Vikan


Vikan - 26.08.1971, Síða 11

Vikan - 26.08.1971, Síða 11
Lifðu lífinu Eg var farin að skilja að ástin getur orsakað vítiskvalir, - já, ég var viti mínu fjær... FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD. Sjötti hluti CANDICE nú svo, að hann hefði tapað áhuganum á mér, vegna ein- hverra ógnvekjandi atburða, sem liann hefði orðið vitni að. Storkið blóð gat kæft ástina. Ég vissi að ég gæti ekki af- borið ef ástríða hans væri horf- in og hann kæmi til mín aftur viðutan og hugsandi. Það myndi gera út af við mig af sorg! Ég myndi drepa mig á stundinni, — aka inn í fílahjörð eða fleygja mér fyrir krókódílana, ó, Guð, mér væri sama, ef ég gæti að- eins iosað mig við þessa kvöl. Ég var farin að skilja að ást- arkvölin er sárust allra kvala. Ó, já, ég var alveg brjáluð! Veiðimennirnir, sem eflaust vissu allt um okkur, en veltu þvi ef til vill fyrir sér hvort það var Robert eða Michael, sem ég var ástfangin af, óku mér út í auðnina, eða réttara sagt, fylgdu mér, því að ég ók sjálf, sömu leið og ég hafði ekið daginn óendanlega, Fegar Robert fór. Ég var óskaplega hrædd. Ég er ábyggilega ekki sköpuð til að vera frumbyggi. Ég, sem hughraust hafði gælt við stórt ljón, sem þeir reynd- ar sögðu að væri tamið, hefði dáið samstundis, ef eitthvert þessara villidýra hefðu orðið á leið minni. Þegar ég var orð- in ein, eftir að fylgdarmenn- irnir höfðu yfirgefið mig, hugs- aði ég að ég væri í raun og veru sjálfri mér nóg, „sjálf- stæð“ amerísk koria.... Ég ók með gát, svo hratt, að hin grimmu dýr gætu ekki elt mig uppi og nógu hægt, til þess að limlesta ekki sjálfa mig, ef ég félli í einhverja gjótuna í þess- ari hættulegu vegleysu. Úrið mitt sagði mér að ég væri of snemma á ferð og heil- brigð skynsemi að ég hefði ekki átt að flýta mér svo mikið. Ég hafði ofan af fyrir mér með því, að láta sem ég væri að leita að stæði í þvögu á stræfi í New York. Ég ók fram og aftur í leit að ímyndaðri smugu, en hjarta mitt hamaðist eins og pendúll í klukku af hræðslu við sléttuna og ótta við að eitt- hvað hefði komið fyrir vélina. Vélin átti að koma í ljós þarna á skýlausum himninum, eins og suðandi depill, öskra, eins og risavaxið skordýr, lækka flugið, eldspúandi eins og dreki. En svo kom hún skyndilega í ljós. Um leið og ég kom auga á hana, hætti ég ökuæfingum mínum og beið. Hjarta mitt, líkami og hugur stóð kyrrt; ég er viss um að blóðið hætti að fljóta um æðarnar. Nú var ekki lengur tími til að velta fyrir sér vandamálunum: ég varð að bíða og sjá. Endalausar ein- verustundir á hótelinu voru gleymdar, sama var að segja um efann og þrána. Ég sat þarna eins og hljóð harpa, sem beið þess eins að strengir henn- ar yrðu snertir, beið aðeins eft- ir því. Ég myndi ekki, nei, aldrei, geta sagt honum frá þeim dauða dofa, sem hafði heltekið mig þessa daga, meðan ég beið eftir honum. Ég hefði fjrrr skorið mig auma á háls. Ó, hve dá- samlegt hefði það ekki verið, ef ég hefði getað sagt: — Ástin mín, ég er búin að skemmta mér svo vel, séð svo marga dá- samlega staði! Ég var viss um að konan hans, því að nú vissi ég að hann átti konu, hefði hiklaust getað sagt það. Ég vissi að ég gæti sjálf aldrei sagt neitt slíkt. Ekki einu sinni í örvænt- ingu minni til að halda honum, til