Vikan


Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 19
Erling laust kyrkislönguna högg mikið með stafnum, svo að hana hálfsvimaði. Síðan laut hann yfir pýþóninn og hugðist keyra hnífinn gegnum höfuð hans. En áður en hann kæmi því í verk, rankaði ormurinn við sér og tók að vefja sig utan um fætur andstæðingsins.... Erling mætti pýþóninum á troðningi ( runna- þykkni. Hann var þá byssulaus og hafði ekki ann- að vopna en staf og hníf. Laust hann kyrkislöng- una þegar högg mikið með stafnum, svo að hana hálfsvimaði. Síðan brá hann hnífi, Iaut yfir orm- inn og hugðist keyra blaðið gegnum höfuð hans. En áður en hann kæmi þvi í verk, rankaði pý- þóninn við sér og tók að vef ja sig utanum fætur andstæðingsins. En í sömu svipan rak Erling hnífinn gegnum höfuð slöngunnar, og hafði hún bana áður en hún fengi kramið hann neitt að ráði. Slangan mældist fjóra metra og áttatíu sentimetrum betur. Á dvalarárum sínum i Úganda hefur Erling Þeir cru heldur en ekki ábúðarmiklir 4 svip, þegar þeir stilla sér upp fyrir ljósmyndarann, strútarnir þeir arna — ekki ósvipað og ráðherrar við álíka tækifæri. fellt ekki færri en þrjátíu buffla, en þeir eru taldir hættulegri og árásargjarnari en nokkurt annað afriskt villidýr. Flesta þeirra hefur hann skotið sem „professional hunter", en það þýðir að hitt og þetta fólk hefur útvegað sér veiðileyfi og fengið Erling til að fella dýrin fyrir sig. Þennan morgun, sem hér um ræðir, er gert ráð fyrir að hitta einn slikan buffal. Erling Fosscr mcð vörtusvínið, sem hann lagði að velli um daginn. Burtgángur eins vörtusvíns í þetta sinn ætlar Erling að hefja veiðina frá Ljónahól, sem er lítil, ávöl hæð er hann hefur gefið þetta nafn sökum þess að Ijón halda þar oft til þegar þau eru á veiðum. Erling hefur margsinnis mætt þar Ijónum. Eitt sinn var Ijónið aðeins í tveggja metra fjarlægð, þegar hann varð Fáar skepnur fara fram úr gíraffanum í tíguleik, þar sem hann stikar um slétturnar háleitur og lang- stígur. þess var, en í öll skiptin var um að ræða Ijón- ynjur með hvolpa, og Erling er alltof vandur að virðingu sinni til að grípa til byssunnar við slik tækifæri. í þetta sinn verða engin Ijón á vegi Erlings og þeirra sem hann fyigir, og ekki laust við að þeir séu því fegnir. En uppi á hólnum finna þeir framfót af vörtusvíni, og það bendir greinilega til þess að allskammt sé síðan Ijón voru þar stödd. Frá hólnum sést svo kílómetrum skiptir i allar áttir útyfir gula og græna savönnuna. Sjónaukinn margfaldar sjóndeildarhringinn. Hin þjálfuðu augu Erlings hafa undireins upp á þeim dýrum, sem fyrirfinna sig í nágrenninu. Marga kílómetra frá er bufflahjörð á beit, áttatíu til hundrað dýr. Ekki þýðir þó að ætla sér að leggja til atlögu við þessar skepnur, því að vatnsmikil á skilur þær frá veiðimönnunum. Yfir ána kemst landróver- inn ekki, og engri átt nær að drepa dýr sem ekki er hægt að taka með heim. Buffall getur orðið allt að fimm hundruð kilóum að þyngd, og auðvitað geta veiðimennirnir hvorki borið eða dregið slikt hlass á sjálfum sér. Það verður þvi úr að svipast er um eftir ann- arri veiði. Dagurinn hitnar því meir sem sólin hækkar á lofti, og þegar um níuleytið fer svitinn að leka af veiðimönnunum. Þegar hafa nokkur dýr sést, þar á meðal nokkrir vatnabukkar, sem stara furðulostnir galopnum augum á mennina. En Er- ling hefur þegar skotið fullan sinn kvóta af þessum myndarlegu dýrum með hornunum hvössu og löngu, svo að þau fá að vera í friði. Síðar bera fyrir augu fimm vörtusvín, en þau hafa fyrir utan þrjá gnöllrandi bavíana sér til fylgdar hóp grísa, svo að þau fá einnig að lifa af þennan dag, að minnsta kosti fyrir Erling og félögum hans. Einstakt vörtusvín nálgast mennina varfærnislega, en hverfur ofan í jarðholu sína jafnskjótt og það gerir sér Ijóst að hætta er á ferðum. Veiðimennirnir hafa nú verið á göngu í stífu savönnugrasinu ( þrjá klukkutíma, og sólin er Framhald á bls. 36. 18. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.