Vikan


Vikan - 05.03.1970, Síða 5

Vikan - 05.03.1970, Síða 5
RAUÐI RÚBÍNINN KVIKMYNDAÐUR Þeim sem nú eru að komast á miðjan aldur er í barnsminni # vísur vikunnar Fjallháar dyngjur fanna fela nú grónar jarðir, öll eru veður válynd, vetrarins kostir harðir. Um margskonar böl og mæðu margur í leyni tautar bústólpar landsins bresta, og búnaðarráðunautar. Nákaldir norðanstormar næða í vík og lónum, bjartari tíma bíða, bilar og grös í snjónum. allur hamagangurinn út af Rauða rúbíninum, hinni „djörfu“ skáld- sögu Norðmannsins Agnars Mykles. í föðurlandi höfundar- ins var útkoma bókarinnar um síðir leyfð eftir mikið málaþras en bönnuð hérlendis. Þetta þótti mörgum sýna að íslend- ingar væru að vísu ekki púrí- tanskari í viðhorfum til kyn- lífsins en frændur okkar Norð- menn, en hinsvegar miklu dýpra sokknir í tvöfeldnis móralinn. Hvort þetta hefur eitthvað breytzt síðan skal ósagt látið. Nú hafa danskir aðilar tekið það ráð að kvikmynda Rauða rúbíninn. Sú frétt vakti ekki ýkja mikla athygli á Norður- löndum; í augum fólks, sem al- izt hefur upp við sex-bókmennt- ir og sex-kvikmyndir síðustu ára er þessi norska bók frá sjötta áratugnum varla annað en smá- barnalesning. Það er af sem áð- ur var. — Aðalhlutverkið í myndinni, Ask hinn unga, ieikur Ole Söltoft, og er hann forfærð- ur af ekki nema fjórtán kven- mönnum meðan hún stendur yf- ir. Hér er brugðið upp svip- myndum af einu þessara atriða. PETER SELLERS ER ENGUM LÍKUR! Britt Ekland er að hugsa um að setjast að í London. Hún á glæsilegt einbýlishús í Róm, en er ekki lengur hrifin af verunni þar. Og hún þverneitar öllum sögusögnum um að hún hafi ver- ið í týgjum við ítalska greifann Bino Cicogna. í viðtali við Britt í ensku blaði, segir hún að það sé mjög erfitt að finna eftirmann Peters, það sé enginn honum líkur. Hún fær heldur ekki frið til þess að gleyma þessum stórkostlega fyrr- verandi eiginmanni, því hann er alltaf að heimsækja hana. Þau hittast líka oft hjá sameiginleg- um vinum, til dæmis Margaret prinsessu og Snowdon lávarði! ING-BRITT í AL-FATA Tuttugu og fimm ára gömul sænsk skrifstofustúlka, Ing-Britt Pettersson að nafni, skrapp í frí til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hún sá þar arabíska flóttamenn í búðum og vor- kenndi þeim svo óskaplega mik- ið að hún gekk í hermdarverka- hreyfinguna al-Fata, sem vill vinna Palestínu á ný undir Ar- aba. Þótti þetta tíðindum sæta og birti tímarit eitt í Líbanon forsíðumynd af Ing-Britt með ljósrauða hárið, þar sem hún er að æfa sig í að skjóta. Al-Fata sendi þennan nýliða í æfingabúðir í Jórdaníu, og voru þar eingöngu þjálfaðar konur. Voru henni kenndar þar ýmsar kúnstir, svo sem karate og júdó, ELKE VERÐUR AÐ SOFA HJÁ ÖPUNUM SÍNUM Á barnasjúkrahúsi í Munchen var einu sinni lítil „apadeild“, en henni hefir verið lokað, til búa til mólótofkokkteila og stinga augun úr óvini í áflogum. Einnig var henni sagt að al-Fata hefði ekkert á móti Gyðingum sém slíkum, heldur aðeins síon- istum og ætlaði sér raunar með- al annarra verka að frelsa Gyð- inga undan oki síonista. Vopnin sem stúlkurnar lærðu á voru frá Sovétríkjunum og Kína. Eftir að á þessu hafði gengið um hríð veiktist Ing-Britt af lungnabólgu og var dauða nær. Var hún send heim til hvíldar og hressingar, en segist aftur ætla í al-Fata þegar hún sé búin að ná sér. Hún fullyrðir líka að hún ætli aðeins að þjóna hryðju- verkasamtökum þessum með friðsamlegu móti aðeins, hvað sem hún nú á við með því. mikilla leiðinda fyrir lækna og hjúkrunarkonur. Þar með urðu skemmtilegustu sjúklingar þeirra að hverfa heim til sín. Orangutan tvíburarnir Susi og Seppi voru sendir heim í Hella- brunn dýragarðinn í Munchen. Þeir fæddust í Hellabrunn í febrúar 1969. En eftir fæðinguna vildi apamamma ekkert hafa með afkvæmi sín að gera, svo tvíburarnir voru fluttir á barna- deildina, þar sem umhyggjusamt hjúkrunarfólk sá um þá í tíu mánuði. Þegar Susi og Seppi voru flutt aftur í dýragarðinn, lét vikublað- ið Quick búa til einkaheimili handa þeim. Þar er tuttugu og tveggja fermetra stofa, lítil sund- laug, svo þeir geti sjálfir haldið sér hreinum, og lítið nýtízkulegt eidhús, þar sem fóstra þeirra, dýrahjúkrunarkonan Elke eldar matinn þeirra. Elke er mjög um- hyggjusöm, og hún þorir ekki að yfirgefa þá að næturlagi, svo hún sefur hjá þeim. I0.tbi. vnCAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.