Vikan - 21.08.1969, Side 19
De Gaulle er höfði hærri en þorri Frakka — í fleiri en einum skilningi. Það gerð að verkum að
um síðir þreyttust þeir á honum. T staðinn kusu þeir yfir sig Pompidou, hæglátan og alþýð-
legan hóglífismann af lágum stigum, sem án verulegrar fyrirhafnar er kominn til æðstu met-
orða. Praktísk reynsla, sem hann hefur fram yfir hershöfðlngjann gamla, ætti að gera honum
auðveldara fyrir um margt.
Margt bendir til þess að heimurinn, allavega sá hluti hans er tíðast er
auðkenndur með höfuðáttinni vestur og hugtökum eins og lýðræði, kapí-
talisma, nýkólonfalisma, velferð, sé að þreytast á stórbrotnum mönnum.
Sæmilega feitar og ánægðar mi 11 istéttir, sem eru kjarni þessara
þjóðfélaga, hafa snúizt við ólátum af hálfu stúdenta, negra, láglaun-
aðra verkamanna og annarra vansælla minnihlutahópa með því að kjósa
til forustu menn f sinni mynd. Rfki Kennedys og Johnsons erfði meðal-
mennið Nixon, og eftir de Gaulle í Frakklandi kemur Pompidou. Orðið
er á frönsku haft um puntslaufur af þeirri gerð sem hnýtt er um hálsinn
á kettlingum eða í hárið á litlum stúlkum þegar þær skreppa út á sunnu-
dagsgöngu.
Margir trúðu naumast eigin eyrum, þegar það fréttist að Charles de
Gaulle væri farinn frá. Þessi ijóndjarfi, sérvitri, hégómagjarni og þolni
þjarkur hafði um nærri þriggja áratuga skeið staðið eins og klettur úr
stjórnmálahafi Frakklands, þar sem lengstum var hvers kyns veðra von
án langs fyrirvara. Stundum hafði borið á hann skugga, en um síðir varð
sigurinn jafnan hans, enda um fáa skæða keppinauta að ræða í því
krákumori, sem frönsk stjórnmál hafa verið sfðustu áratugina. Fyrir
stríðið var hann þeim mun framsýnni en stéttarbræður hans í franska
hernum að hann sá fram á mikilvægi hreyfanlegs hernaðar framyfir kyrr-
stæðan, en ráðum hans var ekki hlýtt og franski herinn féll við fyrsta
högg Hitlers. Franska þjóðin, kjarklaus og blóðlaus eftir áföll fyrra heims-
stríðs, tók niðurlægingu ósigursins með sljóu jafnaðargeði í anda þeirrar
tækifærisstefnu sem er aðal fransks hugsunarháttar; fyrrihluta strfðsár-
anna voru það Pétain og Laval, sem voru persónugervingar fransks
þjóðarvilja. Á de Gaulle tók þá varla nokkur maður mark, sízt Frakkar
sjálfir. Það var því engan veginn út f hött hjá Roosevelt, þegar hann lét
sér detta í hug að meðhöndla fransmennina eins og hernumda óvinaþjóð,
Framhald á bls. 39
Heimilisbragurinn í Élysée-höll kemur til með aS breytast verulcga með nýju
forsetahjónunum. Yvonne de Gaulle þótti nokkuð viktoríönsk í viðhorfum og
reyndi til dæmis eftir beztu getu að útrýma „djörfum“ bókum og kvikmynd-
um. Claude Pompidou er henni gjörólík, frjálsleg og tilgerðarlaus í fram-
komu og líkt og maður hennar mjög áhugasöm um bókmenntir og listir.
Margar frægustu persónur fransks menningarlífs í dag eru meðal kunningja
þeirra. Meðfylgjandi myndir eru af þeim hjónunum við ýmis tækifæri.
x | ^
11111
;.: • :•
ilMIP
IHH