Vikan - 30.04.1970, Page 4
Það verður af engum heimtað,
sem honum er ekki lánað.
íslenzkur málsháttur.
# fólk í fréttunum
Lyndon Baines Johnson kom nýlega fram
fyrir almenningssjónir í fyrsta skipti eftir
sjúkrahússlegu, en hann hafði verið sett-
ur í rúmið vegna verkja í brjósti. Tilefni
þess að LBJ lét sjá sig á almannafæri
var að verið var að jarðsetja gamlan fé-
laga hans í Texas, Earl Rudder, hershöfð-
ingja, en sá hafði stjórnaði einni hættu-
legustu aðgerð D-dags; Rudder fór með
hina alræmdu hersveit, Second Rangers,
upp snarbrattan hamar 1 Normandý og
átti mjög stóran hlut í að „sigur“ vannst.
Johnson var viðstaddur jarðarförina, eins
og áður er sagt, og á eftir fylgdi hann félaga sínum til grafar, þar
sem látni hershöfðinginn var heiðraður með 21 fallbyssuskoti. Aðrir
viðstaddir voru sammála um að forsetinn fyrrverandi hefði grennst
nokkuð og náð sér í staðinn í nokkrar auka-hrukkur.
Það var gott að lögreglan var ekki á hött-
um eftir fíknilyfjum þann 26. október,
árið 1965, daginn sem Bítlarnir fengu
orðuna frægu úr hendi Bretadrottningar.
í nýlegu viðtali kemur nefnilega fram
að drengirnir fengu sér allir örlítinn reyk
af marijuana-sígarettu til að komast yfir
taugaóstyrkinn áður en þeir veittu meda-
líunum viðtöku. „Ef allt þefði verið eins
og það átti að vera,“ sagði John Lennon
við franska blaðið L’Express, „þá hefðum
við bara hlegið eins og bjánar. En maður
hlær ekki þegar maður þiggur orðu úr
hendi drottningarinnar. En við flissuðum einhver ósköp vegna þess
að við höfðum rétt lokið við að reykja marijuana inn á klósetti í
Buckingliam-höll. Við vorum svo taugaóstyrkir."
Hjálpi oss allar góðar vættir! Hver skyldi
hafa verið að halda fyrirlestur í Nash-
ville, Tennessee, annar en John T. Scopes,
sem síðast gerði slíkt í skólastofu í sömu
borg fyrir 45 árum síðan. Sú kennslu-
stund endaði á hinum frægu „aparéttar-
höldum“, því Scopes er enginn annar en
kennarinn sem leyfði sér að halda því
fram að mennirnir væru komnir af öp-
um og bar fyrir sig kenningar Darwins.
Var hann dæmdur, en síðan sýknaður, en
það er ekki fyrr en nú, þegar hann er
orðinn 69 ára gamall, að hann fær að
halda fyrirlestra opinberlega. Það var hinsvegar árið 1967 að hæsti-
réttur Bandaríkjanna nam úr gildi lögin sem bönnuðu að kenna
þróunarkenningu Darwins í skólum þar í landi. Scopes var hinn
ánægðasti að hafa endurheimt hið „akademíska frelsi“ sitt — en
hann lýsti því yfir að róttækir stúdentar væru ekkert annað en
„fasistar"!
Jarðarbúar
framtíðarinnar
Mengun er það vandamál nú-
tímans sem uggvænlegast þykir
og er ekki um annað meira rætt
og ritað þessa dagana. Fullyrt er,
að eftir aðeins tuttugu ár geti
enginn lifað í iðnaðarborgum
vestanhafs nema með því að
ganga stöðugt með gasgrímu. í
tilefni af þessari fullyrðingu, lét
þýzkt vikublað útbúa þessa mynd
með yfirskriftinn: Líta jarðarbú-
ar framtíðarinnar þannig út?
☆
Kvekararnir og Sámur
frændi
Samgöngumálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefur hingað til
skikkað sjónvarps- og útvarps-
stöðvar til að veita andstæðing-
um tóbaksreykinga ókeypis aug-
lýsingatíma til að berjast fyrir
málefni sínu strax á eftir sígar-
ettuauglýsingum. Nú hefur hóp-
ur Kvekara í Washington, D.C.
orðið til þess að fara fram á það
sama strax á eftir auglýsingum
frá stjórninni, þar sem hún hvet-
ur menn til að láta skrá sig í
herinn. Segja Kvekararnir að
herþjónusta sé „umdeilanlegt
atriði og til hæpins gagns“ og
krefjast þess að fá að hvetja
fólk til að ganga ekki í herinn.
Einhvern veginn höfum við á
tilfinningunni að krafa þeirra
nái ekki fram að ganga.
Konur vilja eiga sér uppá-
haldsdýr. Það er þess
vegna, sem svo margar
þeirra giftast.
Spældur fólksvagn
Nýlega var hafizt handa við
töku nýrrar Disney-myndar í
Þýzkalandi, og í því tilefni efndi
vikublað eitt þar í landi til sam-
keppni: Hver getur skreytt fólks-
vagninn sinn á frumlegastan hátt.
13000 manns tóku þátt í keppn-
inn og vitaskuld kenndi þar ým-
issa grasa. Sigurvegari varð ung-
ur maður sem lét sér detta í hug
að mála tvö spæld egg á bílinn
sinn, annað á toppinn og hitt á
húddið. Hann var verðlaunaður
með nýjum Volkswagen.
4 VIKAN
18. tbl.