdi, beið síðan með-
an klígjan leið hjá unz ég tók
næstu munnfylli. Um síðir vand-
ist ég þessari fæðu og fór að
þyngjast.
f janúarlok 1964 vorum við
fluttir í nýjar búðir langt inn í
eyðilegum frumskógi, þar sem
við vorum settir í búr svo þröng,
að við gátum naumast hreyft
okkur. Kongarnir sögðu að
kannski yrðum við látnir lausir
í fangaskiptum. Þeir reyndu hvað
eftir annað að kreista upp úr
okkur hernaðarleyndarmál, en þá
þögðum við alltaf þunnu hljóði.
í apríl þetta ár hvarf Versace
höfuðsmaður. Hann var þá enn
við mjög slæma heilsu. Við Rowe
sáum hvor öðrum bregða fyrir
öðru hverju milli rimlanna í búr-
unum okkar. í júní kom til okk-
ar kongaforingi og sagði að
samningaumleitanir um fanga-
skipti hefðu farið út um þúfur.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast héldu fangaverðirnir okkur
veizlu fjórða júlí, þjóðhátíðardag
Bandaríkjanna, sem haldinn er
hátíðlegur í minningu sjálfstæð-
isyfirlýsingarinnar 1776. Við
fengum nokkra bita af soðnum
kjúklingi og svolítið brauð. En í
forrétt fengum við áróðursræðu.
Ræðumaðurinn lagði áherzlu á
að Víetkong berðist fyrir sjálf-
stæði Víetnam, rétt eins og
Bandaríkjamenn hefðu barizt
fyrir sínu sjálfstæði gegn Bret-
um. Eftir þetta var okkur Rowe
leyft að talast við einu sinni í
viku í nærveru manns, sem skildi
ensku. Við lékum á hann annað
veifið með því að bregða fyrir
okkm þýzkum setningum og
málsháttum.
Einn eldri varðmannanna hafði
barizt gegn Frökkum forðum tíð
og hafði gaman af að segja okkur
frá atburðunum þá. Hann var
ágætis náungi. Hann gaf okkur
einskonar gúrkur og við átum
þær unz við stóðum á blístri. Þær
voru auðugar af C-vítamíni, og
ég styrktist með hverjum degi.
En síðar veiktist ég í lifrinni og
fékk niðurgang, líklega af því að
ég hef fengið meira súlfagúan-
idín en hollt var fyrir lifrina.
Aldrei brást það að við værum
ljósmyndaðir um leið og okkur
voru gefnar sprautur.
í október var búrið mitt stækk-
aðað og Rowe settur inn í það til
mín. Einn bandaríski fanginn í
viðbót, Edward R. Johnson yfir-
liðþjálfi, var settur í gamla búr-
ið hans Rowes. Það var dásamleg
nýbreytni að fá félagsskap
manns. í átta mánuði hafði ég
aðeins haft félagsskap dýra. Þar
á meðal var íkorni, sem var stór-
skemmtilegur. Ég skírði hann
Cyrano de Bergerac vegna þess
hve neflangur hann var. Ég gaf
honum það litla, sem ég gat ver-
ið án, helzt rækjuskeljar. Þegar
heitt var og sólskin, steinsvaf
hann langtímum saman í búrinu
hjá mér. Líka heimsótti mig kött-
ur, sá eini af þeirri dýrategund
sem ég hef vitað éta hrísgrjón.
Hann nefndi ég Victor Charles,
en það er gælunafn sem við höf-
um um Víetkong. Þriðji kunn-
ingi minn var hundur, sem ég
skírði Maó Tse-túng, en hann
varð ekki langlífur. Hann ein-
faldlega hvarf. Trúlega hefur
hann lent í einhverjum súpu-
pottinum. Víetnamar hafa hunda-
kjöt í næstum eins miklum há-
vegum og apakjöt. Eitt sinn man
ég að við fengum apaspað og
það bragðaðist prýðilega.
í desemberbyrjun fóru kong-
arnir að smíða nýtt búr. Það
reyndist ætlað bandarískum und-
irforingja sem hét Leonard M.
Tadios. Hann var særður, og fór
ég fram á að mega hjúkra hon-
um. Fyrst skelltu kongarnir
skollaeyrum við því, en Rowe
gat talað þá til .Við Rowe vorum
áþekktir ólitum, berfættir og
klæddir eftir kongatízku — í
svört föt sem minna á náttföt.
Tadios neitaði að tala við mig.
Seinna sagðist hann hafa grunað
Rowe um að vera rússneskan
njósnara á vegum Víetkong og
tekið mig fyrir hann. Ég skoðaði
Tadios og uppgötvaði sprengju-
flís í mjöðm hans. Hún var of
djúpt til að hægt væri að ná
henni út. En seinna færðist flísin
nær húðinni og að lokum gat ég
skorið hana út með rakblaði, sem
ég sótthreinsaði yfir olíulampa.
Tuttugasta og þriðja desember
1964 flaug bandarísk könnunar-
flugvél af gerðinni L-19 yfir
búðirnar og kastaði rauðum
merkjaljósum. Síðan komu
nokkrar þyrlur og gerðu árás
með eldflaugum og vélbyssum.
og okkur hafði verið hleypt út,
og við Rowe tókum til fótanna i
leit að skjóli. Tveir vopnaðir
varðmenn fylgdu okkur eftir og
við hlupum allir fjórir eins og
brjálæðingar fimm kílómetra
spöl yfir fen og foræði. Annað
veifið sukkum við upp að hálsi í
einhvern pyttinn. Þyrlurnar
flögruðu yfir svæðinu allan dag-
inn, hentu sprengjum og skutu
af vélbyssum. Þegar við vorum
læstir inni í búrunum fyrir nótt-
ina, sáum við að búðirnar voru
illa leiknar.
Klukkan fjögur um nóttina
tóku kongarnir okkur út úr búr-
24. tw. VIKAN 33