Vikan


Vikan - 05.03.1970, Qupperneq 30

Vikan - 05.03.1970, Qupperneq 30
CHARLES WEBB (THE — Bíddu aðeins. Bíddu! Hvernig skeði það? — Hvað? — Eg meina — viltu ekki segja mér hverjar voru kring- umstæðumar? — Nei ekkert sérstaklega. — Ég meina — hvernig stóð á? Var hann lögfræðinemi þá? Hún kinkaði kolli. — Og þú varst líka í skóla? — Já. — Háskóla? — Já. — Læra hvað? Hún gretti sig og leit á hann. — Hvers vegna ertu að spyrja að þessu öllu saman? — Vegna þess að ég hef áhuga á því, frú Robinson. Hvað varstu að læra? — Listasögu. — Listasögu? Hún kinkaði kolli. — En ég hélt að þú — ó, þú hefur sennilega misst áhugann i gegnum árin, ha? — Sennilega. — Jæja, sagði Benjamín, — hann var í háskóla, að læra lög- fræði og þú að lesa þér til um listir. Hvemig kynntust þið? í partý eða á balli eða. .. . — Ég man það ekki, Benja- SO VTKAN 10- tbl- GRADUATE) 6. HLUTI mín, sagði hún um leið og hún tók úr sér hárspennurnar og lét hárið falla niður um axl- irnar. — Og að auki er ég orðin hundleið á þessu samtali. — Hvernig skeði það? Hvern- ig varstu ófrísk? — Ja, hvernig heldur þú? — Ég meina, fór hann með þig heim til sín, eða fóruð þið á hótel? — Benjamín, hvaða máli skiptir það? — Ég er forvitinn. — Við vcrum í bílnum hans. — Ónei! — Hvað? — Þið voruð í bílnum? -— Við höfum varla verið þau fyrstu um það. — Ja, nei. sagði Benjamín. — En það — það er svolitið skritið að hugsa sér þig og herra Ro- binson við að gera það í bílnum. Hann settist og brosti. — f bíln- um? sagði hann. — Þú og hann? — Já, ég og hann. Hann hristi höfuðið og brosti ennþá. — Svo þar var það sem Elaine biessunin. . . . Hann leit upp: —- Hvernig bíl! var það? — Hvað? — Manstu hvaða tegund það var? — Guð minn góður. — Nei. sagði Benjamín. — Mig langar að vita þetta. ■—• Það var Ford, Benjamín. - Ford! hrópaði hann og stökk upp úr stólnum. — Ford! Hann hló upphátt. — Assgoti! Ford! Það er flott! — Þetta er nóg, Benjamín. Hann hristi höfuðið og leit niður fyrir sig. — Svo blessunin hún Elaine Robinson varð til í aftursætinu á Fordara! — Benjamín! — Ha, ha, það var stórkost- legt... — Benjamín! — Ha? Talaðu ekki um Elaine! Hann hætti að brosa. — Ekki tala um Elaine? — Nei. — Af hverju ekki? Vegna þess að ég vil það ekki, svaraði hún, snerist á hæli og gekk að rúminu. Af hverju viltu það ekki? Frú Robinson tók rúmtenpið af rúminu og lét það detta á gólfið. — Er eitthvað í sambandi við hana sem ég veit ekki? spurði hann. — Nei — Nú, hvað er þá svona dul- arfullt? -—- Háttaðu þig. Benjamín yggldi sig og fór úr jakkanum. Hann lét hann falla á stólinn og fór svo að hneppa frá sér skyrtunni. — Segðu mér það, sagði hann. — Það er ekkert að segja. — Nú, hvers vegna er þetta þá orðið svona tabú umræðu- efni allt í einu? Frú Robinson fletti sænginni ofan af öðrum koddanum við höfðalagið. — Jæja, sagði Benjamín. — Ég sé ekki fram á annað en að ég verði að fara út með stúlk- una og reyna að finna út. . Frú Robinson rétti skyndilega úr sér, sneri sér að honum og starði á hann. — Benjamín, sagði hún, — farðu aldrei með hana út. — Hvað? — Skilurðu það? —Hvað? Ég hef alls ekki hugs- að mér að fara út með hana. — Gott. — Ég var bara að grínast. — Gott. — En af hverju skyldi ég fara út með henni? - Af því bara.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.