Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 13
Hann greip hendinni fyrir tólið, leit á mig og sagði: „Hamilton, hún gerir það. Hún sveiflar símtólinu yfir höfði sér.“ „Hvað er að þér, Charlton? Ertu orðinn vitlaus?" „Nei, alls ekki ég, heldur hún. Það er hún sem situr nú heima hjá sér veifandi og æp- andi. Allt og sumt sem ég er að gera er að sanna svolítið. Þú sagðir mér að fara út í ráðlegginga „bísnissinn", er ekki svo?“ „Charlton, þú ert brjálaður. Eg var bara að grínast!“ „É'g brjálaður? Það er hún sem lætur eins og fílfl heima hjá sér.“ „Já, og hún er vitlaus líka.“ Hann leit á úrið. „Eftir um það bil þrjár mínútur verður hún orðin svo þreytt í hand- leggjunum, að hún getur ekki meira, og þá ætla ég að láta hana fara eins að með hina hendinni. Það sem ég er að reyna að sanna er að fólk gerir svo gott sem hvað sem er, og trúir öllu svo lengi sem það heldur að ráðin komi frá þeim sem eitthvað vita um málið." Hann tók hendina frá tólinu: „Allt í lagi, frú Abernathy, þér getið hætt að hrópa ú-hú. Nú skuluð þér ganga um hverfið á ilskón- um yðar.“ Hann stoppaði og hlustaði augna- blik. „Já, það er allt í lagi. Það er allt í lagi með inniskó. Og þegar þér hafið lokið við það, skuluð þér fara í heitt bað og drekka síðan 8 glös af viskí áður en þér farið í rúmið. Ég lofa yður því, að þér munuð sofna.“ Stutt þögn. „Allt í lagi, úr því þér drekkið ekki duga fjögur glös. Þér munuð sofa dásamlega .... Já, hringið til mín aftur á morgun. Þakka yður kærlega fyrir, frú Abernathy.“ Hann lagði tólið á og horfði hugsandi á mig: „Veiztu hvað var það síðasta sem hún sagði við mig? Þakka yður fyrir laeknir, ég mun senda yður ávísun. Hvað finnst þér um það?“ Ég neyddist til að hlæja. „Dásamlegt! Hún ætlar að senda þessum doktor Kazoola, hver sem það nú er, ávísun fyrir ekkert, og í kvöld verður þessi vesalings kona á harðahlaupum um allt hverfið og svo á eftir að „deyja“ í rúminu. Þú ættir að skammast þín, Chartoln.“ Það hnussaði í honum. „Huh, óekki.“ Hann gekk yfir herbergið, tautandi við sjálfan sig og sneri sér síðan snögglega að mér: „Frú Abernathy gaf mér hugmynd. Nú veit ég hvernig ég að á verða ríkur! Við get- um báðir orðið ríkir. Hugsaðu um það sem skeði. Ég gaf konu ráð í símann og hún ætl- ar að senda lækninum sínum þóknun. Hvað táknar það? Hefurðu einhverja hugmynd um það?“ „Það táknar að hún er að borga fyrir veitta þjónustu. En hvað með það?“ „Jú, skilurðú ekki að hún er að senda honum peninga fyrir ráðleggingu!“ „Hlustaðu nú á mig, Charlton, ég er að fá höfuðverk. Um hvað ertu að tala?“ „Ég hef hugsað mér að snúa mér algjör- lega að því að gefa góð ráð. Ég er búinn að hugsa mikið um þetta og markaður er næg- ur.“ „Húrra! Og á hvaða sviði ætlar þú að starfa, ef mér leyfist að spyrja? Lögfræðileg aðstoð, læknisfræði eða fjármál....?“ Hann settist niður við skrifborðið sitt og lokaði augunum. Svo sagði hann: „Lög- og læknisfræði eru útilokaðir möguleikar, því læknasamtökin og dómsmálaráðuneytið myndu stöðva mig. En það er annað með fjármálin. Nú veit ég það: Ég gerist sérfræð- ingur í öllu sem viðvíkur verð-, skulda- og hlutabréfum.