Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 4
SIOAH SfBAST
HANDAGANGUR
Ameríkanar hafa löngum verið
þekktir fyrir að vera eljusamir
við að setja met í hinu og þessu.
En forfeður þeirra, Englending-
ar, virðast ekki ætla að vera
neinir aukvisar í þessum efnum
heldur. Einn bítlenzkur ofurhugi,
Lundúnabúinn Bill McLeod, æfir
nú af kappi fyrir ferð sína frá
Lundúnum til Brighton — sem
hann ætlar að fara á handagangi.
Og auðvitað hefur hann þegar
eignazt marga keppinauta.
Einn þeirra er járnsmiður af
tyrkneskum ættum, Djafer Emin,
og ætlar sér að skjóta McLeod ref
fyrir rass, og „ganga“ vegalengd-
ina á 30 dögum, í 100 metra risp-
um, en þetta er mun skemmri
tími en McLeod hafði áætlað sér.
Nú veður hinn 27 ára gamli járn-
smiður milli fyrirtækja í Eng-
landi, og vill fá einhvern til að
kosta ferðina. En þess á milli
æfir hann sig, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd.
EKKI
HRÆDDUR VIÐ
STÖLINN
Þrjátíu og tveggja ára gamall
Texasbúi, Tracey Virgil Whan,
var nýlega dæmdur til dauða í
Houston, fyrir morð á leigubíl-
stjóra. Hann brosti þegar dómur-
inn var kveðinn upp, því við
réttarhöldin hafði hann haldið
því fram að hann væri ónæmur
fyrir rafmagni, og þar af leið-
andi gæti stóllinn ekki sálað hon-
um. Kvaðst hann eitt sinn hafa
orðið fyrir 30.000 volta spennu
og ekkert hafi skeð — nema hvað
að augabrúnirnar sviðnuðu lítils-
háttar.
Er nú meiningin að sannreyna
rafmagnsónæmi Whan's í byrjun
júlí í ár. Hann er hvergi smeyk-
ur, því síðastliðin tvö ár hefur
engjnn verið tekinn af lífi í
Bandaríkjunum, og hvert sam-
bandsríkið af öðru bannar líflát
með lögum. Var til dæmis ný-
'lega rifin sú bygging .í yOregon.
þar sem menn höfðu áður verið
teknir af lífi í, og byggður
skemmtigarður á lóðinni!
☆
RABBÍNINN OG
PÍNUPILSIN
Þrjátíu konur, hvaðanæva að
úr heiminum, komu nýlega til
Jerúsalem til að fá áhe.vrn hiá
tveim virtust rabbíum ísraels.
Konurnar voru fulltrúar alþjóð-
legs ráðs gyðingakvenna, og
höfðu meðferðis bænaskjal und-
rituðu að hér um bil einni mill-
jón gyðinga. Þær kröfðust meira
frjálsræði (hvað annað?), og eft-
irgjöf á hinum ströngu lögum
um giftingu og skilnað.
Lærifeðurnir lofuðu báðir að
taka málið til gaumgæfilegrar
athugunnar, og konurnar fóru að
varpa öndinni léttar. En þá tók
yfirrabbíinn, Isser Yehuda Unt-
erman, til máls og réðst harka-
lega að pínupilsunum, sem hann
kvað vera ástæðuna fyrir mörg-
um fjölskylduharmleiknum: „í
fyrsta skipti í sögunni sjást nú
líkamshlutar sem aldrei fyrr hafa
verið sýndir. Þetta reynir mikið
á mótstöðu hvers manns.“ Hinn
82 ára gamli rabbíi fór þess á
leit við konurnar 30, að þær
reyndu að ala dætur sínar upp í
blygðun: „Það væri sorglegt ef
kona af kynstofni okkar gæti
ekki staðist tízkufyrirbrigði sem
þetta — algjörlega ólöglegt.“
☆
SJÁLFDRAGARAR
Vatnaskíði hafa verið ákaflega
vinsæl íþrótt um árabil, en ekki
á allra nianna (og kvenna) færi,
þar sem hraðbátur er nauðsyn-
legur til að draga þann sem vill
leggja stimd á íþróttina: Nú hef-
ur fyrirtæki nokkuð í Kaliforn-
íu (aúðvitað) ráðið bót á þessu,
með því að senda á markaðinn
litla maskínu sem er ætlað að
draga skíðamanninn, og sér sá
sami um alla stjórn á tækinu
sjálfur.
Uppfinning þessi kallast „Ski
Craft“, byggt úr fiberglas og
vegur um 60 kg með mótor og
öllu. Mesti hraði maskínunnar
er 80 km á klukkustund, en elds-
neytisþol er allt að 150 kílómetr-
um. „Ski Craft“ mun einnig vera
mun áhættuminni en hraðbátur,
þar sem tækið stoppar innan við
fimm metra frá íþróttiðkandan-
um verði hann fyrir því óhappi
að falla í vatnið, svo framarlega
sem handfanginu sé sleppt.
í Kaliforníu kostar svona
nokkuð um það bil 76.500 krón-
ur, en einnig er hægt að leigja
sér slíkan sjálfdragara fyrir
tæpar 600 kr. á klukkustund.
Engum erfiðleikum er bundið að
nota sjálfdragarann, allur gald-
urinn er að setja ganglimina í
vasana á skíðunum sem fylgja.
Framleiðendurnir halda því fram
að fullnema verði menn á mask-
ínunni eftir hálftíma notkun. -ír
SAMKYN
Sama klipping, sömu gleraugu,
sami klæðnaður, sömu skór —
þetta er nýjasta útgáfan af sam-
kynstízkunni (unisex), fyrirbær-
inu, sem mæhr svo fyrir að bæði
kynin skuli vera eins í alla staði
— að minnsta kosti í útliti.
Tízkuteiknarinn Jacques Es-
terel kom nýlega til Lundúna
með þetta unga par, til að kynna
það sem hann kallar „þriðja kyns
útlitið." Ensku blöðin voru ekki
lengi að grípa við sér, en breyttu
útlistingu Esterels örlítið — og
kölluðu þetta „kynlausa útlitið".
Það sakar ekki að geta þess, að
það er stúlkan sem situr til hægri
hvar sem þessi ósköp enda ann-
ars.
☆
4 VÍK.4N 29-tbl-