Vikan


Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 24

Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 24
FINNSKA FJALL- KIRKJAN Ný kirkja í Helsingfors, sem byggð er ofan í klettaberg með hvolfþaki yfir, þykir einsdæmi í sögu kirkjubygginga. MEÐ YMSU MOTI byggja menn kirkjur skaparanum til dýrðar. Á meðan Hallgríms- kirkja reis af grunni í Reykja- vík og turn hennar teygði sig stöðugt hærra til himins, fóru Finnar öfugt að í sinni höfuð- borg: Þeir byggðu kirkju nið- ur í klett. Þessi nýja stein- kirkja í Helsingfors er vafa- laust einsdæmi í sögu kirkju- bygginga. Hún stendur efst á allstórri klettahæð í miðri borg- inni, er felld ofan í bergið og hvolfþak sett yfir. Verkfræð- ingar og arkítektar hafa unn- ið mikið afrek við smíði þess- arar óvenjulegu kirkju. EFNT TIL SAMKEPPNI ÞRTSVAR SINNUM í meira en hálfa öld hefur verið rætt um, hvað gera skyldi við Tempelplatsen, sem er op- ið svæði í Helsingfors, þar sem áðurnefnd klettahæð stendur. Umræðurnar hófust árið 1906, og var þá ákveðið, að á hæð- inni skyldi byggja stóra og mikla kirkju. Síðan leið aldar- fjórðungur, unz skriður komst aftur á málið. Árið 1932 var efnt til opinberrar samkeppni um teikningu að kirkjunni. Hún átti að vera stór í sniðum, þióna sem kirkja þingsins með- al annars og taka minnst 1500 manns í sæti. 57 tillögur bár- ust, en dómnefndin var ekki ánægð með neina þeirra. Árið 1936 var aftur efnt til samkeppni. Aðeins 23 tillögur bárust, en ein þeirra var valin. Hún var eftir prófessor J.S. Sirén og á meðfylgjandi mynd má sjá, að hún líkist nokkuð kirkjum Guðjóns Samúelsson- ar, meðal annars hinni frægu Hallgrímskirkju. Byrjað var að sprengja í bergið fyrir undir- stöðum hinnar miklu kirkju, en síðan skall stríðið á og frekari framkvæmdir stöðvuðust. Það var ekki fyrr en árið 1959, sem aftur var hafizt handa. Þá hafði mikið vatn runnið til sjávar; húsagerðar- listin tekið stakkaskiptum og smekkur manna breytzt. Teikn- ing Sirens prófessors þótti ekki lengur standast kröfur tímans, svo að efnt var í þriðja sinn til samkeppni árið 1960. Tekið var fram, að æskilegt væri að hrófla sem minnst við kletta- hæðinni; kirkjan átti að falla eins vel að umhverfinu og unnt væri. Það voru arkítektarnir Timo og Tuomo Soumalainen, sem sigruðu í samkeppninni og hin frumlega hugmynd þeirra um fjallkirkju. Framkvæmdir hófust árið 1968, og loks var kirkjan full- búin og vígð hinn 28. septem- ber árið 1969. Kostnaðurinn varð um 3.5 milljónir marka. Síðan hefur hún verið mikið notuð; fyrir utan guðsþjónust- ur og aðra kirkjulega starf- semi, streyma þangað ferða- Framhald á bls. 46. Myndir lýsa betur en orð hinni frumlegu fjallkirkju í Helsingfors. Efri myndin er tekin inni í kirkjunni, og sér upp að altarinu. Hráir klettavegg- irnir eru allt um kring og þar fyrir ofan loftgluggi og loks koparþak. Á neðri myndinni sést, hvernig kirkjan blasir við vegfarendum á Tempel- platsen. Hún fellur eins vel að umhverfinu og hægt er að hugsa sér. Gengið er inn i hana um neðanjarðargöng, sem sjást hér yzt til hægri. Þessi þverskurðarmynd sýnir vel, hvernig arkitektunum Timo og Tuomo Suomalainen hefur tekizt að gera sjálfan klettinn að kirkju. Jafnan er sneisafullt við guðsþjónustur i nýju kirkjunni. 24 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.