Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 27
URINDVERSKU
ELDHÚSI
MARINERAÐ
BLOMKALSSALAT
1 stórt blómkálshöfuð
2 tsk. salt
2 tsk. koriander
'/2 tsk. timian
1V2 dl salatolía
3 msk. sítrónusafi
1/2 dl fíntsöxuð rauð paprika
1 tsk. sinnepsduft
Þvoið blómkáiið vel, og skiptið því í smáar hríslur. Sjóðið blóm-
kálið í ósöltu vatni í 5 mínútur. Takið það upp og látið í skál.
Blandið olíu og sítrónu. Bætið í hinum ýmsu kryddum og paprik-
unni, hrærið vel saman og hellið yfir blómkálið. Látið síðan salat-
ið standa í tæplega viku, áður en þess er neytt en ekki í kæliskáp.
Salatið bragðast vel með fisk- og kjötréttum, en má einnig bera
fram sem lítinn forrétt.
MARINERAÐAR
SVÍNALUNDIR MEÐ
SINNEPSBRAGÐI
V2 kg svínalundir
Marinering:
1 msk. salt
1 msk. sykur
34 msk. sinnepsduft
Fyrir steikingu:
2 msk. smjör eða smjörlíki
1 V2 dl teningasoð eða vatn
Sósan:
1 dl rjómi
sósulitur
dál. kartöflumjöl
Nuddið kjötið með blöndu af
salti, sykri og sinnepsdufti. —
Setjið kjötið í skál og látið bíða
í 2 daga á köldum stað. Snúið
kjötinu nokkrum sinnum á dag.
Steikið kjötið á pönnu án þess
að þerra af þvi og hellið yfir
það því sem í skálinni er af
marineringunni og teningasoð-
inu. Látið kjötið steikjast undir
loki í ca. 20 mín. Takið kjötið
upp og jafnið soðið með rjóm-
anum og dálitlu kartöflumjöli ef
vill. Skerið kjötið í sneiðar og
berið fram á steiktum kart-
öflum, sbr. réttinn á undan.
SVÍNALUNDIR
FLESK f FORMI
FLESK í FORMI
2—3 gulir laukar
2—3 msk. smjör eða smjörlíki
8—10 soðnar kartöflur
salt og pipar
1 ds. tómatar eða nýir ef fyrir
hendi eru
200 gr flesk
rósmarin og timian eða
basilkum eða oregano
Flysjið og skerið laukinn í þunn-
ar sneiðar og sjóðið mjúkan í
smjöri í ca. 10 mínútur. Flysjið
og sneiðið kartöflurnar og setj-
ið þær í eldfast form. Saltið og
piprið og setjið laukinn ofan á.
Setjið síðan tómatana ofan á í
sneiðum og að síðustú flesk-
sneiðarnar skornar í tvennt. —
Stráið að síðustu einhverju af
jurtakryddinu yfir og látið standa
í 225° heitum ofni í ca. 25 m(n.
SVÍ N AKÖTELETTU R
MEÐ SVEPPUM OG
HVÍTVÍNSSÖSU
6 svínakótelettur með beini
600 gr sveppir
V2 Itr þurrt vín
1 Itr teningasoð
salt og pipar
steinselja
hveiti
Nuddið kóteletturnar með salti
og pipar. Dýfið þeim í hveiti og
brúnið þær í olíu á báðum hlið-
um. Setjið síðan hreinsaða svepp-
ina á pönnuna og steikið. Steik-
ið þetta í mjög lítilli feiti —
hellið af því sem er umfram.
Bætið nú víninu á sem á að
sjóða þar til helmingurinn hef-
ur gufað upp. Það fer inn í
kjötið og gefur því mjög Ijúf-
fengt bragð. Bætið e. t. v. ör-
litlu soði á. Aður en borið er
fram eru nokkrar msk. af smjöri
settar á pönnuna og söxuð stein-
selja.
34. TBL. VIKAN 27