Vikan


Vikan - 17.07.1969, Page 37

Vikan - 17.07.1969, Page 37
að hitta herra Muskham, þá er það eins öruggt og sólin, að hann ríður hér fram hjá klukkan fimm mínútur yfir tíu. Það er hægt að stilla klukkuna eftir honum, þá daga sem engar kappreiðar eru. — Þakka yður fyrir, það sparar mér ómak. Fimm mínútum fyrir tíu stillti hann sér upp, fyrir framan hliðið, með sígarettu í munninum. Hann stakk höndunum í buxnavasana og hallaði sér upp að hliðinu. — Ef ég get slegið hann í rot, þá geri ég það, hugsaði hann með sér. Þrjár mínútur yfir tíu, jú, það var rétt sem veitingamaðurinn sagði, hann lét ekki standa á sér, þarna kom hann. Hann sat vel gæðinginn. En allt í einu sá Wilfrid að það komu kippir í andlitið á honum, hann sneri hestinum við. — Nú, hann er farinn til að sækja keyrið, hugsaði Wilfrid. Rödd fyrir aftan Wilfrid sagði: — Hvað sagði ég yður, herra minn. Hann er stundvís. — Hann virðist hafa gleymt einhverju. — Þeir segja í hesthúsunum að hann sé ótrúlega nákvæmur með tímann. Þarna kemur hann aftur. Jú, það var sannarlega herra Muskham. Um þrjátíu metrum frá Wiifrid, fór hann að baki. Wilfrid heyrði hann segja við hestinn: — Stattu þarna, Betty! Hann fékk hjartslátt og fann hvemig hnefarnir krepptust í vösum hans, en ennþá hallaði hann sér að hliðinu. Veit- ingamaðurinn hafði gengið frá honum, en Wilfrid sá út undan sér að hann hinkraði við í gættinni. Muskham gekk til hans, með keyri í hendinni. — Nú, hugsaði Wilfrid. Þegar þrír metrar voru á milli þeirra, nam Muskham staðar. — Eruð þér tiibúinn? Wilfrid lét sígarettuna detta úr munni sér, tók hendurnar upp úr buxnavösunum, og kinkaði kolli. Hávaxni maðurinn með svipuna tók undir sig stökk, en Wilfrid gerði það sama, svo það varð svo stutt á milli þeirra, að svipan kom ekki að notum. Muskham fleygði henni frá sér. Þeir flugust á, en svo var eins og báðir hugsuðu það sama; þeir slepptu tökunum hvor á öðrum, en reiddu hnefana. Það varð nú greinilegt að hvorugur dró af sér. Þrátt fyrir hita orrustunnar sá Wilfrid að fólk hafði safnazt sam- an til að horfa á aðfarirnar, þeir voru orðnir skemmtiatriði fyrir þopsbúa. Blóðið rann úr nefi og munni beggja. — Þarna fenguð þér það, herra Muskham, öskraði einhver. Það var eins og Wilfrid sækti í sig veðrið við þessi öskur. Hann reif sig lausan og tók undir sig stökk. Hnefi mótstöðumannsins hitti hann í brjóstið, en hann náði taki á hálsi hans, og þeir ultu báðir um koll. Þeir slepptu og stóðu aftur á fætur. Andartak stóðu þeir andspænis hvor öðrum, eins og til að sækja í sig veðrið, en þá sá hann það sem hafði komið Muskham til að haga sér svona. Hinum megin við götuna stóð Dinny upprétt í opnum bíl, hélt annarri hendinni fyrir munninn, en með hinni skyggði hún fyrir augun. Wilfrid snerist á hæl og flýtti sér inn í veitingastofuna. Meðan Dinny var að klæða sig og komast til Cork Street, hugsaði hún hvernig allt væri í pottinn búið. Bréfið sem Wilfrid hafði fengið, var örugglega frá Muskham. Þar sem hann hafði horfið, eins og saumnál í heystakk, þá varð hún að fara eftir hugboði sínu. Það þýddi ekkert úr þessu að fá Sir Lawrence til að tala við Muskham, það yrði hún að gera sjálf, og líklega var það betra. Klukkan var átta, þegar hún kom til Cork Street, og það fyrsta sem hún spurði um, var hvort Wilfrid ætti byssu. — Já, ungfrú, sagði Stack. — Tók hann hana með sér? — Nei. — Ég spyr, vegna þess að hann átti í erjum í gær. Stack strauk um órakaða kinn sína. -— Eg veit ekki hvert þér ætlið að fara ungfrú, en viljið þér ekki að ég komi með yður? — Ég held það væri betra ef þér athuguðuð hvort hann hefir tekið lest til einhvers hafnarbæjar. — Það er rétt. Ég tek hundinn með mér. — Hafið þér náð í bíl handa mér? NYTT FRA RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir- og undirhita stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. ______________________I — 29. tbl. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.