Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 9
í næsta mánuði ráðgera Bandaríkjamenn að senda menn til tunglsins í annað sinn. Mikið hefur verið skrifað um fyrstu tunglferðina, en frásagnir geimfaranna sjálfra hafa þó ekki birzt hér á landi. ViKAN hefur fengið leyfi til að birta þær, og hér segir Neil Armstrong í eigin persónu frá stórkostlegustu ferð, sem farin hefur verið. í næstu blöðum birtast síðan frásagnir Collins og Aldrins. EEKERT LEN6UE ÚMÖGULEGT Endurprentað úr tímaritinu LIFE. © Time Inc. 1969. Armstrong leikur á píanó í tómstundum sínum og hér tekur hann lagið fyrir konu sína, Jan. Þegar ákveðið var í janúar að senda okkur til tunglsins, virtist tak- mark okkar algjörlega vonlaust. Meirihluti þeirrar vitneskju sem nauðsynleg var fyrir tunglferð, með það fyrir augum að lenda þar, var ekki fyrir hendi. Og mánaferjan hafði aldrei flogið, auk þess sem margt í sambandi við yfirborð tunglsins var okkur ráðgáta. Það var heldur ekki svo öruggt, að Hou- ston-stöðin gæti haldið sambandi við tvö farartæki úti í himingeimnum án þess að sekúndubrot dytti úr, og ef ég á að vera fullkomlega heiðar- legur, þá var ég mjög efins í því að Appollo 1 1 myndi verða fyrsta tungl- farið til að lenda á tunglinu. Það var bara svo margt sem við áttum ólært — svo margt sem við vissum ekki hvernig átti að bregðast við. En þá voru Appollo 9 og 10 til- raunirnar framkvæmdar, og fieppn- uðust framar öllum vonum. Frá og með þeim degi, fórum við að eygja möguleikana, raunverulega mögu- leika á því að við gætum lent Ern- inum á tunglinu, og undirbúningur hófst af fullum krafti og alvöru. Við höfðum ekki ýkja mikl'ar áhyggjur af öryggi okkar á meðan á undirbúningi stóð. Það sem við höfðum áhyggjur af var hve giftu- samlega áætlun okkar tækist, og hve vel við myndum vera færir um að framkvæma það sem við áttum að gera. Ég hafði á tilfinningunni að vel heppnuð mánalending gæti haft þau áhrif á mannkynið að það færi að trúa að ekkert sé ómögulegt, og að það er von til þess að vanda- mál mannkynsins megi leysast á farsælan hátt. Öll þjóðin treysti á NASA (Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna), og NASA treysti á okkur. Margir lögðu höfuðið í bleyti, og það varð æ bersýnilegra, að jafnvel hin minnstu mistök gætu haft skaðleg áhrif á orstír bandarísku þjóðarinnar. Við gerðum okkur fulla grein fyrir táknrænu gildi ferðar okkar, 43. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.