Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 22
Hér er komið sögu: Helen Rogers er ritari hins unga saka- málaverjanda Franks Michells. Þau eru trúlofuð og í þann veginn að ganga í hjóna- band. Kvöld eitt vinnur Helen eftirvinnu fram yfir miðnætti. Þegar hún sezt inn í bíl sinn til heimferðar, ræðst maður á hana úr felum á afturgólfinu, skéllir pappakassa yfir höfuð hennar og hótar að verða henni og móður hennar að bana, ef hún geri ekki sem hann segir og sœki fyrir hann 200 þúsund dollara, sem hann œtlar að kúga út úr þriðja manni. Helen þorir ekki annað en samþykkja, og maðurinn kveðst muni gera henni viðvart, þegar mál sé að sœkja pen- ingana. Þrátt fyrir viðvörun hans hefur hún sam- band við lögreglumennina Hawkins og Barney Carlson. Hún segir allt af létta og þeir láta hlerunartœki á síma hennar, til að taka röddina upp á segulband, ef hann hringdi, og síðan hafa uppi á manninum með aðstoð svokallaðs raddrita. Nœsta morgun, þegar Helen er í bíl sín- um á leið til vinnu, lœtur maðurinn aftur til sín heyra. Hann talar gegnum vasasendi, sem liggur í bílnum. Hann segir henni að sækja. peningana á ákveðinn stað sama kvöld. Hún gerir það undir eftirliti lög- reglunnar, og sá sem féð afhendir er síð- an tekinn höndum og yfirheyrður. Hann reynist aðeins milliliður og grunur leikur á, að vinnuveitandi hans, milljónamœringur- inn McNulty, sé fórnarlamb fjárkúgarans. Síðar um nóttina kallar maðurinn á Helen í vasasendinum. Hann segist hafa sambönd hjá lögreglunni og vita, að Helen hafi leitað til hennar. En hann býðst til að gefa henni síð- asta tœkifœrið: Þegar hún aki til skrifstof- unnar um morguninn á hún að láta þening- ana í farangursrúm bílsins og skilja það eftir ólæst. Meðan á samstalinu stendur þekkir Helen allt í einu röddina. Hún lætur pen- ingana í farangurskistuna og leggur bílnum utan við skrifstofuhúsið. Hún hittir Hawkins í snyrtiherberginu og segist hafa þekkt röddina: Maðurinn sé Lee Blackburn, gam- all skólabróðir hennar. Við rannsókn kemur í Ijós, að hann er látinn fyrir nokkrum mán- uðum. Hawk fær símahringingu frá Helen. — Eitthvað hefur komið fyrir, segir hann sam- starfsmönnum sínum að því loknu. — hún vill hitta mig. Nú förum við. En ég á er- indum ólokið á leiðinni. HANN gekk inn óhrjálega skrifstofu, sem einu sinn: hafði gegnt því hlutverki að vera tóbaksverzlun. Á gluggann var mál- að með gamaldags bókstöfum: Einkalán og vörukaup. Stafirnir voru ærið veðraðir. Sá sem þar réði húsum var Sullivan skjalataska. Hann hafði verið kallaður Skjalataskan í þau fjörutíu ár, sem hann EVÖLDD F7M BEÚÐKAUPID 8. HLUTI EFTIR GORDON OG MILDRED GORDON. Hún var á leiS til síSustu viS- skipta sinna viS fjárkúgarann. Gegnum vasasendinn á gólfinu komu móSursýkisleg fyrirmæli hans: Haltu ferSinni, bensíniS í botn! HraSar, hraSar! hafði verið veðlánari, og enginn mundi leng- ur hans rétta skírnarnafn. Hann hafði Hfs- framfæri af því að lána fé til skamms tíma með háum vöxtum, einkum þeim, sem þurftu að kaupa sér frelsi með því að leggja veð fyrir sér hjá yfirvöldunum. Hawk vissi, að Frank Mitchell lét skjólstæðinga sína allt- af leita til Sullivans. Skjalataskan sat á stól og dró ýsur, hall- aði sér upp að veggnum en hafði fæturna uppi á öðrum stól. Á veggnum fyrir ofan hann hékk gamaldags sími. Gamalt borð- stofuborð gilti fyrir skrifborð. Línóleumgólf- dúkurinn var svo slitinn á köflum, að skein í gólfborðin. Skjalataskan leit upp og pýrði augun. — Hefur einhver skotið borgarstjórann? spurði hann. -—■ Nei, ég kom nú bara við til að heilsa upp á þig, svaraði Hawk vingjarnlega. — Onei, svaraði Sullivan