Vikan - 17.07.1969, Síða 13
óþekkti teiknað myndir af Andrési
Ond og Línu Langsokk.
Lilla rétti Ullu, sem sat við næsta
borð, arkirnar.
— Þú lest svo mikið af leynilög-
reglusögum, geturðu sagt mér hver
á þessi blöð?
— Sannarlega, minn kæri Wat-
son, maðurinn heitir Sven Syrén.
— Hvernig geturðu séð það?
sagði Lilla undrandi.
— Efst á blaðinu stendur hverjir
greiddu atkvæði á fundinum, og
það var aðeins einn frá Stokkhólmi.
— Stendur heimilisfang hans þar
líka?
— Nei, en hann er fulltrúi fast-
eignafélagsins Elit, svo það er hægt
að fletta upp í símaskránni.
— Jæja, sagði Sven við síma-
stúlkuna, er einhver fröken Blom-
quist að spyrja um mig? Gefið henni
samband, sagði hann, fullur eftir-
væntingar.
— Halló, sagði Lilla, — er þetta
herra Syrén?
— Góðan dag ungfrú góð, en
hve það er gaman að heyra í yður.
Þakka yður kærlega fyrir síðast,
það var ógleymanlegt!
— Tókuð þér eftir mér í vagnin-
um? sagði Lillá undrandi.
— Hvaða vagni?
— Fimmtíu og tvö í hádeginu.
Þér tókuð pokann minn I misgrip-
um. Eigið þér ekki fjólubláan bréf-
poka?
— Jú, með gulri sól, og hann
stendur hérna bak við skrifborðið
mitt.
— Það er minn poki, þér tókuð
hann í misgripum, þegar þér fóruð
úr vagninum.
— Ungfrú góð, þennan poka hef
ég persónulega borið alla leið frá
Málmey. Það er ekkert vafamál að
það er minn poki. En til að róa yð-
ur skal ég athuga innihaldið.
Sven lagði frá sér símann, og
rétt á eftir heyrði Lilla hálfkæft óp
og blótsyrði.
— Hvað er ! pokanum, öskraði
Sven í símann. — Þegar ég tók hann
upp, fór botninn úr honum. Hvaða
viðbjóðslega leðja er þetta sem
vellur út á teppið mitt? Hún er
rauðbrún.
— Ó, sagði Lilla, — það hlýtur
að vera (sinn sem ég ætlaði að hafa
í ábæti. Það eru jarðarber og súkku-
laði.
— Svei, svei, þér skuluð gleðjast
yfir því að losna við þann óþverra,
það er verra með teppið. Hvar
eigið þér heima, hvert get ég sótt
dótið mitt?
— Eg bý á Norðurskersgötu 14,
það væri gott að þér gætuð komið
fyrir klukkan sex.
— Það get ég ekki, ég hef svo
mikið að gera.
— Hvað verður þá um matinn
minn?
— Þér getið tekið brauðið mitt
og búið eitthvað til úr því.
Lilla fór að ráðum hans. Hún átti
krabbadós, og ofnsteikt brauðið var
Framhald á bls. 31.