Vikan


Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 32

Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 32
VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. Viðartegundir: eik, askur, álmur, fura, vaí- hnota, teak, caviana, palisander o. fl. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota). * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. Nú getur húsmóðirin sjálf húðað pönn- ur og potta. Merca-húðun er auðveld, og endist leng Látið Merca vinna með yður. Heildsölubirgðir: FJÖLVÖR HF. Grensásveg 8. Sími 31444. STJÖRNUSPA HRÚTS- MERKIÐ 21. MARZ - 20. APRÍL Þú átt í nokkrum erfið- leikum með að komast til botns í gerðum ákveðinnar persónu og veldur það þér tals- verðum heilabrotum fram eftir vikunni. Miklar líkur eru á að í vikulokin hafirðu tölu- verð verðmæti milli handanna. NAUTS- MERKIÐ 21. APRIL • 21. MAÍ Þú stofnar til kynna við fólk sem þú átt margar samverustundir með, þótt leiðir ykkar skilji von bráðar. Ýmsir persónulegir erfiðleikar verða á vegi þínum og ættirðu að skipuleggja tíma þinn betur en hingað til. TVIBURA- MERKIÐ 22. MAÍ — 21. JÚNÍ Þú ferð með kunningj- um þínum í skemmti- ferð sem tekur nokkra daga. Konur sem fædd- ar eru milli 3.—20. munu verða fyrir ein- hverju eftirminnilegu. Persóna nokkuð yngri en þú kemur talsvert við sögu. KRABBA- MERKIÐ 22. JÚNÍ — 23. JÚLf Þú verður fyrir óvænt- um skakkaföllum. Þú getur bráðlega lokið við verk sem þú hefur verið tafinn frá um tíma. Þú verður fyrir barðinu á einhverjum slúðrurum en það nær þó ekki að skaða þig. LJONS- MERKIÐ 24. JÚLf — 24. ÁGÚST Líkur eru á að þú græðir eitthvað á því að félagi þinn skorast und- an merkjum. Þú verður fyrir einhverju tjóni en getur þó glatt þig við tiltölulega góða útkomu sökum snarræðis þíns. Heilsufarið verður með góðu móti. MEYJAR- MERKIÐ 24. ÁGÚST — 23. SEPT. ð Einn kunningja þinna hefur mjög undarlega framkomu og áttu erf- itt með að komast að því hvað hann hyggst fyrir. Þér er bezt að ganga ekkert á hann og halda þínu striki. Um helgina dvelurðu mikið útivið. -mm VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. 23. OKT. .'WtJ Undanfarið hefurðu verið mikið utan við þig og fremur leiðin- legur í umgengni. Þú vinnur mikið við verk- efni sem þarfnast mik- illar yfirlegu og mikils tíma. Hætt er við að þú verðir fyrir nokkrum töfum. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. 22. NÓV Vinur þinn færir þér fréttir sem leiða af sér að þú getur slegið tvær flugur i einu höggi. Þú færð smá upphæð til eigin ráðstöfunar frá lítt kunnum aðilum, fyrir lítið viðvik. Þiggðu heimboð á föstudags- kvöldið. I BOGMANNS MERKIÐ 23. NÓV. — 21. DES. Varastu að skemmta þér í of stórum hópi, og ef þú hyggur á ferða- lög ættirðu mjög að takmarka tölu ferða- félaganna. Óveðurs- blikur eru á lofti í einkamálum þinum. Taktu ráðleggingum þér eldri og vitrari manna. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Þú kemst í erfiða að- stöðu við að velja og hafna, en sökum tíma- skorts þá velurðu auð- veldustu leiðina, þrátt fyrir að hún þýði ef til vill nokkurt fjárhags- leg tjón. Vinur þinn kemur til til hjálpar á ellefu stundu. VATNSBERA- MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. Vertu dálítið alúðlegri í umgengni og minnstu þess að sýna samferða- fólkinu tilhlýðilega virðingu, jafnvel þótt þér sé það ekki sérlega eiginlegt. Leggðu mikið kapp á að fullkomna framkomu þína og háttu. fiska- merkið 20. FEB. — 20. MARZ Þú lendir í klemmu milli tveggja aðilja sem toga í þig úr tveim átt- um. Þú færð óvænt og ef til vill óverðskuldað hrós fyrir verk þín, en það ætti að verða til að minna þig á að það borgar sig að vanda sig. 32 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.