Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 17

Vikan - 26.08.1971, Side 17
Rose (til hægri) 8 ára gömul ásamt systur sinni Agnesi (til vinstri) og bróður þeirra, Tom. SAGA KENNED Y-BRÆÐRA og raunar fjölskyldunnar allr- ar er heimskunn. Meira hefur verið rætt og ritað undanfar- in ár um þessa óhamingjusömu fjölskyldu en nokkra aðra. Ein er þó sú persóna, sem minnst hefur borið á. Það er móðir þeirra bræðra, Rose Kennedy, fædd Fitzgerald. Hún varð átt- ræð í fyrrasumar, en er þó enn ern og ótrúlega ungleg eft- ir myndum að dæma. Nú hefur Rose Kennedy látið skrásetja endurminningar sinar, og hef- ur úrdráttur úr þeim þegar birzt í bandarískum blöðum. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði þeirra og fleira tínt til eftir öðrum heimildum um ævi þessarar merku konu. ROSE FITZGERALD KENNE- DY var á sama hátt og maður hennar, Joseph Kennedy, kom- in af blásnauðum, írskum inn- flytjendum. Afar beggja þeirra hjóna voru úr sama héraðinú í írlandi, Wexford. Þeir yfir- gáfu föðurland sitt og héldu til fyrirheitna landsins, Amer- íku, kornungir að árum. Þetta var á tímum hins mikla upp- Rose og Joseph Kennedy. Myndin er tekin áriS 1928, Rose er klædd samkvæmt tízku Dætur Johns Fitzgeralds borgarstjóra á skemmti- siglingu. Talið frá vinstri: Rose, sir Thomas Lipton, Eunice og Agnes. skerubrests í írlandi, þegar hundruð þúsunda leiguliða urðu hungurvofunni að bráð, og allir, sem vettlingi gátu valdið, tóku sig upp og héldu til Ameríku. Wexford-héraðið hafði ekki orðið eins hart úti og mörg önnur svæði í írlandi. En lánadrottnar mergsugu leigu liðana í Wexford því meir, sem minna var að hafa af íbúum annarra héraða, svo að lífið var orðið þeim óbærilegt. Sigling skipanna, sem fluttu írana yfir hafið voru sannkall- aðar glæfraferðir. Áhættan og spennan var mikil, því að allt- af mátti búast við, að skipin færust í hafi, en að þau næðu heilu og höldnu til hafnar. fr- arnir voru auðvitað á lakasta farrými, þar sem menn lágu hver um annan þveran og hita- sótt og aðrir sjúkdómar breidd- ust út eins og eldur í sinu. Morð voru oft framin um borð, stundum af sáralitlu tilefni. Afar þeirra hjóna, Patrick Kennedy og Thomas Fitzger- ald, komust báðir lifandi til fyrirheitna landsins. Er þeir stigu á land sáu þeir í hilling- um gull og græna skóga. En reyndin varð allt önnur. Flestra beið aðeins fátækt og þræl- Fra.mha.ld á bls. 37. 34. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.