Vikan - 17.07.1969, Síða 10
Stjórnmálabaráttan hefur
oft verið næsta ströng í
Rangárþingi síðustu áratugi
og mjóu munað við atkvæða-
talningu í alþingiskosning-
um. Framsóknarflokkurinn
náði þar forustu 1937, þegar
séra Sveinbjörn Högnason og
Helgi læknir Jónasson felldu
Jón Ólafsson bankastjóra og
Pétur Magnússon síðar ráð-
herra, en Sjálfstæðisflokkur-
inn átti annan þingfulltrúa
sýslunnar jafnan vísan eftir
kjördæmabreytinguna 1942
og náði þar meira að segja
yfirhöndinni 1953, er Ingólf-
ur Jónsson færðist í aukana.
HJutskipti Björns Fr. Bjöms-
sonar sýslumanns var því að
gerast vonbiðill þingmennsk-
unnar langa hríð. Honum fór
h'kt og Jakobi í þjónustu
Labans fjárbónda, er hann
vann fvrir Rakel tvenn sjö
ár eins og frá segir í gamla
testamentinu. Þó fékk Björn
nokkra huggun svipað og
Jakob, þá er honum gafet
eldri systirin Lea sér til af-
þreyingar. Björn keppti ung-
ur um völd og áhrif á vett-
vangi landsmálabaráttunnar
í héraðinu, en óskadraumur
hans rættist ekki að kalla
fyrr en leið að kjördæma-
breytingunni 1959. Þá loksins
féll Rakel í faðm honum eft-
ir sögulegt tilhugalíf.
Björn Fr. Björnsson fædd-
ist í Reykjavík 18. septem-
ber 1909, sonur Björns
Hieronymussonar verka-
manns og konu hans, Guð-
rúnar Helgu Guðmundsdótt-
ur. Ólst Björn upp í höfuð-
staðnum og gekk menntaveg-
inn. Hann varð stúdent í
Reykjavík 1929, en las síðan
lög við Háskóla Islands og
lauk prófi í þeim fræðum
1934. Þótti hann mannblend-
inn og félagslyndur í æsku og
gat sér orðstír á námsárunum
sem dugmikill og skapheitur
knattspyrnumaður. Vann
Björn að lögfræðistörfum í
Reykjavík og víðar að loknu
háskólaprófi, en var settur
sýslumaður í Árnesþingi
193(5—1937 og gerðist sýslu-
maður Rangæinga 1937. Er
hann vinsælt yfirvald í hérað-
inu og ótrauður í hvers kon-
ar félagsstarfi. Björn er stjórn-
arformaður Kaupfélags Rang-
æinga og hefur lengi verið
oddviti skólanefndar mennta-
setursins að Skógum undir
Eyjafjöllum, sem • þvkir að
vonum Rangæingum og
Skaftfellingum til mikils
sóma. Hann situr á Hvols-
velli og stjórnar þaðan víð-
lendu ríki sínu af röggsemi og
myndarskap.
Björn Fr. Björnsson skip-
aði sér í sveit Framsóknar-
flokksins þegar á háskólaár-
unum og átti sýslumannsem-
bættið þeirri ráðabrevtni að
þakka, er Hermann Jónasson
valdi hann ungan og óreynd-
an til slíkrar mannvirðingar.
Varð Björn líka atkvæðasam-
ur í flokki sínum strax og
austur kom. Hann valdist til
framboðs í Rangárþingi
ásamt Helga Jónassyni við
fvrri kosningarnar 1942, er
Sveinbjörn Högnason réðst
til orustu við Gísla Sveinsson
í Vestur-Skaftafellssýslu og
hafði frægan sigur í átthög-
um sínum. Var Björn þá sum-
arlangt annar þingmaður
Rangæinga, en skipaði ann-
að sæti framboðslistans um
haustið og sat heima með sárt
enni, þar eð Ingólfur Jónsson
valdist til samfvlgdar við
Helga lækni sem fulltrúi hér-
aðsins samkvæmt reglu hlut-
fallskosninganna. Hlaut
Björn sýslumaður að una
sama lilut við alþingiskosn-
ingarnar 194(j, 1949 og 1953.
Helgi læknir hætti þing-
mennsku 1950, en þá erfði
Sveinbjörn Högnason ríkið
með óvæntum hætti eftir að
hafa setið á friðarstóli heil-
an áratug. Var á orði haft, að
Björn bæri vonbrigði sín karl-
mannlega, er hann saknaði
enn þess frama, sem hann
keppti að af einstöku lang-
lundargeði. Röðin kom svo að
honum vorið 1959. Slóst
Björn þá í fvlgd með Ingólfi
Jónss.vni sem annar þingmað-
ur Rangæinga, en nokkuð
hafði sauðum Labans fækk-
að, því að Framsóknarflokkur-
inn hlaut 686 atkvæði, en
Sjálfstæðisflokkurinn 837.
Björn sýslumaður þótti síðan
sjálfkjörinn í annað sætið á
framboðslista Framsóknar-
flokksins í Suðurjandskjör-
dæmi um haustið og varð
fjórði þingfulltrúi Sunnlend-
inga. Hann var endurkjörinn
við alþingiskosninaarnar 1963
og 1967 og nýtur loks Rakel-
ar sinnar.
10 VTKAN 29- tM-