Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 21
Draumar mannsins og þrá á öllum öldum birt- ast meðal annars í hjá- trú hans og bábyljum. Á fjótrándu öld trúðu menn til dæmis á nátt- úrusteina. Um einn slíkan segir svo í Hauksbók: „Hann gerir hvern mann góðan og staðfastan í öllum hlut- um og magnaðan í allri kvensemi, en varist hann, að hann veiti eigi of margt konu sinni. TEXTI: LOFTUR GUÐMUNDSSON 20 VIKAN 43-tbL Um suma löngu látna menn eru til ýtarlegar heimildir, svo rekja má æviferil þeirra samfellt frá vöggu til graf- ar; um aðra verður lítið sem ekkert vitað, eða þá að ein- ungis finnast gloppóttar heimildir um ævi þeirra og starf. Nú mætti ætla, að sú regla væri þarna fyrir hendi, að þeir, sem mest er um vit- að hefðu mest afrekað og væri því víðast getið, en hin- ir lítið markvert látið eftir sig liggja, og kæmu því hvergi við sögur. Þetta er og til, en þó síður en svo algild regla. Heimildir um ýmsa menn, sem unnið hafa minn- isstæð afrek. eða komið við sögur á ýmsan hátt, eru á stundum svo gloppóttar að fátt eitt verður um æviferil þeirra vitað umfram það. — Þannig er það með Hauk Er- lendsson, þann sem hið mikla safnrit islenzkra fræða, Hauksbók, er við kennd. Hann var fæddur og uppal- inn á íslandi, sonur Erlends Ólafssonar liins sterka, lög- manns á Suðvesturlandi 1283 —‘89, mikilsvirtur maður, en vaxandi valdi klerka og bisk- upa í landinu óþægur Ijár í þúfu; stórættaður og þannig tengdur flestum rikustu og áhrifamestu mönnum þjóð- arinnar i þann tíð. Um móð- ur Hauks er hins vegar fátt vitað, nema að hún hét Jór- unn, og er talið að hún muni hafa verið komin út af Gesti Oddleifssyni hinum spaka, þeim sem forðum réði drauma Guðrúnar Ósvífurs- dóttur, en talið er að Hauk- ur hafi ekki verið hjóna- handsbarn — þó hallast sum- ir fræðimenn að þvi, að Jór- unn þessi hafi verið síðari lcona Erlends. Lézt Erlendur órið 1312. Ekki er vitað hve- nær Haukur er fæddur, ekk- ert er heldur vitað um upp- vaxtarár hans, en getið er hans fyrst árið 1294, og er liann þá orðinn lögmaður á Suðausturlandi, en talið er að hann hafi gegnt því em- l)ætti í sex ár. Árið 1302 er hann hins vegar orðinn lög- maður í Osló í Noregi, og er sá skjóti frami hans þar með ólikindum, þar eð hann var ekki norskur maður. Um liríð er hans getið ýmist í Noregi eða á íslandi. Af bréf- um má sjá, að hann er „Gula- þings lögmaður og riddari“ árið 1311, og telur dr. Jón Þorkelsson að það hafi hann verið árin 1311—1322. Þá hverfur hann sögunni í sjö ár samfleytt, og er hvergi geíið i bréfum eða annálum frá þeim tiirium, en þó telja fræðimenn liklegt að þau ár hafi hann haldið sig á Is- landi. Þá virðist liann hafa haldið aftur út til Noregs og dvalizt þar til æviloka, árið 1334, og er talið að hann hafi þá verið nálægt sjötugu. Hauksbók er mikið safn- rit að vöxtum og að miklu leyti skrifuð af Hauki sjálf- um, eftir rithöndinni að dæma, sem er liin sama og á embættisbréfum frá hans hendi, sem varðveitzt hafa. Hefur Hauksbók að geyma Landnámu, Kristnisögu, Heimslýsingu og helgifræði, Heimspeki og helgifræði, Völuspá, Trójumannasögu, Náttúrusteinar, Cisio Janus, Bretasögur, Viðræðu æðru og hugrekkis, líkama og sál- ar, Hemingsþátt, Hervarar- sögu, Fóstbræðrasögu, Al- gorismus, Eiriks sögu rauða, Skáldsögu, Af Upplendinga konungum, Ragnarssona þátt, Premostica Temporum og Elucidarius. Gegnir furðu að einn og sami maður skuli hafa haft elju til, og komizt yfir að rita allt þetta sjálfur, jafnvel þótt eftir annarra handritum væri farið, og gegna aulc þess annasömu embætti meiri hluta ævinn- ar. Á því hvaða handrit Haukur hefur valið til afrit- unar, má og nokkuð marka hve f jölfróður og vel mennt- aður hann hefur verið á þeirra tíma mælikvarða. 