Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 47
is yfir Haf kyrrðarinnar, er við tók- um á loft og f burtu frá þvf. Sú tilfinning sem var efst f huga mér sem ég gekk á tunglinu og myndaði það, var sú, að ég og Buzz vorum að taka myndir af stöðugri. þróun. Þróun, þar sem grjót er í sífellu að verða að engu og annað kemur í staðinn, fyrir tilstilli ein- hvers sem skeður; annaðhvort f næsta nágrenni við mánann eða þá milljónum kflómetra í burtu. Með öðrum orðum: Það hefði ekki skipt neinu máli hvenær maðurinn hefði fyrst stigið fæti sínum á tunglið, það hefði alltaf verið eins. Kannski að grjótið eða kletturinn sem var þarna fyrir 100 árum, sé horfinn núna og annar stór kominn í um það bil 95 metra fjarlægð, og svo framvegis. Sú er trú mín, að flestar þær breytingar sem hafa átt sér stað á tunglinu, hafi verið utanað- komandi, en þó finnast þar einnig efni sem benda til þess, að sumt af því sem skeð hefur, hafi átt upptök sín þar. En það sem situr einna fastast í mér, eru þessar stórkostlegu sýnir sem við sáum. Þær ná langtum lengra en nokkuð annað sem ég hef nokkru sinni séð. Og þá mikil- fenglegustu bar fyrir augu okkar, er við vorum á leið til tunglsins. Er við fórum í gegnum skugga þess. Við vorum þá enn þúsundir kílómetra í burtu, en þó nægilega nálægt til að tunglið fyllti svo gott sem út í hringlaga gluggann á geimfarinu. Máninn var þá beint fyrir framan sólina, séð þaðan sem við vorum, og það eina sem sást af henni var örlítil rönd sem kom yfir efstu brún mánans, og gaf frá sér birtu, disk- lagaða, í margar áttir; svipað og maður sér á fornum myndum sem tákna eiga sólarupprás. Það var stór- kostleg sýn, en þó var tunglið sjálft enn mikilfenglegra. Við vorum í skugga þess, svo ekki nokkur hluti þess var hulinn sólinni. Eina birtan sem skein á það var jarðarskinið. Það gerði það að verkum, að tungl- ið varð blágrátt, og allt varð í eins- konar þrívídd. Þarna gerði ég mér í raun og veru grein fyrir því, að tunglið er hnöttur en ekki skífa fest á himin- inn. Það leit út sem „karlinn ( tungl- inu'' væri að sýna okkur hringlögun þess, og svip með jörðinni —- nokk- urskonar „Verið velkomnir". Þá varð ég viss um að tunglið væri góður gestgjafi. Það hafði verið að bíða eftir fyrstu gestunum þó nokk- uð lengi. ☆ Hair nýtur vinsælda Framhald af bls. 31. leikararnir, að áhorfendur skynji ekki boðskap leiksins er allt unnið fyrir gíg að þeirra dómi. Séu áhorfendur hins vegar með á nótunum getur allt gerzt á sviðinu, og þá finnst engum at- hugavert, þótt einhverjir fækki fötum á sviðinu. VIKAMÁ us, PÉR SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKID EFNIÐ: VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG f ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMELINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASXIR ÞÆXXIR O.FL., OJL. Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift r i 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blað á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR ■ 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR ■ 26 tölubl. ■ Kr. 900.00. Hvert blað á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1.' febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. Skrifið, hringið eða komið. VIKAN SKIPH0LTI 33 P0STH0LF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35321 1 I I 320 ■ J 43. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.