Vikan - 26.08.1971, Side 10
Ég átti mina dagdrauma um Robert, ljeið þar til myndirnar komu fram, ein af annarri
Ég var ein af þeim „sjálf-
stæðu, amerísku konum“, sem
er algerlega ósjálfstæð, nema ég
hafi einhverja styrka stoð til
að halla mér að, en þá er ég
líka sjálfstæð svo um munar.
Robert vissi þetta auðvitað
ekki, að minnsta kosti held ég
að hann viti það ekki. Ég er
nokkuð snjöll að dylja þenn-
an veikleika minn og hefi gert
mér mikið far um að halda
þessu leyndu með sjálfri mér.
Ég held að þegar hann hitti mig
fyrst, hafi hann haldið að ég
væri eins og margar amerískar
stúlkur, full sjálfstrausts. En
sannleikurinn er sá að ég kom
til Parísar með öll mín „skjöl“
í lagi. Ekki eingöngu nóga pen-
inga, heldur var ég hlaðin bréf-
um til vina pabba og mömmu,
að ég ekki tali um allar skóla-
systur mínar sem þar voru og
ég hafði alltaf haft samband
við. Ég var því sannarlega ekki
ein í framandi stórborg. Öll
þessi sambönd veittu mér ör-
yggi og ég verð að segja að
ég hafði aldrei verið ein, síðan
ég fór frá New York, nema að
eigin ósk.
Svo það var í fyrsta sinn, á
þessu rólega Nairobi hóteli, sem
ég fann hvað það var að vera
ókunn og óttaslegin í veröld
sem ég ekki þekkti, því nú var
ég svo sannarlega ein, meðan
Robert var í burtu. Já, ég hefði
auðvitað getað haft samband
við dýragarðaveiðimennina,
Robert hafði sagt að ég ætti
að skemmta mér og vera glöð,
— en hvernig gat ég það?
Nokkrir þessara manna voru
miklir á lofti, yfirleitt um fer-
tugt og nokkuð ruddalegir, og
ég var alltof.... ástfangin ...
eða hvað var þetta? Blekking?
Nei, ég sökkti mér í að skil-
greina sjálfa mig í sambandi
við þessa nýju reynslu, þenn-
an nýja mann (Robert), sem
var miklu sniðugri en ég sjálf,
eldri, vitrari og reyndari. Svo
ég hafði ekki mikla löngun til
að fara með þessum ókunnu
mönnum út að borða eða dansa.
Ég fékk matinn sendan upp á
herbergið mitt. Ég skrifaði í
dagbókina mína, las frönsk'u
blöðin, til að æfa mig og hafa
einhverja hugmynd um það sem
var að ske í kringum mig og
þegar ég hélt að mennirnir,
sem ég hafði kynnst í gegnum
Robert væru ekki á ferðinni,
þá laumaðist ég út að sund-
lauginni til að synda svolítið.
Þannig var það og þetta var
hræðilegur tími. Ég segi það
núna, en mér fannst það reynd-
ar ekki svo hræðilegt þá. Ég
átti mína dagdrauma um Ro-
bert, lokaði augunum og beið
þar til myndirnar komu fram
fyrir hugskoti mínu, fannst ég
finna hvernig hann vafði mig
örmum í svefni, en svefn minn
var oftast óvær. Stundum
dreymdi mig illa. Mér fannst
þetta löng bið. En þegar maður
bíður í vissunni um það að
draumar manns rætist, þá verð-
ur vonin að raunveruleika, rétt
eins og að leggja fé í örugg
hlutabréf. Auðvitað geta hluta-
bréf fallið í verði, en mögu-
leikarnir eru alltaf fyrir hendi
En það var ekki fyrr en ég
þaut út í auðnina aftur, til að
taka á móti flugvél Roberts,
í bíl, sem ég tók á leigu, að
það hvarflaði að mér hve bitur
sætleikinn gat orðið. Setjum
10 VIKAN 34. TBL.