Vikan


Vikan - 26.08.1971, Síða 44

Vikan - 26.08.1971, Síða 44
KLIPPIÐ HÉR Pöntunapseðill Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, [ því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). .... Nr. 26 (9472) Stærðin á að vera nr... .... Nr. 27 (9476) Stærðin á að vera nr. .. Víkan - Símpiicíiy Nafn Heimili KLIPPIÐ HÉR inn þingmaður þess sama kjör- dæmis og dóttursonur hans varð fulltrúi fyrir fimmtíu ár- um síðar og hóf þar með stjórn- málaferil, sem endaði með því, að hann varð fyrsti kaþólski forsetinn í Bandaríkjunum. Þetta var að sjálfsögðu John Fitzgerald Kennedy. Roseminn- ist þess með stolti í endur- minningum sínum, að faðir hennar hafi verið eini þing- maður demókrata í Nýja Eng- landi og eini kaþólikkinn á HÁRtAKK UHU FðLKSIHS þingi, er hann sat þar sitt fyrsta kjörtímabil. Rose bjó við góð. kjör og mikið öryggi í æsku. Heimilið var glæsilegt og góð reglusemi og hæfilega strangur agi ríkti þar. Faðirinn var dýrkaður eins og guð, en móðirin annaðist um heimilið og börnin að öllu leyti, enda Honey Fitz tíðum að heiman, oft langdvölum í Wash- ington, á meðan þingið starf- aði. Josie, móðir Rose, var þög- ul kona og hagsýn. Rose segir, að hún hafi verið gædd heil- brigðri skynsemi í afskaplega ríkum mæli og lítið gefin fyrir tilfinningasemi og væmni. „Hún sá enga ástæðu til að gera veð- ur út af hlutunum", segir Rose. „Hún stóð alltaf teinrétt og hnar reist hvað sem á gekk. Ekkert gat raskað hinni stóísku ró hennar“. Rose er talin líkjast föður sínum mjög, en þó mun hún hafa erft kjarkinn og ró- semina frá móður sinni. Hún hefur aldrei látið bugast, allt- af staðið upprétt, þótt fjöl- skylda hennar hafi orðið fyrir fleiri og þyngri áföllum en flestar aðrar. Vegur Honey Fitz hélt áfram að vaxa. Hann var kosinn borg- arstjóri í Boston oftar en einu sinni og ekki munaði nema hársbreidd, að hann væri kos- inn öldungadeildarþingmaður. Keppinautur hans, Henri Cab- ot Lodge, sigraði naumlega í sögulegri viðureign. En löngu seinna hefndi Kennedy-ættin eftirminnilega ósigurs Johns Fitzgeralds. Sonarsonur Henri Cabot Lodge og alnafni féll fyrir dóttursyni Johns Fitzger- alds og nafna, John F. Kenne- dy, í kosningum til öldunga- deildarinnar árið 1952. Honey Fitz hafði mikið álit á forseta Bandaríkjanna á þess- um árum, McKinley. Hannhafði kynnzt honum lítillega og dáði hann mjög. Eitt sinn fór hann í heimsókn til Hvíta hússins og hafði dætur sínar með sér, Rose og Agnesi. Þær voru þá sjö og fimm ára gamlar. For- setinn varð hrifinn af fegurð Agnesar og sagði við hana: „Þú ert fallegasta stúlka, sem nokkurn tíma hefur komið í Hvíta húsið“. Rose hefur oft sagt þessa sögu, enda hefur þetta atvik greipt sig í huga barnsins. Hún bætir því stundum við, að þeg- ar John sonur hennar hafi heyrt söguna, í bernsku, hafi hann sagt: „Hvers vegna sagði forsetinn þetta ekki við þig, mamma“? Rose vissi það reyndar, áður en hún heyrði það af vörum sjálfs forsetans, að Agnes var miklu fallegri en hún. Sjálf gat hún alls ekki talizt ófríð, en Agnes var gullfalleg, og all- ir höfðu orð á því, þegar þeir sáu hana. Rose segir, að feg- urð Agnesar systur sinnar hafi vakið skelfingu hjá sér í æsku. Góðu heilli hafði hún þó skap- styrk til að bregðast við þess- ari staðreynd forsjónarinnar, sem ekki varð breytt. Hún á- kvað snemma að ávinna sér sjálf ýmsa kosti — og verða þannig fremri Agnesi. Henni tókst að verða fremri henni einkum í tvennu: Hún •var gædd miklum námsgáfum og gekk miklu betur við skóla- nám. Og í öðru lagi naut hún meiri aðdáunar hjá föðurþeirra, og gerði allt sem hún gat til að þóknast honum. Á þessum árum var ekki orð- inn siður, að stjórnmálamenn létu eiginkonur sínar taka þátt í stjórnmálastarfinu. Þeirþurftu ekki einh sinni að hafa þær með sér við móttökur og á op- inbera kjósendafundi, enda höfðu konur enn ekki hlotið kosningarétt á þessum árum. Hins vegar gerði Honey Fitz dóttur sína snemma að aðstoð- armanni sínum í pólitíkinni. Þegar hann hélt ræður á kosn- ingafundum, fór Rose með hon- um, stóð á bak við tjöldin á meðan hann flutti ræðu sína og aðstoðaði hann á ýmsan hátt. Og einu sinni hafði hann hana með sér, þegar hann kom fram opinberlega. Þetta vákti athygli; það kom meira að segja mynd af borgarstjóranum og dóttur hans í einu dagblaðanna. Eftir þetta vildi Honey Fitz hafa Rose með sér við sem flest há- tíðleg tækifæri. Þannig kynnt- ist Rose snemma völundarhúsi stjórnmálanna, og hefur fylgzt með á því sviði allar götur síð- an. Pierre Salinger, blaðafull- trúi Kennedys forseta, sagði eitt sinn: „Hún veit bókstaflega allt, sem viðkemur pólitik“. Þegar Rose var sautján ára gömul, varð hún ástfangin af ungum og myndarlegum manni. Það var ekki í fyrsta skiptið. Árið áður hafði hún hitt ung- an mann, og vildi giftast hon- um þegar í stað. En föður henn- ar leizt ekki á ráðahaginn, og Rose varð að láta sér nægja, að þeim yrði stíað í sundur. Nýi elskhuginn var Joseph Kennedy, sonur Patriks Jos- ephs Kennedy, sem hafði tek- izt af eigin rammleik að hefja sig upp úr fátæktinni og kom- ast til vegs og virðingar á sama hátt og Honey Fitz. Feður þeirra voru samherjar í póli- tíkinni, en þó fór ekki sérlega vel á með þeim. Þeir áttu illa skap saman, enda ólíkir um flest. Patrick Joseph var ekki jafn félagslyndur og glaðvær og landar hans. Sumum þótti hann of strangur og siðavandur. Meðan félagar hans í stjórn- málunum skemmtu sér við, glaum og glys og reyndu að njóta aðstöðu sinnar og upp- hefðar, sat hann heima í kyrrð og næði á síðkvöldum, las sögu Bandaríkjanna og lagði syni sínum lífsreglurnar. Það bætti 44 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.