Vikan - 17.07.1969, Page 9
Annað sem ég er ákaf-
lega svekktur yfir, og það
er þessi stórfellda tor-
tryggni sem allir virðast
bera til allra. Jafnvel í
stærsta dagblaði landsins,
var nýlega forystugrein
þar sem manni var uppá-
lagt að vera ekki saklaus:
að treysta aldrei neinum.
Fyrst allir hugsa svona, er
þó nokkur furða þó þessi
vesæla veröld berist á
banaspjót? Mér finnst
við líka eiga heimtingu á
að vera kennt að elska og
treysta náunganum. Þegar
við erum búin að fá það
sem við eigum heimtingu
á, þá er í lagi að gerðar
séu kröfur til okkar. Við
erum varla fær um að
mæta þeim fyrr — þótt
fegin vildum.
CHE.
Pósturinn hefur í raun-
inni engn við þetta að
bæta, en efast þó um að
allir verði sammála. Gam-
an væri að heyra álit ein-
hverra fleiri á þessu máli.
SÁLFRÆÐI
Kæri Póstur.
Mig langaði til að spyrja
þig einnar spurningar og
hún er svona: Er sálfræði
langt nám og getur maður
tekið hana alla hérna
heima?
Svo langaði mig til þess
að þú bentir mér á eitt-
hvert blað í Svíþjóð eða
Englandi, sem væri líklegt
til að taka við óskum frá
mér um pennavini.
Að síðustu þakka ég fyr-
ir allt gamalt og gott og
verð ég að segja að hver
ný Vika flytur mér ætíð
eitthvað skemmtilegt.
P.S. Hvernig er skriftin?
Hreppari.
Sálfræði mun vera tölu-
vert langt nám, en þó fer
það eftir því, hverju þú
keppir að. f Háskóla fs-
lands mun vera hægt að
taka tvö ár í sálarfræði, en
síðan yrðir þú að fara er-
lendis til að fullnema þig
í greininni, sem gæti tek-
ið nokkur úr. Annars vildi
ég ráðleggja þér að hafa
samband við forseta heim-
spekideildar Háskóla fs-
lands, Bjarna Guðnason,
prófessor (sími 21330), og
mun hann fúslega veita
þér allar þær upplýsingar
sem þú þarft á að halda.
í leit að pennavinum
væri reynandi fyrir þig að
skrifa til FIB Aktuellt,
Box 12 100, 102 23, Stock-
holm 12, Svíþjóð.
Skriftin þín er ákaflega
skemmtileg, en gaman
þætti mér að vita hvernig
þú skrifar með venjuleg-
um penna.
BABY, BABY, BARN
í MAGA . . .
Kæri Póstur.
Ég ætla að byrja á því
að þakka þér fyrir ágætt
efni í Póstinum. En mig
langar til að biðja þig að
hjálpa mér, því ég er í svo
miklum vanda stödd. É'g
er mjög hrifin af strák sem
ég hef verið svolítið með,
og nú er ég ófrísk eftir
hann. Hann þrætir fyrir
það, og segir að það geti
ekki verið, og síðan ég
sagði honum þetta, heilsar
hann mér varla. Á böllum
finnst mér eins og hann
hafi gaman af að vera með
öðrum stelpum fyrir fram-
an mig. Hvað á ég að gera,
ég get ekki beðið í von-
inni lengur. Ekki segja
mér að bíða og vona. Að
síðustu langar mig að biðja
þig að segja mér hvernig
ljónið og bogmaðurinn
passa saman.
Ein 16 ára í vandræðum.
Ja, það má með sanni
segja að þú sért í vand-
ræðum: Það er ekkert grín
að vera barnshafandi -—•
pósturinn hefur verið það
sjálfur. En í þínum spor-
um myndi ég reyna að
hafa tal af pilti undir
fjögur (6?) augu, og ef
það dugar ekki, þá er að
snúa sér til pabba og
mömmu. Annars lízt mér
nú þannig á málið, að
hann sé ekki ýkja mikill
maður er á reynir, þessi
piltur þinn — þó hann
hafi getað þetta — og því
værir þú sennilega betur
sett án hans. Bezta ráðið
sem ég get hins vegar gef-
ið þér, er að snúa þér til
félagsráðgjafa.
Bogamaðurinn og ljónið
eiga alveg prýðilega sam-
an, sérstaklega í stórræð-
um, enda eru þessi tvö
merki nokkuð skyld; bæði
eldmerki.
Ep tiér annt m teimupnar?
bá bp bezta ráOifl að Þpífa
bæp vel:
Þegar þú burstar tennurnar með venjuleg-
um bursta, hreinsar þú munninn tiltölulega
hægt. Þú burstar tanngarðana beturað utan-
verðu en innan. Framtennurnar betur en
jaxlana.
í hreinskilni sagt: Þú hefur fljótaskrift á
burstuninni.
Þegar þú færð þér Ronson rafmagnstann-
bursta, er engin fljótaskrift. Burstinn fer 11
þúsund sinnum upp og niður á mínútu.
Hann er með nettan haus og mjótt skaft.
Hann nær auðveldlega til jaxlana og milli
tannanna. Leifturhraðar hreyfingr hans gera
það sem gera þarf. Hann nemur burt matar-
leifar og óhreinindi. Fágar glerunginn. Styrk-
ir tannholdið.
Spurðu bara tannlækninn þinn.
Ef þú ert einn af þeim, sem heldur að
þú fáir rafmagnshögg í tunguna, er þér
óhætt að kasta af þér áhyggjunum. Bursta-
skaftið er úr plasti, sem leiðir ekki rafmagn,
og þar að auki er straumurinn af rafhlöð-
unum svo veikur, að þú fyndir varla fyrir
honum.
En nógu sterkur fyrir Ronson tannburstann.
EINKAUMBOÐ:
I. GuDmundsson i Co. M.
v___________________________________ ,
29. tw. VIKAN 9