Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 48
— Viljiö þiö ensk höfuöleðnr ? Höfuðleður Englendinga. Elvire greip hendinni fyrir munninn og hljóp burtu. — Viljið þið ensk höfuðleður? spurði Indíáninn. — Þetta eru heil höfuðleður. Ég risti þau sjálfur i Jamestown, af hausum þessara fyr- irlitlegu eyðimerkurrotta, sem drápu herra vorn Je9Ús ......... Svo ef þið eruð sannkristin skulið þið hengja þau á dyrnar ykkar. Svo rak þessi stóri Abernaki upp hrossahlátur, þegar hann sá skelfingarsvipin á andlitum fólksins, snerist á hæl og skálmaði burt, rétt eins og hann hafði komið, hrokafullur og hélt bessum hræðilegu sigurlaunum sinum armslengd frá sér. Þegar leið að júní gaus u|PP kvittur um það að hópur vopnaðra manna væri á leiðinni frá Kennebec í eintrjáningum. Allt hafði verið hljótt um sinn. Stundum hlóu íbúar Wapassou, þegar þeir ímynduðu sér hvernig allt myndi verða, þegar þau höfðu gengið frá bústað sín- um til vetrarins. Þau álitu, að þau myndu ekki sjá nokkurn mann svo mánuðum skipti, því hver myndi voga að hætta sér yfir þessa hræðilegu auðn? En frönsku Kanadamennirnir þorðu allt, það höfðu þeir sýnt þennan vetur. Sannarlega hafði þau ekki skort gesti þennan vetur. Og nú, þegar þau voru aftur orðin sterk og hraust og átbu nóg af byssupúðri og skotum, óskuðu þau einskis fremur en að fá fleiri gesti ..... En brátt kom í ljós af ákveðnum smáatriðum, sem flökkuindíán- arnir höfðu greint frá að þessi hópur sem var á leiðinni til þeirra var hópur málaliða, sem Curt Ritz, hægri hönd Peyracs hafði ráðið, en Peyrac hafði einmitt skilið hann eftir i nýja-Englandi í þessu augnamiði. Nú höfðu þau aðra ástæðu til að vera spennt og Nicholas Perrot lagði af stað ásamt Indíána sínum, til að njósna meða hinir flýttu sér að koma upp skálum fyrir nýju íbúana. Nokkrum dögum síðar kom Panis Indíáni Nicholasar Perrot hlaupandi heim til þeirra meö miklu irafári. — Þeir eru komnir! Þeir eru komnir! Hvíta fólkið og Indíánarnir í Wapassou kastaði því, sem það var með i höndunum og hljóp niður að vatnsbakkanum. Þegar þau komu að enda þriðja vatnsins var fyrsti maðurinn að koma upp í gegnum fyrsta runnann, þar sem fossinn steyptist fram af klettinum. Þessi maður var með stálbrjóstplötu, hnubbaralega vaxinn, ger- manskur yfirlitum með gróft, ljóst hár og blá augu undir loðnum augabrúnum, hin fullkomna mynd málaliða af vígvöllum EVrópu. Þau umkringdu hann og heilsuðu, hvert um annað þvert, og hann svar- aði á þýzku. Fleiri og fleiri komu í ljós og loks Perrot, sem hafði tekið að sér að vísa þeim veginn. Þeir voru Þrjátíu í allt: Englendingar, Sviar, Þjóðverjar, Frakkar og Svisslendingar. Joffréy de Peyrac sá strax að Curt Ritz var ekki meðal þeirra, en næstráðandi hans og tryggur vinur kynnti sig. Þetta var aðalsmaður frá frönskumælandi hluta Sviss að nafni Marcel Autine. Hann heilsaði Peyrac greifa og rétti honum fyrirferðarmikið umslag, sem hann sagði að hann myndi finna í ástæðu fjarvistar yfirmanns síns. Sjálfur hafði hann tekið að sér stjórn mannanna og sagðist feginn, að vera kominn heilu og höldnu. Hann sagði þeim einnig að seglskip hefði komið upp- eftir ánni með þeim og fleiri myndu koma síðar. Þeir höfðu komið með matarbirgðir með sér eins og þeir gátu borið og hver maður var með lítinn kagga af koníaki eða léttu víni til að fagna áfanganum. Þegar Peyrac spurði hann hvort Ritz væri veikur eða hefði særzt svaraði Au- tine ekki beinlínis, en sagði að skýringu væri að finna i bréfinu og ef greifinn óskaði gætu þeir rætt þetta mál síðar. Peyrac samsinnti þessu, því hann fann að það var ekki til bóta að spilla ánægju mannanna yfir þessum áfanga. Inni í Wapassou höfðu löng trönuborð verið sett upp til að fagna 48 VIKAN 43- tbl; hinum nýkomnu og nú var haldin