Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 18
Enn eitt fórnarlamb poppheimsins: Jim Morrison, söngvari og stjórnandi bandarísku hljóm-
sveitarinnar DOORS.
Þegar undirritaður var skipti-
nemi á vegum ICYE í Bandaríkj-
unum 1967—68, stóð dýrð hljóm-
sveitarinnar DOORS í miklum
blóma. Var þó söngvarinn, Jim
Morrison, vinsælastur og alla daga
mátti heyra á WKYC (útvarpsstöð
í Cleveland) lög hljómsveitarinnar,
„Light My Fire" og „People Are
Strange".
Þegar ég kom til Ameríku vissi
ég ekki hver þessi Jim Morrison
var, hvað þá að ég hefði heyrt um
the Doors, en þegar „foreldrar"
mínir mjög amerískir voru á móti
Morrison og hljómsveit hans, var
ég viss um að þetta væri eitthvað
sem vit væri í. Enn þann dag í dag
er ég sömu skoðunar en í dag er
Jim Morrison horfinn á vit írskra
forfeðra sinna.
Hann lézt í París 3. júlí sl., að-
eins 27 ára gamall — eða jafn
gamall og þau Joplin og Hendrix
voru þegar þau dóu. Samkvæmt
upplýsingum umboðsmanns hans,
Williams Siddons, dó Morrison þó
eðlilegum dauðdaga, annaðhvort
úr hjartaslag eða lungnabólgu.
Morrison notaði ekki „eiturlyf" en
hann drakk stíft og hagaði líferni
sínu á margan hátt svipað og áð-
urtalin Joplin og Hendrix.
Siddons sagði blaðamönnum að
dauða Morrisons hefði verið hald-
ið leyndum þar til greftrun hafi
farið fram, vegna þess að „þeir
sem þekktu hann vel og elskuðu
hann sem persónu, vildu komast
hjá þeirri athygli og þeim skrípa-
leik serri umkringdi jarðarfarið og
dauða Joplin og Hendrix."
Hann var jarðaður 7. júlí —
sama dag og Louis gamli Arm-
strong dó — í svokölluðu Skálda-
horni í kirkjugarði í París. Við-
staddir jarðarförina voru einungis
nokkrir nánir vinir, auk Siddons og
konu Morrisons, Pamelu. Að vísu
höfðu þau Jim og Pamela aldrei
gifzt, í útjaskaðri merkingu þess
orðs, en vinir hans hafa sagt að
hún hafi verið hans eina fjölskylda.
Morrison hafði farið til Parísar
í marz á eftir Pamelu, en þau
höfðu áður slitið samvistum og
rifizt heiftarlega. Þau sættust og
hann varð svo ástfanginn af borg'-
inni að hann ákvað að setjast þar
að. Hann kom sér fyrir og hóf rit-
störf, var að skrifa kvikmynda-
handrit, og í bréfum til vina og
i mynd ar Morrison var tekin skommu aöur en hann lezt og um sama leyti kom ut LP-plata með Doors.
Platan fékk ekki góða dóma og einhver gagnrýnandi sagði að nú væri Morrison búinn að vera. Hann meinti
það ábyggilega ekki svona bókstaflega.
kunningja heima fyrir gat hann
þess að hann væri ánægður og
hefði fundið frið sem hann hefði
aldrei fundið fyrir áður. Bréf hans
báru þetta með sér á milli línanna,
það hefur öllum vinum hans borið
saman um.
Morrison var, eftir allt, ein villt-
asta poppstjarnan sem reis upp á
dýrðarhimininn þegar sýrurokkið
var sem vinsælast á árunum eftir
1966. Þegar Doors voru að hljóð-
rita sína fyrstu LP-plötu, eyðilagði
hann segulbandstæki i stúdíóinu
með þvl að henda á það sandi.
Eftir að hafa komið fram, átti hann
það til að bíta í hendur sínar . . .
oft þar til úr dreyrði.
I klúbbum drakk hann sig oft
„dauðan" og einhvern tíma var
hann handtekinn iyrir að hrópa
ókvæðisorð að flugfreyju nokk-
urri og henda í hana pappaglös-
um. Og í New Haven var hann
einu sinni handtekinn fyrir að vera
með „dónalega og ósiðlega sýn-
ingu" í búningsherberginu sínu.
Frægasta handtaka hans var
hins vegar í Miami, en þar var
hann ákærður fyrir að hafa sýnt
á sér „leynitólin" 6 hljómleikum
í Dinner Key Auditorium — þar
sem voru 12.000 manns. Hann
fékk sex mánaða dóm og $500
sekt, en hafði áfrýjað dómnum og
endanleg niðurstaða ekki fengizt
þegar hann dó.
Morrison var við nám í kvik-
myndagerð [ UCLA (University of
California, Los Angeles) þegar
hann hóf feril sinn með Doors og
Framhald á bls. 47.
18 VIKAN 34. TBL.