Vikan - 17.07.1969, Síða 23
IEMSITÉGOG SAUMA |
v________________/
Það er ekki auðvelt að hugsa
sér heimili án saumavélar. Jafn-
vel þótt húsmóðirin stundi ekki
saumaskap að jafnaði, er ótal
margt, sem nauðsynlegt er að
gera við eða lagfæra, saumsprett-
ur og glompur. Margar ungar
stúlkur hafa líka komizt að því,
að þær hafa tök á að klæðast
ódýrar og fjölbreyttar, ef þær
geta eitthvað saumað sjálfar, og
fyrir þeim er þá seinna sjálf-
sagt að þær sauma á börn sín,
þegar þau koma til sögunnar.
Saumavélarnar hafa auðvitað
tekið miklum framförum síðan
farið var að búa þær til, en fyrsta
einkaleyfi til framleiðslu slíks
áhalds mun vera til frá því um
1790. Á seinni áratugum hafa
breytingar orðið örar. Frá því
að verða handsnúnar í fótstignar
vélar, síðan voru þær tengdar
rafmagni og zig-zag og allskonar
skrautsaumur kom til sögunnar.
Saumavélar urðu ekki leng-
ur staðbundnar, þær fengu ut-
anum sig tösku, svo hægt væri að
flytja þær til og jafnvel geyma
þær inni í skáp eða undir borði
þar sem lítið bar á, séu þær ekki
í notkun. Síðasta gerðin sem
komin er á markaðinn, Elna
Lotus er jafnvel svo lítil, létt og
fyrirferðalítil að ætla mætti í
fljótu bragði, að hér væri lítið
ferðaútvarpstælíi. En þessi litla
saumavél gerir allt, sem krafizt
er af góðri saumavél, auk venju-
legs saums saumar hún zig-zag,
hnappagöt, lokaðan fald, tungu-
fald og hægt er að festa á hnappa,
króka og lykkjur svo eitthvað
sé upp talið.
Stillingar éru mjög einfaldar
og stilling á spennu tvinnans
sjálfvirk svo og þrýsting fótarins
sem saumað er með svo vélin
saumar jafn auðveldlega í þykkt
og þunnt efni.
En hvernig sem saumavélin er,
þarf hún einhversstaðar að vera
þegar verið er að vinna við hana.
Hvort sem vélin er í eigin skáp
með tilheyrandi borði eða vél
í tösku, sem hægt er að flytja
til og frá, er nauðsynlegt að hafa
stað þar sem hægt er að fá að
vinna í friði.
Sé eitthvað að ráði saumað
fyrir heimilið er ekki bara
saumavélin, sem um er að ræða.
Það þarf aðstæður til þess að
sníða, breiða út snið og efni án
þess að eiga á hættu að allt fari
í rugling. Eldhúsmatborðið er
aðeins þrautarlending, af því
þarf sífellt að taka, til þess að
komast að til að bera fram mál-
tíðir heimilisfólksins.
Sé þvottaherbergi innar af
eldhúsi getur það verið mjög
ákjósanlegur staður fyrir sauma-
skap, þar er hægt að hafa strau-
borð til taks þegar það hentar og
slíku vinnuherbergi má svo
loka, þótt eklci sé lokA' við verk-
ið, án þess að þurfa að ganga vel
frá.
Dálítið horn í svefnherbergi
með nálægum hillum fyrir snið
og þess háttar ætti ekki að taka
mjög mikið rými. Ein ráðsnjöll
kona fékk sér masonitplötu og
lagði ofan á hjónarúmið, þegar
hún þurfti að sniða.
Hér fylgja með tvær myndir,
önnur úr vinnu og þvottaher-
bergi, hin smáhorn í svefnher-
bergi. Óþarft ætti að vera að
minnast á að hafa góða lýsingu
við slíkan vinnustað, ljós sem
lýsir vel á það sem verið er að
gera án þess að skína í augun.
☆
f----------;-------------------------------------------------------------------------------------------------->.
SÚKKULAÐIKAKA
DEIG í BOTNA
6%—7 dl hveiti
IV2 dl sykur
3 matsk. kókó
300 gr smjörlíki
2 lítil egg
Vanilla.
Blanda hveiti, sykri og kanel í skál. Smjörlíkið mulið í. Látið
á borð, egginu og vaniliu bætt í og allt hnoðað fljótt saman.
Látið standa á köldum stað minnst 1 klst., jafnvel lengur. Deig-
inu skipt í 5 jafnstóra hluta, flatt út í kringlótta, þunna botna,
sem líkasta að stærð. Lagðir á smurðar plötur og bakaðir við
175° C hita í 8—10 mín. Botnarnir látnir kólna á plötunni. Lagt
saman með 4 dl af rjóma, sem er stífþeyttur. Bragðbætt með
rifnu súkkulaði og rifnum appelsínuberki-
☆
ú___________________________________________ j
29. tbi. VIKAN 23