Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 43. tölublað - 23. október 1969 í NÆSTU VIKU Geimfararnir halda áfram að segja frá hinni stórkostlegu tunglferð. I þessu blaði birtum við frásögn Armstrongs en næst kemur röðin að Aldrin. Hann er léttur í skapi og segir skemmtilega frá. Margt kemur fram í grein hans, sem ekki var áður vitað, eins og til dæmis, að hann gekk til altaris á tunglinu. „Fjarri heimsins glaumi" heitir næsta framhaldsaga Vikunnar, og tekur hún við af Angelique. Þetta er framhalds- saga, sem við mælum eindregið með. Hér er um að ræða kvikmyndasögu sem gerð er eftir skáldverki hins fræga, brezka rithöfundar, Thomas Hardy, en þekktasta saga hans er Tess. Kvikmyndin verður sýnd í Gamla biói, þegar sögunni lýkur hér í Vikunni. Háskólarektorinn, rithöfundurinn og leikarinn Peter Ustinov gisti ísland í síðasta mánuði í tilefni af frumsýningu nýjasta leikrits hans í Þjóðleikhúsinu, „Betur má ef duga skal". Hann tafði hér aðeins í örfáa daga, en VIKAN fylgdist ofuriítið með ferðum hans og í næsta blaði birtum við myndir af honum á Þingvöllum og víðar. 1 ÞESSARI VIKU Mikið hefur verið skrifað um tunglfarana, enda eru þeir sannkaliaðar hetjur okkar tíma. En frásagnir þeirra sjálfra hafa þó enn ekki komið fyrir almenningssjónir. VIKAN hefur fengið leyfi til að birta þær, og i þessu blaði segir Armstrong frá hinni ótrúlegu ferð frá sínum sjónarhóli. I næstu blöðum birtast síðan ferðasögur Aldrins og Collins. Þótt íslenzki þjóðbúningurinn sé í hávegum hafður og allir séu sammála um fegurð hans og reisn, verður því ekki neitað, að hann hefur lítið sem ekkert notagildi lengur. Margar tillögur hafa komið fram um breytingar á honum til samræmis við tízku nútímans. I þessu blaði birtum við nokkrar tillögur eftir Baltasar teiknara — bæði í gamni og alvöru. Myndarleg húsgagnasýning var haldin í Laugardalshöllinni í siðasta mánuði og þótti nýstárleg og forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Islenzk húsgögn eru fylliiega sambærileg við erlenda framleiðslu og virðast vera í stöðugri framför. VIKAN brá sé á sýninguna og i þessu blaði birtum við myndir frá henni á sex blaðsíðum. Sigurður Hreiðar Gylfi Gröndal RitstióraskiPti Um síðustu mánaðamót urðu þær breytingar á ritstjórn Vikunnar, að Sigurður Hreiðar lét af ritstjórastarfi. Sigurður hóf starf við Vikuna árið 1963, var blaðamaður í nær fjögur ár, en tók síðan við ritstjórastarfi af Gísla Sigurðssyni 1. marz 1967. Sigurður befur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Vikuna, og blaðstjórn og samstarfsmenn lians þakka lionum fyrir ánægjulega samvinnu og óska bonum beilla í hinu nýja starfi við Samvinnuskólann Bifröst í Borgarfirði. Við ritstjórastarfi teltur Gylfi Grön- dal, sem verið hefur meðritstjóri Vik- unnar um nokkurt skeið. Hann var i fjögur ár ritstjóri Fálkans og síðan ritstjóri Alþýðublaðsins i þrjú ár. VIKAN Útgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Ómar Valdimarsson. Útlitstcikning: Halldóra Halldórsdótt- ir. Auglýsingastjóri: Jensina Karlsdóttir. — Rit- stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skip- liolti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð i lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölu- blöð missirislega. Áskriftargjaldið grciðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. 43 tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.