að komast til botns í sjálfri mér, eða til að öðlast eitthvað „raunhæft“ í lífinu. Já, já, mér fannst ég verða að halda hon- um. Ef ég fengi Robert, þá var eitthvað sem sagði mér að ég þyrfti aldrei að standa and- spænis einhverjum leyndar- dómsfullum, óyfirstíganlegum þröskuldum. .,. Robert bjargaði mér frá þessu sjúklega öryggisleysi, strax þegar hann stökk út úr vélinni. Hann var ennþá í þess- um hræðilega sauðskinnsjakka, óskaplega óhreinn, gráðugur í mat, drykk og bað, en fyrst og fremst í mig. Jafnvel faðir minn hafði aldrei sýnt svo mikla ánægju við að sjá mig, ekki einu sinni þegar barnfóstran min hafði horfið með mig í heimsókn til kunningja sinna, í stað þess að fara með mig í skemmtigarðinn, og við vorum þrjá tíma í burtu í staðinn fyr- ir einn. Nei, Robert hrifsaði mig til sín, já, hrijsaöi mig og ætlaði aldrei að sleppa mér. Ég vissi ekki hvort eitthvert kraftaverk hafði bjargað honum frá bráð- um bana, eða mér. En þetta var sannkölluð sameining sálna, ekki eingöngu lrkama. Sjáið til, nú stundum, þegar ég veit meira, þá held ég að við séum eins þegjftndaleg um sálræn efni og dýrin. Það eru reyndar engin orð til að lýsa óendan- legri væntumþykju, alúð, — ástúð. . en ástríðan er sér- stök málsvörn, reyndar árang- urslaus, þegar á reynir, því að þá skiptir ekkert máli, allt hverfur fyrir algleyminu. Sum- ir geta notið þess! Ég veit að Robert gerði það. En svo fann ég að konan hans var komin í huga hans, eins og morgun- stjarna, uppbúið rúm, nætuy- himinn. Það var þarna allt og beið hans. Fullkomin þægindi. En ég var ekki, er ekki þrótt- laus. Faðir minn kenndi mér að trúa staðfastlega því sem ég á annað H*rð tryði á, og ég trúði á Robert. Já, ég trúði á hann, jafnvel þegar hann sneri sínum andlegu tilfinninga- heyr nartækj um frá mér, eirís og hann gerði, þegaf flugvélin var að lenda í París. „Mesdam- es, Messieurs, nous allons att- errir dans quelques instants á Paris-Orly“. Og gleymið engu af farangrinum, sagði hún blessunin. Robert leit á mig, þegar við stóðum upp til að ganga út úr flugvélinni, kyssti mig á nefið og hvíslaði einhverju að mér, einhverju um að við værum nú komin til raunveruleikans. Já, hann kallaði mig ástina sína, til að dulbúa kænskuna, en ég vissi að hann hefði eins vel getað lírað af þessari ræðu við einhverja þjónustustúlku, unga frænku sína, eiginkon- una, aldraða ástmey, eða ein- hverja mér líka. — Þú hringir þá í mig í kvöld? spurði ég eins og bjáni. — Auðvitað, elskan. — Er það víst? Þegar hér var komið sögu þekkti ég minn Robert. Ég vissi að hann hafði notið mín. Hann hafði tekið mig auðveldlega. Ég hafði verið til að hressa upp á æsandi ferðalag og fyrir Ro- bert hafði ég örugglega aukið litaskrúðið. Ég var snoturt lita- spjald, ekki þannig að hann hafi ekki þekkt slíkt áður, en ég var „fersk“, ég var „ný“. Ég var óopnaður vatnslitakassi. Ég var óreynd, þótt ég vissi sitt af hverju. Þetta gerði mig fjúkandi vonda. Vissulega hafði ég verið innflutt munaðarvara. Mér varð flökurt, ég var ösku- vond og æst. Ó, ef tilfinningar mínar hefðu aðeins getað verið óbrjálaðar! Við yfirgáfum vélina, hvort í sínu lagi, hann hafði sagt mér Framháld á bls. 50. 34.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.