Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 41
innrætið. „Ef ég get sungið blues, þá geta allir sem hugsa eins og ég sungið blues,“ segir hún. En burtséð frá spurningunni um kynþátt, þá er það staðreynd, að blues-inn er nokkurskonar flðgátt fyrir tilfinningar hvítra unglinga jafnt og þeirra svörtu- Allra þeirra sem eru hvekktir: ef ekki á manninum sjálfum, þá á Viet Nam, fátækt, kerfinu í heild eða þá á sjálfum sér. Eða eins og Charles Keil, félagsfræð- ingur og rithöfundur segir í bók sinni „Urban Blues“: „Hluti, sem blökkumenn hafa verið að kvarta um í meira en 400 ár, eru hvítu unglingarnir farnir að kvarta um nú.“ Og Albert King, blues-isti, bætir við: „Krökkun- um í dag líður nákvæmlega eins og mér leið þegar ég var strák- ur.“ Það er ómögulegt að segja hve lengi þessi blues faraldur stend- ur yfir; pop-tónlistinni var ekki spáð löngum lífdögum. En það er alltaf til fólk með þel.... ☆ tsCC 'r.ríi'jrOvi J >■. ■ - • Tlvað.ör ^yomj falleg stúlka að gera hér. ,■ . LILLIU LILÍJU LIL-JU bma: JarSsögukenning Haraldar Framhald af bls. 19. lega er minna en einn hundraðs- hluti gíganna á tunglinu eftir loftsteina. Flestir gígar tunglsins virðast bera þess merki að „suð- an“ hafi komið upp á því. Hugleiða má nánar yfirborðs- áferð tunglsins og geta sér til um orsakir allra þeirra gíga sem þar eru að frátöldum þeim gígum sem eru eftir loftsteina. Hitastig í möttulefnum jarðar er hærra en bræðslumlark þeirra myndi vera á yfirborði jarðar en vegna þrýstings, sem er með öðrum orðum aðdráttarkraftur, haldast þau í föstu ástandi. Þegar svo tunglið yfirgaf jörðina, féll þrýstingurinn að sjálfsögðu um 5/6 hluta, og við það hafa efnin, sem með tunglinu fóru, bráðnað upp, og tunglið þannig runnið í kúlulögun þegar það var komið á braut. Hafi efni tunglsins bráðnað þannig, má jafnvel bú- ast við að aldursgreiningar á bergi þaðan gefi ekki hærri ald- ur en 100 milljón ár, þó að það sé úr möttulefnum jarðar. Jarðskorpan, sem eftir varð við brottför tunglsins, brotnaði í nokkra liluta og bárust þeir á bráðnum möttulefnunum að gíg sem myndaðist við brottför tunglsins og mynda núverandi heimsálfur. Skorpa hefur svo myndazt milli þeirra eftir að kyrrð komst á og hafa þær ver- ið þar sem þær stöðvuðust síð- an. Þetta er ekki í samræmi við landrekskenninguna og er ég henni ósammála að öðru leyti en því, að meginlöndin hafi skilizt að. Kenningu minni til stuðnings tel ég einnig, að með henni má skýra hitabreytingar, sem orðið hafa síðutsu þrjár til fjórar milljónir ára og áður með um tvö hundruð milljón ára milli- bili þannig að með lögunarbreyt- ingunum fylgi afstöðubreytingar snúningsássins bæði gegnum jörðina og gagnvart sólu. Þó að þannig afstöðubreytingar þyki ósennilegar, eru þær mun nær- tækari skýring á veðurfarsbreyt- ingum en geimrykmistur, sem bíði, óháð öllum lögmálum, eftir jörðinni í hverri hringferð vetr- arbrautarinnar, og hafi tunglið skilizt frá jörðu er augljóst, að tilfærsla snúningsássins er meiri en talið er. Það er að ég liygg ótímabært að tína til smærri atriði, enda efni í marga doð- ranta og ætlast ég reyndar til að fræðimenn hugleiði og beri ein- stök atriði við kenninguna og hugleiði svo sérstaklega afleið- ingar margendurtekinna lögun- arbreytinga jafnvel án tillits til orsaka þeirra, og beri niðurstöð- ur sínar saman við áferð jarðar- innar. HINGAÐ TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt á tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytist, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. — Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIP Ármúli 5 — Símar: 84415—84416 m Mósaik hf. Þverholti 15 — Sími 19860. Haraldur Eldon Logason. 29. tbi. VIICAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.