Vikan


Vikan - 26.08.1971, Síða 8

Vikan - 26.08.1971, Síða 8
Þeir voru við fornleifarannsóknir í 1J ^ T3 t/> '53 n w i- . = ° = ro :0 E «* %° ■— — >1=2 <U T3 = V) 'E co co J2 O > e =s to » i- bfl o bfl ■c o +-• bfl o E 3 < CD < co < i= «o LU Dí < to u ^ o Við vorum nokkrir æv- intýramenn, sem höfðum stofnað félagsskap, sem við nefndum „Á takmörkum“, nafn, sem er alveg óskilj- anlegt, þangað til gefin er skýring á því. Meðlimir voru nefnilega allt menn, sem á einhvern furðulegan hátt liöfðu sloppið við dauðann, sem höfðu verið „á takmörkum“, og áttu eftir öllum mannlegum út- reikningum löngu að vera dauðir og grafnir. Þangað til þetta kom fyr- ir, sem ég ætla að skýra frá, hafði okkur tekizt að halda félaginu nokkuð út af fyrir sig. Formaðurinn hafði dottið úr flugvél og niður í heysæti, hið eina, sem var þar á margra kíló- metra svæði. Varaformað- urinn hafði bjargað sér upp á klett, um leið ogfjall- skriða rann niður báðum megin við hann. Sögur allra meðlimanna voru í svip- uðum stíl. En kvöld nokkurt voru teknir tveir nýir félagar i félagið, sem menn voru ekki beinlínis sammála um, að ættu þar heima. Við höfðum það fyrir sið, að liver umsækjandi skyldi segja sögu sína eft- ir miðdegisveizluna, sem við héldum mánaðarlega. Ef við tókum ekki söguna gihla, þá var lionum synj- að um upptöku með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Þetta umrædda kvöld kynnti Kolt majór fyrir okkur tvo menn, og hóf annar þeirra, Tiltman, sögu sina jafn- skjótt og við höfðum lokið miðdegisverðinum. Ilann hóf sögu sína með því að segja frá þvi, að hann væri fornleifafræð- ingur, og er faðir hans dó, hefði liann erft dálitla pen- ingauppliæð, sein gerði honum kleift að hefja sinn eiginn leiðangur, og hann hóf einsamall gröft i Ara- híu. Formaðurinn greip fram í fyrir honum og sagði, að það, sem okkur langaði til að vita, væri það, á hvern hált liann á- liti sig hafa sloppið við dauðann. „Dauðann á aftökupall- inum“, svaraði Tiltman. Þetta var nýtt hjá okkur og við horfðum á hann for- viða, og hann hélt áfram sögu sinni: „Ég lagði af stað frá Bagdad og fór upp Tigris- og Eufratdalinn, rannsak- aði það, sem grafið Iiafði verið áður og gróf sjálfur á nokkrum stöðum, en alll án þess að komast að neinni niðurstöðu eða ná neinum árangri. Ég var ungur og stór- huga, fremur draumóra- maður en beinlínis vísinda- maður. Mér var ekki nóg að geta fundið hlekki, sem fullkomnuðu það, sem þeg- ar var fundið. Nei, ég von- aðist eftir að geta fundið og afhjúpað eitthvað alveg nýtt og stórkostlegt. Það var auðvitað ákaflega heimskulegur draumur og fremur kostnaðarsamur, þegar það er athugað, að ég vann einungis fyrir eig- in fjármagn, án stuðnings vísindafélaga eða safna. Allur hinn gífurlegi kostn- aður við leiðangurinn kom peningum mínum til að hverfa eins og vatn i sand eyðimerkurinnar. En þá var það, sem ég liitti Sand- er“. Gjaldkeri félagsins geisp- aði. Það var lika von, að manni, sem hafði kútvelzt í bifreið sinni niður heila fjallshlíð í Belgíu án þess að fá á sig skrámu, þætli svona fornleifafræðileg lýsing leiðinleg. „Ilver var Sanders“? spurði liann. „Það var maðurinn, sem ég myrti“, svaraði Tiltman. Gjaldkerinn hætli að geispa og hætti á glasið hjá Tiltman. Nú fór hann að hafa gaman af sögunni. „Það var í smábæ, sehi heitir Kharmish, að ég liitti Sander. Hann var töluvert eldri en ég og liafði meiri reynslu, en hann þjáðist af sama æðinu og ég og vann að því að finna eilthvað nýlt og stórkostlegt, eitt- livað’, sem ætti að gera nafn hans frægt í fornleifafræð- inni. Ég hal'ði ákaflega mikla samúð með honum og var honum alveg sam- þykkur, þó með þeirri breytingu, að það var nafn- ið Tiltman, sem ég vildi gera lieimsfrægt. Sander hafði veriðheppn- ari en ég. Hann hafði raun- verúlega uppgötvað eitt- hvað nýlt og merkilegt. Iiann hafði fundið hæð á fljótsbakka og i þessari hæð virtist mega finna margt merkilegt, ef þar væri grafið. Sander var ljóst, hvað hann sennilega myndi finna þar. Ilann hafði á- stæðu til að halda, að i þessari hæð væru leifar hofa og víggirðinga frá mismunandi menningar- 8 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.