Vikan


Vikan - 30.04.1970, Qupperneq 14

Vikan - 30.04.1970, Qupperneq 14
SMÁSAGA EFTIR EDGAR ALLAN POE Kötturinn minn hét Plutó. Hann var eftirlætið mitt og elti mig bókstaflega um allt húsið.... Á morgun á ég að deyja, og þess vegna ætla ég að létta á samvizkunni núna og festa á blað hina geigvænlegu sögu mína. ííg krefst þess ekki, að þið trúið mér, en ég er ekki brjál- aður, og mig er ekki að dreyma. Eg ætla að leggja fram fyrir augu veraldar greinargerð um það, sem hefur gerzt — ljóst og í stuttu máli, og skýringalaust. Líf mitt kann að sýnast hafa verið hversdagslegt og viðburða- laust, en sjálfum mér hefur það verið ógn og örvænting.... Frá barnæsku hef ég verið tal- inn mildur og skapþýður. Eg var svo viðkvæmur og hjartagóður, að kunningjar mínir ertu mig fyrir það. Mér þótti ákaflega vænt um skepnur, og annaðist af mikilli hugulsemi þær, sem foreldrar mínir gáfu mér. Fórn- aði öllum mínum frístundum fyrir þær, og aldrei leið mér eins vel og þegar ég var að gæla við þær og gefa þeim. Dýrin voru líka mesta ánægja mín eftir að ég komst upp, og þeir sem sjálf- ir hafa átt hygginn og tryggan hund, munu geta skilið, hvernig tilfinningar manns geta orðið til slíkrar skepnu. Eg giftist ungur og var svo heppinn að eignast konu, sem var líkt skapi farin og ég. Þegar hún fann hve vænt mér þótti um húsdýrin, útvegaði hún fleiri. Við áttum alifugla, gullfiska, fal- legan hund, kanínur, lítinn apa og venjulegan húskött. 14 VIKAN 18 «*• Kötturinn var einstaklega stór og fallegur, kolsvartur og af- bragðs vitur. — Konan mín var í eðli sínu mjög hjátrúarfull, og hvenær sem við töluðum um hve gáfaður kötturinn væri, fór hún að tala um gömlu þjóðtrúna um, að nornir og galdramenn breytt- ust í svarta ketti, þegar þeir hrykkju upp af. En varla mun henni þó hafa verið full alvara, ég læt þessa aðeins getið, því að mér datt það í hug einmitt núna. Kötturinn hét Plútó. Hann var uppáhaldið mitt, það var aðeins ég, sem gaf honum að éta, og hann elti mig um húsið, hvar sem ég fór. Það var meira að segja erfitt að láta hann ekki elta sig, þegar ég fór út. Árin liðu. Skaplyndi mitt breyttist nokkuð til verri vegar með árunum. Ég skammast mín fyrir að játa þetta — ég drakk, það var meinið. Með hverjum deginum varð ég dulari, ónota- legri, ónærgætnari og kærulaus- ari um tilfinningar annarra. Eg talaði eins og hrotti við konuna mína, og barði hana meira að segia stundum. Og húsdýrin, sem mér hafði alltaf þótt svo vænt um, fengu líka að kenna á skapsmunum mínum. Eg van- rækti ekki aðeins að hirða þau, heldur fór ég illa með þau líka. En ég bar enn svo mikla virð- ingu fyrir Plútó, að ég píndi hann ekki, en kanínurnar og ap- inn, og jafnvel hundurinn, fengu að kenna á mér, þegar ég skeytti skapi mínu á þeim. Loks var ég orðinn svo illa lyntur, að ég fór að skeyta skapi mínu á Plútó, en þá var hann líka farinn að verða gamall og örvasa. Eina nóttina kom ég mjög drukkinn heim úr einni kránni í bænum, og þá fannst mér kött- urinn forðast mig. Eg greip í hann — mjög harkalega. Hann varð hræddur og glefsaði laust í höndina á mér. Og þá varð ég undir eins hamslaus af bræði. Það var líkast og öll heilbrigð skynsemi flýði mig„ en í staðinn fylltist ég djöfullegri fúl- mennsku, sem stafað hefur af áfengingu. Eg titraði allur af bræði, dró sjálfskeiðinginn upp úr vasanum, opnaði hann, greip um hálsinn á vesalings kettinum og stakk með köldu blóði úr homim annað augað. Eg roðna þegar ég skrifa um þetta djöfullega heiftarverk — það fer hrollur um mig og svit- anum slær út á mér. Morguninn eftir, þegar ég hafði sofið úr mér og hafði vitk- azt aftur, var ég bæði sneyptur og með samvizkúbit út af þess- um glæp, sem ég hafði framið, en þó gagntók þetta mig ekki. Kötturinn lifði þetta af. Tóm augnaóttin var að vísu hræði- lega ljót, en kötturinn virtist pkki kvelíast lengur. Hann gekk um húsið eins og hann var van- ur, en lagði hræddur á flótta hvenær sem hann sá mig, og það var meir en skiljanlegt. Eg var enn svo hugsjúkur út af þessu, að mér leið illa að verða fyrir þessum viðbjóði af hálfu skepnu, sem áður hafði þótt vænt um mig. En þessi tilfinning breytt- ist smám saman í ergelsi og síð- an öfugsnúið hatur. Það var þetta, sem olli tortímingu minni að lokum. Það er afar undarlegt með þessa undirvitundar löngun eftir að kvelja sjálfan sig og fremja ranglæti aðeins ranglætisins vegna. Eg knúðist ósjálfrátt til þess að fullgera það hermdar- verk, sem ég hafði byrjað, á vesalings skepnunni. Einn morg- uninn renndi ég af yfirlögðu ráði snöru um hálsinn á kettinum og hengdi hann upp í tré. Já, ég hengdi hann með tárin í augun- um og með nístandi samvizku- kvölum — hengdi hann einmitt vegna þess, að ég vissi, að hon- um þótti vænt um mig, — af því að ég vissi, að ég hafði ekki snefil af ástæðu til að hata hann. Nóttina eftir þennan hraklega verknað vaknaði ég við hróp: Eldur í húsinu! Það brenn- ur! Húsið stóð í björtu báli, og munaði minnstu að við brynn- um inni. Það brann til kaldra kola, og ég missti allt, sem ég átti í veröldinni. Frá þeim degi greip mig botn- laus örvænting. Eg skal ekki fullyrða, að sam- band hafi verið milli illverknað- ar míns og húsbrunans. Eg segi aðeins frá því, sem gerðist, og ætla ekki að stela neinu undan. Daginn eftir brunann kom ég

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.