Vikan


Vikan - 21.08.1969, Page 47

Vikan - 21.08.1969, Page 47
Honum verður litið upp í brekk- una. Hann er orðinn einn á eyr- inni en þarna sitja hlæjandi fé- lagarnir, sem greinilega njóta stundarinnar, þótt ekki séu þeir að dorga. Sumarið í blænum — lindahjal — fjarlægur fossniður — bros á hvarmi og huglæg og eftirminnilegan. Nokkrar tengsl, gera svip dagsins hlýjan gamlar myndir segja söguna og túlka betur fögnuðinn í fasi fólksins en orð fá gert. Sumargestir árinnar hafa frið fyrir áleitnu agni veiðimannanna. Þennan dag er áformað að heim- sækja vatnabúa ofan byggða. Ennþá er veðrið stillt og landið sumarfagurt. Svitadropar falla um brá þeirra, sem feta bratta vegleysu upp að vötnunum. En til nokkurs er að vinna. Heiðaró — veiðivon — Skapið er létt og erfiðið gaman. Vatnsflöturinn er lognsléttur — lágar hæðir spegla þar mynd sína. f gfóðutsælum hólma skammt frá nyrðri bakkanum hefur fjallasvanur búið fjöl- skyldu sinni fagurt heimili. Áð- ur var oft glatt í umhverfi vatns- ins. Býlin neðan brúnna eiga hér mikil og velgróin slægju- lönd, sem fyrr voru nytjuð og mátti þá víða sjá tjöld rísa og fólk að starfi. — En þar heyrð- ust líka bergmála léttir hlátrar í kyrrð kvöldsins, þegar ungt fólk leyfði sér dagsauka að lok- inni vínnu. Aldagamlar alfara- Greinarhöfundur algallaður við ána með stöng í hendi. leiðir voru þá fjölfarnar. Nú eru þær aðeins grónir troðningar, senn flestum gleymdir og af öðr- um aldrei þekktir. — Ævintýri ljósra sumarnátta eru ekki leng- ur samofin svipmyndum heiða og hálsa — augu æskunnar ekki skyggð af bliki blárra vatna — né ráðning framtíðardraumsins bundin lindahjali og lóusöng. Leikvangur þroskans er sjaldn- ast á þeim slóðum. Feitir, stórir urriðar láta ekki hlut sinn án átaka. Stöngin svignar — strengurinn titrar. Veiðimönnum hitnar í hamsi. Stutta dagstund er kyrrðin rof- in. Andi gamallar hefðar svífur yfir vötnunum. Sólin er hnigin. Kvöldgolan leikur að stráum. Aftur er rótt yfir eyðislóðum. Undanhaldið er létt niður Kjölinn. — Stutt dvöl á heimili Bæjarbóndans er viðfelldinn dagsauki. Þótt hann hafi heima setið mætti ætla, eftir brosi hans að dæma, að hann hefði dregið þar stærstan hlut. Gleði veiðidagsins er bundin fleiri viðbrögðum en þeim ein- um — að drepa fisk. ☆ Hvergi verður landslagið miklu fallegra en þar sem kyrrsœl vötn hafa sorfið það niður og skapað sér veg. 34. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.