Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 16
ni: HARALIELDDN LOGASDN
TUNGLIDIIAR ÞAR SEM RVRRA-
HAFID ER ND
.
Þessa mynd tók Kristján Magnússon á Expo ‘67 í Montreal. Hún er frá banda-
ríska skálanum og sýnir tunglferjur í tungllandslagi. Innan skamms ætti að
vera hægt að fá sambærilega mynd frá tunglinu, ef allt fer að óskum.
Ef allt fer að óskum, munu menn lenda á tunglinu í fyrsta
sinn eftir fáeina daga, og hafa með sér til jarðar sýnishorn
af efni þess. Trúlega verða þeir þá með sömu efni og finna
má í möttulefnum og skorpuefnum jarðarinnar. Þó er sú
óvænta niðurstaða Jíkleg að aldursgreining leiði í Ijós, að
efnin hafi storknað fyrir aðeins 100—120 milljón árum. UM
% hlutar tunglsins gætu verið úr skorpuefni jarðarinnar, en
þau er trúlega helzt að finna á þeim svæðum tunglsins, sem
eru brúnir þess frá jörðu séð. Sé sú kenning vísindamanna
rétt, að lífsleeifar, seb skildar væru eftir á tunglinu (t.d.
hugsanleg lík geimfara), myndu varðveitast þar óskemmd-
ar, er ekki fráleitt, að finna megi lítt skemmda skrokka risa-
eðla, tiltölulega grunnt undir yfirborði tunglsins, ef þær
hamfarir er tunglið rifnaði frá jörðinni og varð fylgihnött-
ur hennar, hafa ekki gersamlega eyðilagt slíkar menjar.
Sá, sem þessu heldur fram, er
þrítugur múraranemi í Reykja-
vík, Haraldur Eldon Logason að
nafni. Hann hefur frá unglings-
aldri haft gífurlegan áhuga fyrir
jarðfræði og gert sér far um að
afla sér svo mikils fróðleiks um
þau efni, sem honum hefur ver-
ið unnt. Hann setur hér fram
kenningu, sem rennt gæti stoð-
um undir þá áður lauslegu full-
yrðingu, að tunglið hafi einhvern
tíma í fyrndinni slitnað frá jörð-
inni á þeim slóðum, sem Kyrra-
hafið er nú, og orðið fylgihnöttur
hennar.
Undirstaða kenningarinnar er
sú, að jörðin „púlsi“, það er, að
frávik hennar frá réttri kúlu
færist til þannig að hún ýmist
grennist um miðjuna og lengist
til pólanna eða öfugt, en verður
þó aldrei meiri að ummáli um
pólana en svo, að sporbaugslög-
un haldist.
Vegna hins mikla mismunar
á aðdráttarafli, sem jarðarkjarn-
inn myndar með breytilegum
straumum, þarf jörðin að drag-
ast saman á einum stað en þenj-
ast út á öðrum, til að fá mismun-
andi sporbaugslögun. Nú eru
jarðefnin ekki það teygjanleg,
að þau herpist saman eða þenj-
ist út fyrirhafnarlaust, og þá
verða umbrot í jarðskorpunni,
sprungur myndast á öðrum
staðnum en hryggir á hinum.
Þegar jarðlagsefnin rifna, koma
möttulefnin upp í sprunguna, og
valda þá stundum eldgosi. Með
tímanum kólna þau síðan og
harðna í rifunni og loka henni,
en hörðnunin verður ofan frá
þannig að tappinn verður ekki
jafn þykkur niður og skorpuefn-
in í kring. Þegar jörðin þarf
síðan aftur að dragast saman um
þessi svæði, lyftast sprungu-
barmarnir og mynda hryggi, svo
sem Atlantshafshrygginn. Sönn-
un fyrir þessari kenningu telur
16 VIKAN 29- tbl-