Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 37
inn: — Beint áfram nú. Haltu áfram, þar til ég segi til. Hawkins virti fyrir sér bíl- ana, sem í kring voru. Kúgarinn hlaut að vera svo nærri, að hann vissi um hraða hennar hverju sinni. Hann veitti henni líka eftirför. Þessu líkt gat hvergi gerzt nema í stórborg á anna- tíma. En strax og hann hefði komið henni á rétta stefnu, myndi hann hætta að elta hana. Sennilega myndi hann fara fram úr henni, meðan umferðin væri ennþá svona þétt, svo hann gæti beðið hennar á ákvörðunarstað. Klukkan var nú hálf sjö og umferðin í hámarki. Þyrlan flaug yfir þeim, og upplýsingar henn- ar bárust jafnt og þétt. Nóttina áður hafði Barney merkt bíl hennar með stóru X-i, sem aðeins sást í myrkri. Lögreglan til- kynnti: Rogers hefur numið staðar við umferðarljósin hjá Rand. Það eru tveir bílar á und- an henni, en átta á eftir. — Flutningar hf., hvar eruð þið? spurði Hawk í hljóðnem- ann. Á hliðum stóra flutningabílsins stóð FLUTNINGAR HF.Í bílnum var alls konar þungur útbúnað- ur: Vélbyssur, táragassprengjur, járnjómfrúr. Hið síðastnefnda er eins konar brynja, skotheld. Þar að auki voru í bílnum litlir, brynvarðir eins manns vagnar. Ökumaður flutningabílsins beit á jaxlinn. Bíllinn var þung- ur og stirður í vöfum, og hann átti erfitt með að komast nokk- uð áfram. Hann tók upp hljóð- nemann og svaraði: — Flutning- ar hf. hér. Ég er að fara fram hjá Eastern Avenue. Ég gef í eins og ég get, en umferðin er voðaleg. Langan spöl ók Helen á eftir bláum Chevrolet með númerum frá Missouri. Hér voru aðeins tvær akreinar, og ljós bílanna á móti blinduðu hana stöðugt. Hún hafði nú um hríð ekkert heyrt frá kúgaranum, og henni þótti það ekki vita á gott. Svo suðaði loks í sendinum. Hún rétti úr sér og hlustaði af alefli. — Taktu nú eftir, Helen. Beygðu til hægri við næstu gatnamót. Aktu meðfram tveim- ur húsaröðum. Á miðri þriðju röðinni er stór grind hægra megin. Aktu þar inn. Skilurðu það? Stórt hlið til hægri. Þá kemurðu inn í verksmiðjuhverfi. Aktu þangað til þú kemur að skilti, sem á stendur: BÍLA- STÆÐI HÉR. Hefurðu þetta? Stanzaðu við skiltið. Ég tala ekki meira við þig, fyrr en við hittumst, Helen. Sem sagt: Á miðri þriðju húsaröð. Allt í einu varð henni hel- kalt, og hún flýtti sér að vinda upp rúðuna. Niðurl. í næsta blaði. UÚPITER JÚPITER - settið er nýjung á markaSinum í dag, teiknað af Gunnari Magnússyni, húsgagnaarkitekt. Útsölustaðir: SKEIFAN, Kjörgarði og BÖLSTRUN ÁSGRÍMS Framleitt hjá og BÚLSTRUN ASGRlMS HÚSGÖGN CO. BergstaSastræti 2, sími 16807 Smiðjustíg 11, sími 18575 43. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.