og rétti úr sér. — Þér liggur örugglega eitthvað á hjarta. — Þú þekkir mig ekki vel. — Þú ert ágætur, svaraði Sullivan og brosti ánægiulega. — En hvað viltu? — Lee Blackburn. — Blackburn, segirðu. Blackburn. Það var Blackburn 1957, en hann fékk ekki lánað lausnarféð hjá mér. — Það er ekki sá, sem ég á við. Þessi ætti að vera miklu yngri. Sullivan fingraði gegnum spjaldskrána sína. — Nei, sagði hann svo. — Enginn Lee Blackburn. — Þakka þér fyrir hjálpina, sagði Hawk og gekk til dyra. — Það var ekkert. Komdu oftar við. Þú þarft ekki að eiga erindi. Þessu næst heimsótti Hawk Ed Carsson hjá Crenshawbanka. — Ég veit, að þér borguðuð út tvöhundr- uðþúsund dollara, í hundraðdollaraseðlum, mjög nýlega. Ed Carson kinkaði kolli. — Joseph McNulty. í mínum eyrum hljómaði það sem mannránstilfelli. Ég vona, að ekkert hafi gerzt? Hawk bauð ekki fram neinar skýringar, og Carson hafði vit á að spyrja ekki frekar. Hawk spurði, hvort bankinn hefði tekið upp seðlanúmerin, og Carson svaraði því til, að svo væri. — Það gerum við ævinlega, ef upphæðin fer yfir fimm þúsund dollara. Ég varð að senda í aðra banka til að safna saman nægi- lega mörgum hundrað dollara seðlum. Þetta var álitlegur böggull, og ég bauð Joe að láta hann hafa vopnaðan vörð, þegar hann fór með staflann, en hann afþakkaði. Mér var ekki um sel að hleypa honum einum með alla þessa peninga. Ég veit ekki, hvort þér vitið það, en hann er hálf illa staddur um þessar mundir. Hann hefur teygt lánstraust sitt til hins ýtrasta, eins og reyndar flestir stórtæk- ir verktakar gera. Við neyddumst til að neita honum um lán í síðasta mánuði. Það kom í ljós, að hann skuldar næstum milljón. En hann klórar sig örugglega fram úr því. Hann hefur alltaf gert það. Ungur bankastarfsmaður kom inn, með lista yfir seðlanúmerin. Carson lét Hawk hafa listann. — Okkur er hlýtt til McNultys, sagði hann. — Hann hefur skipt við okkur í fimmtán ár. Ég vona, að hann hafi ekki orðið illa úti. AU hittust enn einu sinni í snyrtiherbergi kvennanna, og um leið og Hawk kom inn, sá hann að Helen myndi ekki þola öllu meira. Á andliti hennar voru djúpir skuggar, augnaráðið hvikult og óvisst, og hún kreppti hnúana um töskuhandfangið. — Ég hef tekið ákvörðun, sagði hún og hikaði, eins og hún væri raunar óákveðin. — Ég hef ákveðið, að ég verði að fara ein til móts við fjárkúgarann. Hún forðaðist að horfast í augu við hann, því henni fannst hún vera að svíkjast und- an merkjum. — Ég vil fyrir hvern mun halda lífinu, og ég held, að ég hafi meiri möguleika, ef ég hætti að vinna með ykkur. Hawk varð argur. Þetta fylgdi allt sínum föstu skorðum. En einhvern veginn hafði hann ekki átt von á, að hún myndi fara svona að. Aðrar, kannski, en ekki Helen Rogers. — Það er einmitt það, sem kúgarinn vill að þú gerir, sagði Jenny Barton. — Ég sé, að hótanir hans hafa haft nákvæmlega þau áhrif, sem hann bjóst við. Helen hristi höfuðið. — Það er ekki það. Það er bara — nú horfði ég hlutlægt á þetta. Hann veit, að ég hef haft samband við lög- regluna. Hawkins sagði, í lágum hljóðum: — Hann getur gert við þig það sem honum þóknast, ef þú ferð ein. Hún strauk yfir hárið, og hreyfingin var þvermóðskuleg. Hawk fann, að hann yrði að vera mjög laginn, ef hann ætti ekki að missa hana. — Ég hef rætt málið við unnusta minn. Jahá, svo það var Frank Mitchell, sem stóð bak við þessa ákvörðun. Ef Hawk gæti nú bara ruðzt inn í hugsanagang hennar, og fengið hana til að hugsa rökrétt. En hvernig átti hann að finna ráð til þess, að fá hana til að setja sig upp á móti vilja 22 VIKAN 43-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.