Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 19

Vikan - 26.08.1971, Side 19
Middle of the Road: Sally, lan, Eric og Ken. Ómar Valdímarsson heyra &ra má Það borgar sig yfirleitt ekki að þræta við kvenfólk. Þær hafa hvort eð er oftasf síðasta orðið. Meðlimir hljómsveitarinnar Middle of the Road ráku sig alla- vega á það. Skoðun söngkonunn- ar varð til þess, að í staðinn fyrir að lenda í skuldafangelsi, lenti lag hljómsveitarinnar, „Chirpy Chirpy Cheep Cheep" í efsta sæti brezka vinsældalistans og víðar, til dæmis hér á íslandi. Það eru að minnsta kosti fjórar aðrar útgáfur af laginu: Ein með höfundi þess, Lally Stott, önnur með Mac & Katie Kissoon, sú þriðja með House og loks hafa The Oters sungið og leikið lagið inn á plötu. En það eru Middle of the Road sem náðu lengst. En hvaða hljóm- sveit er þetta svo og hver er saga hennar? Meðlimir hennar eru fjórir: Söngkonan Sally Carr, lan Lewis sem leikur á gítar, bróðir hans, bassaleikarinn Eric Lewis (sem jafnframt er hljómsveitarstjóri) og trommuleikarinn Ken Andrews. — Undanfarin tvö ár hefur hljóm- sveitin verið á Italíu og nú eru þau nýkomin úr hljómleikaferða- lagi um Skandinavíu og fleiri Evrópulönd. Það var á Italíu að Lally Stott, höfundur lagsins, kom með það til þeirra og stakk upp á því að þau settu það á plötu þar í landi. „Við vorum upprunalega ekki hrifnir af laginu," segir Er- ic, „en svo var það Sally sem varð ástfangin af því og vildi taka það, þannig að þetta er í rauninni allt henni að þakka." Og því fór sem fór: Middle of the Road léku lagið inn á plötu fyrir RCA Italiana og síðar tók RCA í Bretlandi lagið upp á sína arma og gaf það út þar. Þegar það var, hafði hljómsveitin ekki beinlínis verið heimsfræg. „Þegar við kom- um til Ítalíu fyrir tveimur árum, bjuggum við í tjaldi og átum lítið annað en kjötbollur og franskar kartöflur," segir Eric og hlær við. „Svo fengum við loks vinnu á klúbb í Forte dia Marmie, sem er á norð-vesturströnd Ítalíu. Klúbb- eigandinn sagði okkur að við gæt- um verið hjá sér í tvær vikur og ef honum líkaði við okkur fengj- um við borgað, annars ekki." Til allrar hamingju líkaði eig- andanum við hljómsveitina og fljótlega upp úr því bauðst þeim hljómplötusamningurinn við RCA Italiana. Upphaflega kom hljómsveitin frá Glasgow í Skotlandi, þar sem Framhald á bls. 47. Brezka hljómsveitin WHO sendi frá sér nýja tveggja laga plötu ! síðasta mánuði, og heitir aðallag- ið „Won't Get Fooled Again". Hef- ur platan rokselzt, enda afburða- skemmtileg og sögð mest „com- mercial" plata sem WHO hafa sent frá sér um árabil. Til að aug- lýsa plötuna fór trommuleikari hljómsveitarinnar, Keith Moon, á Ijósmyndastofu með gömul undir- föt af mömmu sinni og sést árang- urinn hér til hliðar. Þá er ekki úr vegi að koma því að hér, að Bob Dylan sendi frá sér nýja tveggja laga plötu um sama leyti og hefur hún hlotið jafnvel enn betri viðtökur en WHO. Kallar Dylan lag sitt „Watching the river flow". ☆ 34.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.