Vikan


Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 42

Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 42
KYLFURNAR GERDU MIG AD SÓSÍALISTA Hún er smá vexti. hefur kast- aníubrúnt hár og gráblá augu. Meðan hún þegir, er hún ósköp lítið fyrir kvenmann að sjá. En hún stækkar fljótt þegar hún talar yfir mannfjölda. Rödd hennar og hvöss og pískandi ákefðin í máli hennar ber eng- um aumingjaskap vitni. Á póli- tískum vettvangi gefur hún eng- um stjórnmálamanni eftir, hversu gamall og reyndur sem hann er. „Hún er það bezta, sem skotið gat upp kollinum i brezkum stjórnmálum,“ segja fylgismenn hennar. „Hroðalegt," æpa aftur- haldsmennirnir- Hún er Bernadette Devlin, tuttugu og tveggja ára og yngsta konan, sem setið hefur í parla- menti Breta. Fyrir sex mánuðum hafði hún aldrei tekið til máls á opinberum fundi og aldrei látið sérstaklega á sér bera meðal samstúdenta sinna við Queen University í Belfast, þar sem hún las sálfræði. f dag er hún þingfulltrúi sextíu- og átta þúsund íbúa í kjördæm- inu Mið-Ulster á Norður-írlandi. Hún flytur mál þeirra í Lundún- um, meðal stórlaxanna í brezk- um stjórnmálum. Áður lifði hún á námsstyrk, sem nam áttatíu þúsund krónum um árið, en laun hennar fyrir þingsetuna eru ti- falt hærri. f stjórnmálunum hefur hún framast með eldflaugarhraða. Þetta byrjaði fimmta október síðastliðinn. Þá tók hún þátt í mótmælagöngu í borginni Derry og sá lögregluna berja niður göngufólk, sem sýndi þó engin ólæti af sér. Þá fyrst varð áhugi hennar á þjóðmálum að fullri alvöru. — Kylfurnar vísuðu mér veg- inn frá draumnum til veruleik- ans, segir hún. Þremur dögum síðar tók hún þátt i stofnun stjórnmálaflokks, er tók heitið People's Democracy, lýðræðisflokkur alþýðunnar. Náði flokkurinn þegar miklu fylgi í Belfast, þar sem bæði stúdentar og aðrir fylktu sér í hann til andstöðu við aðra norð- ur-írska flokka, sérstaklega þó sambandsflokkinn, sem er þar í stjórn. í febrúar lét þáverandi forsæt- isráðherra, Terence O'Neill höf- uðsmaður, fram fara almennar kosningar til að kanna hvort hann hefði fylgi fólksins eður ei. Hann sigraði, en fékk litlu meira fylgi en ofstækisfullir prótest- antar undir forustu Paysleys sem vilja neita kaþólskum mönnum um pólitískt jafnrétti. Bernadette Devlin bauð sig þá fram á móti núverandi forsætisráðherra Norður-íra, James Chichester- Clark, í Stormont-kjördæmi. Hann fékk rúmlega níu þúsund atkvæði, Bernadette næstum sex þúsund. Sambandsmennirnir urðu skelkaðir, en enginn dró lærdóm af kosningunni- 42 VIKAN 29- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.