“ Ég var nærri viss um að hann væri orð- inn brjálaður. „Charlton, við höfum verið hér of lengi. Viðskiptin hafa gengið illa of lengi.“ Hann opnaði augun. „Hárrétt! Og tími kominn til að breyta til. Ég er orðinn þreytt- ur á því að allt gengur á afturfótunum. Þreyttur á því að vera í klemmu sýknt og heilagt, og að þurfa sífellt að hafa áhyggjur af því hvar ég á að skrapa saman fyrir húsa- leigunni. Mig hefur alltaf langað í nýjan bíl, og nú verð ég fær um það. Ég ætla að fara að gefa fólki góð ráð, og fyrir það fæ ég borgað — í peningum." „Jahá! Mér þætti gaman að sjá það! En segðu mér eitt: Hvað kemur til að þú ert skyndilega orðinn fjármálaséní?“ „Oh, vandamálið við þig er það, að þú ert neikvæður. Ég er fjármálasérfræðingur fyr- ir það eitt að ég segist vera það. Sjáðu til, ég hef verið að lesa um einhvern náunga, sem er einn helzti forsprakkinn í hugleiðslu. Þeirra kenning er sú, að fólk getur gert hvað sem er ef það hugsar nægilega ákveðið um það og getur talið sjálfu sér trú um að því séu allir vegir færir. Nokkurs konar sjálfs- dáleiðsla. Nú, og ef ég segi við mig að ég sé fjármálasérfræðingur, þá er ég það. Svo er það nú einfalt." „Stórfínt! Hvers vegna auglýsir þú ekki að þú takir að þér að gera heilauppskurði? Þvættingur: Ert eitthvað merkilegt bara af því að þú segist vera það! Reyndu að hugsa eins og viti borinn maður.“ „A, hægan nú! Ég sagði ekkert um það að ég væri neinn heilasérfræðingur, eða hvað? Það eina sem ég ætla að gera er að gefa fólki fjárhagslegar ráðleggingar. Hugsaðu þér bara möguleikana. Þekkir þú nokkurn sem ekki þarfnast einhverra ráðlegginga? Nei, ekki eina einustu hræðu! Það er til fólk sem hreyfir sig ekki spönn frá rassi án þess að kikja í allar mögulegar stjörnubækur, og ef stirnir illa í eitthvert húsið, fer það ekki einu sinni á fætur — hvað þá að fara að heiman um daginn. Og hugsaðu þér allar þær milljónir sem við eyðum árlega í alls konar upplýsingar og ráðleggingamiðstöðvar. Þú þarft ekki annað en að minnast á vanda- málið, og þar með er einhver kominn til að gefa þér góð ráð.“ „Vissulega, en hvers vegna ætti fólk að koma til þin til að leita ráða? Hver þekkir þig? Og hvað er það sem gerir þig færan um að gefa góð ráð?“ „Ekkert. Ég er engum hæfileikum búinn, en ég get gefið góð ráð, og ég hef hugsað mér að græða milljónir á auglýsingunni einni. Ráðleggingarnar sjálfar verða ókeyp- is.“ E'g hélt hann væri orðinn snaróður. „Ókeypis! Þú ferð á hausinn!“ „Alls ekki. Við græðum! Fólk heldur bara að það fái allt fyrir ekki neitt. Leyfðu mér að útskýra áætlunina. Hugsum okkur að ein- hver maður kaupi visst magn af verðbréf- um. Hvað skeður þá?“ „Nú, þau annaðhvort hækka eða lækka í verði. Annaðhvort tapar hann eða græðir.“ „Hárrétt! Þú virðist vera að kveikja. Það er aðeins tvennt sem getur skeð, svo maður er með 50:50 möguleika. Reiknum nú með að við gefum einhverjum góð ráð sem verða til þess að hann græði. Þá er það alveg ör- uggt, að sá sami sendir þér einhverja upp- hæð fyrir að hjálpa honum. í rauninni er alveg sama hvort maður segir honum að selja eða kaupa meira, í langflestum tilfellum Framhald á bls. 39 43. tbi. viKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.