veizla undir berum himni, en Indí- ánarnir störðu undrandi á. Angelique gekk milli mannanna og bar þeim mat, settist hjá þeim til að leita frétta og ræða við þá. Hún var í sjöunda himni. — Við höfum sigrað! Við höfum sigrað! Og hún skiptist á Þýðingarmiklu augnaráði við hina gömlu íbúa Wapassou, þegar hún átti leið framhjá þeim og tók þétt í hendur þeirra. Hana langaði mest til að kyssa þá alla, meira að segja Clovis og hún komst við þegar hún þakkaði þeim. Hún minntist hvað eiginmaður hennar hafði sagt, þegar þau lokuðu sig inni til vetrarins. Hvað hann hafði gefið þeim til kynna með leiftrandi augunum: að afkoma vetr- arins væri undir þeim öilum komin hverju og einu. Og veturinn var liðinn. Og þau voru öll hérna ennþá. Hver karlmaður, hver kona, hvert barn í Wapassou hafði sannað ágæti sitt. Þau höfðu reynzt sjálfum sér samkvæm og staðizt traust mannsins, sem trúði því, að þau myndu öll lifa af. Og nú var sigurinn þeirra; þetta var afstaðið. Þvi þrjátíu menn voru valdir í þessari nýju veröld, þar sem flest virki gátu aðeins státað af fimm eða mesta lagi sex hermönnum. Hvaða þjóð gætu nú sigrazt á virkinu að Silfurvatni. Á morgun myndu mála- liðarnir hefjast handa um að fella tré og byggja ókleifan garð allt um- hverfis búðirnar. Þeim var borgið. Þessi Ameríka sem þau höfðu setzt að í, fláráð i tómleika sínum, í hverju var ögrun hennar fólgin. Sex þúsund Kanadamenn í norðri, tvö hundruð þúsund Englendingar, tvö hundruð þúsund Elorkvísar, and- stæðingar Englendinga í vestri og um það bil jafn margir Abernakar, Algonkvínar og Húrónar i austri, sem studdu Frakka. Hættan var mjög lítil því landið var stórt og íbúamir veiklaðir af stöðugum innbyrðis grjum. Þessvegna var sextíu manna iið ósigrandi, ekki sízt vegna þess að samstilling liðsins var það sem máli skipti. Frönsku Kanadamennirnir höfðu þegar sannað þetta, því þótt þeir væru þrjátíu sinnum færri en andstæðingarnir hafði þeim lánazt að vekja skelfingu í allri Norður- Ameríku, allt niður til New York og myndi sjálfsagt hafa sömu áhrif alla leið að Kínahafi. 1 dag hafði Joffrey de Peyrac unnið frelsi sitt og sjálfstæði. Og þegar tunglið hækkaði á himni hófst gleðin. Indíánarnir höfðu fengið sinn skammt og tóku þátt í fögnuðinum. Skemmtunin stóð langt fram á nótt, með drykkju, söng og dansi við hljóðfallið frá gítar Cantors og ofsafenginni tónlist nýkomins írsks fiðluleikara. tJr Indíánabúðunum barst trumbuleikur og skjaldböku- skeljabjöllur gullu í takt við keðjudansana, hringdansana og tarantúl- urnar sem Enrico Enzi dansaði með fimlegu hnífakasti. Konurnar þrjár í Wapassou gátu ekki kvartað undan skorti á dans- félögum. Þetta kvöld dönsuðu Angelique og Elvira alla dansa, sem menn gátu rifjað upp frá Frakklandi og meira að segja Madame Jónas neyddist til að dansa rigadoon. Klettarnir bergmáluðu af hlátri, söng, tónlist og klappi og tunglið skein glatt á vötnin þrjú. Skömmu eftir miðnætti gekk Angelique aftur inn í húsið, því eigin- maður ihennar hafði sent boð eftir henni. Hún fann hann inni í her- berginu þeirra yfir leðurtösku, sem komið hafði ásamt farangri mála- liðanna og þegar þau opnuðu hana kom í ljós gullfallegur, fölblár satín- kjóll með kraga úr silfurvíravirki. Þetta hafði hann pantað frá Goulds- boro ásamt mjög fallegum flauelisbúningi handa sjálfum sér. Angelique fór næstum feimnislega i þennan nýja kjól og þegar þau komu bæði í ljós í dyrunum barst mikið hrifningaróp neðan aí slétt- unni, þar sem fólkið og Indíánarnir höfðu safnazt saman. 1 þessu hrópi fólst stolt, ánægja og sigurfögnuður en einnig ást og virðing fólksins, til þessara hjóna, sem stóðu þarna og brostu við fé- lögum sínum; brosi sem galt fyrir allt harðréttið .......

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.