1 þeim köflum, sem hafa að geyma heimslýsingar, heimspekilegar þenkingar eða náttúrufræðilegar lýs- ingar, er að vonum að finna ýmsar bábyljur og hjátrú, sem voru mönnum góð og gild vísindi í þann tíð. Sem dæmi um það má nefna kafl- ann um náttúrusteina, en þar segir meðal annars: „Magnetis heitir sá steinn er finnur á Indílandi sú þjóð er Tragodi heitir. Hann er svartblár. Hann dregur járn að sér.... Legg hann undir háls konu sofandi ef mann forvitnar um dyggð hennar; en sú er skír, er faðmar sof- anda bónda sinn, en hóra veltur úr rekkju sem henni sé meður hendi kastað.... „lAlectorius heitir sá er finnst í hana maga geldum, þriggja eða fjögra vetra. ... Hann er meiri en baun. Hann er líkur gimsteini eða skiru vatni. Hann gerir hafanda mjög graðan. Slökkvir hann þorsta í munni hafður. Einn konungur forðum sigraði marga konunga með hans náttúru og er liann öruggur sigursteinn. Hann kemur aftur brott reknum, og fær manni nýjan metnað og leið- réttir hann fornan metnað. Hann gerir livern mann góð- an og staðfastan í öllum hlutum og magnaðan í allri kvensemi, en varist hann að liann veiti eigi of margt konu sinni. „Celidonius heitir sá steinn, er svala hefur í maga. Hann er litill og ferlegur að sjá, en umfram er hann margra dýra steina að nytsemi. Hans myndir eru tvær, er hann svartur og rauður. Hann Iétt- ir brotfalli, hann græðir óheila, liann gerir skammar sóttir, hann gerir menn mál- snjalla og vel þoklcaða.... Nóg um náttúrusteinana. En ferst okkur að lilæja að slíkum hindurvitnum ? Sér- hver sá, sem eitthvað hefur gluggað í auglýsingar þær, sem birtast nú daglega í er- lendum blöðum um alls kon- ar undralyf, hlýtur að vera í nokkrum vafa um það og stilla hlátri sinum í lióf. Það var þó ýmislegt fleira en náttúrusteinar, sem menn lögðu trú á i þá daga. Til dæmis brunna, en um þá segir svo í kaflanum „Heims- lýsing og helgifræði": „Á Italíu er brunnur sá er heitir Ciceron, hann græðir augnamein, ef þvi vatni er á roðið. Þar er brunnur er Cineus heitir. Sá tekur af lostasemi, ef maður drekkur af, hvort sem er karl eða kona. Er sá brunnur enn er kveikir lostasemi bæði mönnum og búfé. ... I Sik- iley eru tveir brunnar; ann- ar gerir þau kvikindi frjó, sem áður eru ófrjó, en ann- ar gerir þau ófrjó, sem áður eru frjó. Á Grikklandi er á sú er sauði gerir hvita þá er af drelcka, en sú er önnur er gerir alla sauði svarta, verða og flekkóttir, er af báðum drekka.... Svo mörg eru þau orð og raunar fleiri. ósjálfrátt vakn- ar með manni sú hugsun, að ekki væri það amalegt fyrir sauðfjárbændur nú, þegar þeir eiga gæruverðið undir litnum komið, að geta rekið rollur sínar út í ár, sem hafa svipaðar náttúrur og sagt er þessar ár á Grikklandi hafi; það væri að minnsta kosti mun óflóknara, en þær vis- indalegu kynhætur, sem nú eru um hönd hafðar til að ná svipuðum árangri. Þótt heimurinn væri lítt kannaður í þann tíð, eða ein- mitt vegna þess hve hann var lítt kannaður, þá vissu menn um ýmsa þá staði, sem týnzt hafa með öllu eftir að hver skiki lands hefur verið mældur og merktur á landa- bréf. Einn þeirra staða og ekki sá ómerkilegasti, er Paradis, en um liana segir svo i Hauksbók: „Svo er sagt að Paradis sé hinn æðsti hlutur þessarar veraldar. Þar var Adam sett- ur og ætlaður til dýrðar, ef hann héldi það er guð bauð honum. Þar er svo góð vist, að þar eru blóm og viðir og öll grös með hinni sömu feg- urð jafnan. Þar er hvorki of- hiti né kuldi. Þar stendur það tré, er maður kennir hvorki sóttar né meinsemdar, ef hann bergir þar af, og heitir það lifsins tré. Allir þessa heims kostir fylgja þar, en engir eru þar annmarkar. Brunnur er sá þar, er fylgja öll vatns friðindi. Þaðan falla úr fjórar ár í þennan heim, Phison og Gion, Tígris og Eufrates. Paradís er í austri og verja björg og hitar, að menn slculi eigi þangað kom- ast....“ Það lítur út fyrir að höf- undur skáldsögunnar um Shangri La hafi haft fyrir sér svipaðar heimildir og Hauk- ur Erlendsson um Paradís — en kvikmynd, gerð eftir þess- ari skáldsögu, var sýnd í sjónvarpinu vetur leið, ef ég man rétt. Er flest líkt með dalverpinu, þar sem skáldið fann ldaustrið Shangri La, og Paradís, eins og henni er lýst í Hauksbók. Meira að segja var dalverpi skáldsög- unnar varið ókleifum fjöll- um, en þó er sá munur á, að þar var það kuldinn og snjór- inn, en ekki hitinn, sem tor- veldaði að auki leiðina. Draumar mannsins og þrá á öllum öldum birtist meðal annars í hjátrú hans og bá- byljum. Af þessum tilvitnun- um í Hauksbók má sjá, að þetta hefur furðu litið breytzt frá því á hans tíð. Karlmennska til allra hluta, vald og velgengni, sársauka- laus lækning af öllum sjúk- leika, almenningshylli . . . og að lokum staðurinn sem allir kostir heimsins fylgja en engir annmarkar. Gildir einu hvort hann kallast Para- dís, Shangri La eða Ástralia. ☆ 43 tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.