Vikan


Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 33

Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 33
E'rnu sírvrví ARRA og svo aítur og aftur... AKRA smjörlíki er ódýrt og bragðgott á brauðið, laust við þetta vanalega smjörlíkisbragð; allt- af auðvelt að smyrja það; harðnar ekki í ísskáp, bráðnar ekki við stofuhita. Ekkert er betra á pönnuna, það spraut- ast ekki. — Úrvals smjörlíki í allan bakstur. AKRA SMJÖRLÍKI ER VÍTAMÍNBÆTT, MEÐ A- OG D-VÍTAMÍNUM. AKRA smjörlíki er íslenzk framleiðsla, frá SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY. Sími 26400 KARL OG BIRGIR. Sími 40620 BARN ROSEMARY Framháld af bls. 22. konunum frá því að Terry hefði sýnt henni hana. En rétta augnablikið til þess leið hjá. — Það græna innaní er tann- isrót, sagði frú Castevet. — Það ber með sér hamingju. Ekki þó fyrir Terry, hugsaði Rosemary og sagði: — Hún er voðalega falleg, en ég get ekki tekið á móti henni. — Það hefurðu þegar gert, sagði frú Castevet og stoppaði í brúnan sokk. — Settu hana upp. — Jæja þá, ég þakka fyrir, sagði Rosemary. Hikandi dró hún keðjuna niðuryfir höfuð sér og lét kúluna falla innundir blússuna. Hún féll niður á milli brjósta hennar, var andartak köld og óþægileg. Eg tek það af mér þegar þær eru farnar, hugsaði hún. Laura-Louise sagði: — Það er góður vinur okkar sem hef- ur gert keðjuna. Hann er tann- læknir á eftirlaunum og stund- ar gull- og silfursmíði í frí- stundum. Þú hittir hann áreið- anlega hjá Minnie og Roman eitthvert kvöldið, því að það er alltaf svo gestkvæmt hjá þeim. Þú átt áreiðanlega eftir að hitta alla vini þeirra, alla vini okk- ar. Rosemary leit upp frá handa- vinnu sinni og sá að Laura- Louise roðnaði eins og af feimni. Minnie var önnum kaf- in við að stoppa í og virtist annars hugar. Laura-Louise brosti og Rosemary brosti á móti. Kvöldið varð mjög skemmti- legt. Þær skröfuðu um allt mögulegt. Guy kom heim klukkan ellefu, rólegur og í furðumiklu jafnvægi. Hann kastaði kveðju á gömlu kon- urnar og kyssti Rosemary á kinnina. Minnie sagði: Ellefu, hamingjan góða. Komdu, Lau- ra-Louise. Laura-Louise sagði: — Komdu og heilsaðu upp á mig þegar þér sýnist, Rosema- ry. Ég bý í Tólf-F. Svo stungu gestkonurnar báðar handavinn- unni sinni niður í pokana og fóru sína leið. — Voru sögurnar hans jafn- skemmtilegar nú og í gær? spurði Rosemary. —' Já, sagði Guy. — Hefur kvöldið verið skemmtilegt hjá þér? — Ójújú. Ég afkastaði litlu. En ég fékk gjöf. Hún sýndi honum verndar- gripinn. — Terry átti hann, sagði hún. — Hún sýndi mér hann. Lögreglan hlýtur að hafa — skilað honum. — Hún hefur sennilega ekki haft hann á sér, þegar hún stökk, sagði Guy. — Það hefur hún áreiðan- 34. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.