Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 20

Vikan - 26.08.1971, Side 20
Hún sýndi honum verndargripinn. Terry átti hann, sagði hún . . . Lögreglumaðurinn spurði Ro- semary hvort hún vissi hvar bróðirinn væri staðsettur í þjónustunni. — Nei, það veit ég ekki, sagði hún, og síðan við Caste- vet-hjónin: — Hún sagði mér það hér um daginn í þvotta- húsinu. Sg heiti Rosemary Woodhouse. Guy sagði: — Við búum í 7E. -Eg er alveg sama sinnis og þér, frú Castevet, sagði Ro- semary. — Hún virtist svo ham- ingjusöm og vænta sér svo mik- ils af framtíðinni. Hún talaði svo vel um yður og mann yðar. Hún var svo þakklát ykkur fyr- ir allt, sem þið höfðuð gert fyrir hana. — Þakka yður fyrir, sagði frú Castevet og herra Castevet bætti við: — Það var fallegt af yður að segja okkur þetta. Það gerir okkur þetta svolítið létt- ara. Guy lagði aftur arminn utan um Rosemary og leiddi hana með sér til hússins. — Eg er svo harmþrungin yfir þessu, sagði Rosemary við Castevet- hjónin, og Guy sagði: — Þetta var hræðilegt, það var . . . Frú Castevet sagði: — Þökk fyrir. Og herra Castevet sagði eitthvað óðamála með miklu hvási, svo að ekkert skildist af því nema orðin „síðustu dagar hennar.“ Á mánudaginn fyrir hádegi, þegar Rosemary var að koma inn úr búðarferð og byrjuð að leggja frá sér vörurnar, var dyrabjöllunni hringt. Rosemary sá frú Castevet gegnum gægju- gatið, hvítt hár hennar í lokk- um undir bláhvítu sjali. Hún horfði beint framfyrir sig eins og hún væri að taka vegabréfs- mynd af sér í sjálfsala og biði eftir smellinum. Rosemary lauk upp. — Góðan daginn, sagði hún. —■ Hvað er þá að frétta? Frú Castevet brosti dapurlega. —• Allt sæmilegt. Má ég koma inn andartak? — Auðvitað, gerið svo vel. Rosemary opnaði dyrnar upp á gátt. Veikum en beiskum þef brá fyrir vit henni er frú Caste- vet gekk inn, sama þefnum og var af silfurverndargrip Terry- ar, sem fullur var af einhverju svampkenndu og brúngrænu. Frú Castevet var í nautabana- buxum en hún hefði heldur átt að vera í einhverju öðru. Hún var ógnarþrekin um læri og mjaðmir, sem þar að auki voru með stórum fitukeppum. Bux- urnar voru eirgrænar og upp úr vasanum stóð skrúfmeitill. — Mig langaði aðeins til að þakka yður, sagði frú Castevet. — Þér voruð svo elskuleg við okkur hérna um nóttina. Að hugsa sér að vesalings Terry skyldi segja yður, hve þakklát hún var okkur. Þér vitið ekki hvílík hughreysting það var fyrir okkur að heyra þetta, ein- mitt þegar við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, því að það var ekki laust við að hvarflaði að okkur að við hefðum komið illa fram við hana á einhvern hátt og rekið hana út í þetta, enda þótt að í bréfi hennar væri skýrt tekið fram að hún gerði þetta af frjálsum vilja. En það var engu að síður huggun að heyra yður segja þetta. Það var engu lík- ara en að Terry hefði viljað trúa einhverjum fyrir því, áð- ur en hún hvarf héðan. Rosemary laut höfði sam- þykkjandi, brosti og sagði: —■ Ó, minnizt þér ekki á þetta. Ég er fegin að ég gat orðið til ein- hvers góðs. — Líkið var brennt í gær- morgun, án nokkurrar viðhafn- ar, hélt frú Castevet áfram. — Þannig vildi hún hafa það. Nú verðum við að gleyma og halda áfram. Það verður ekki auð- velt, hún var okkur til svo mik- illar gleði, sérstaklega þar sem við eigum engin börn. Eigið þið einhver? — Nei, ekki er það. Frú Castevet leit inn í eld- húsið. — Ó, en fallegt, varð henni að orði. — Kastarholurnar sem hanga þarna á veggnum. — Eg sá þetta í blaði, sagði Rosemary. Frú Castevet litaðist um og spurði um málninguna og hve mikið Rosemary hefði borgað málurunum. Svo spurði hún: —■ Eruð þér með barni? — Ekki ennþá, sagði Rose- mary, — en ég vona að það verði jafnskjótt og við höfum komið okkur almennilega fyr- ir. —■ Það er dásamlegt, sagði frú Castevet. — Þið eruð ung og hraust. Þið ættuð að eiga fjölda af börnum. — Við höfum hugsað okkur að verða okkur úti um þrjú, sagði Rosemary. — Viljið þér líta á íbúðina? Frú Castevet fór í rannsókn- arferð um dagstofuna, svefn- herbergið og baðherbergið og spurði hvar þau hefðu fundið rúmlampana, hve gömul Rose- mary væri og hvort rafknúinn tannbursti væri betri en venju- legur. Rosemary fann að henni geðjaðist vel að þessari blátt áfram gömlu konu, sem talaði með gjallandi raust og ruddi spurningunum út úr sér for- málalaust. -—- Hvað gerir kallinn þinn? spurði frú Castevet, þegar hún var setzt við eldhúsborðið og farin að athuga verðlagið á ostru- og súpudósum. Rosemary sagði henni hið sanna og bauð kaffi. —■ Heyrðu Rosemary, sagði frú Castevet, svalg kaffið og hámaði í sig kökubita. — Sg er að þíða stóra steik, sem er alltof mikil fyrir okkur Roman. Getið þið Guy ekki borðað með okkur? — 'fg skal spyrja Guy, sagði Rosemary, — en ykkur er sjálf- sagt óhætt að reikna með okk- ur. Guy kom heim klukkan hálf- þrjú og var í vondu skapi. Um- boðsmaður hans hafði tilkynnt honum það sem hann hafði ótt- azt, að Donald Baumgart hefði fengið hlutverkið, sem hann sjálfur hafði nærri verið búinn að ná í. Rosemary kyssti hann, ýtti honum ofan í nýja hæg- indastólinn hans og setti fyrir hann smursneið með osti og 20 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.