Vikan


Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 45

Vikan - 26.08.1971, Qupperneq 45
ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING 71 Sýningarfreyjur leiðbeina sýningargestum. STÆRSTA SÝNING Á ISLANDI 900 AÐILAR SYNA Á 6000 FERMETRUM • Stór sjávarútvegssýning ® Brezk samsýning • Dönsk samsýning • Tízkusýningar íveitingasal Poptjald • DregiS daglega í Gestahappdrætti sýningar- innar um 2 sæti í flugferð umhverfis landiff með Flugfélagi íslands. • Hvers konar heimilis- búnaSur • Sumarhús og sportvörur 26. ÁGÚST — 12. SEPTEMBER SÝNINGAHÖLLINNI LAUGARDAL ekki sambúð þeirra, að Patrick Joseph sætti jafnan færis að lýsa vanþóknun sinni á sið- lausu líferni Honey Fitz. John Fitzgerald var sannarlega glað- vær, eins og margir írar, kunni að meta gott whisky og söng og dansaði uppi á borðum veit- ingahúsanna, þegar hann fagn- aði kosningasigrum sínum. Þótt Kennedy- og Fitzgerald- ættirnar væru báðar komnar af blásnauðum, írskum innflytj- endum, eins og fyrr er sagt, og staða þeirra og efnahagur nokkurn veginn jafn, voru framavonir Johns Fitzgeralds miklar og metnaðurinn taum- laus. Hann var ekki hrifinn af því að tengjast Kennedy-fjöl- skyldunni og leit hálfpartinn niður á hana. Hann hafði ætlað Rose dóttur sinni mannsefni af miklu tignari ættum. En hinn ungi Joseph Kenne- dy hafði þegar öðlazt nokkurn frama, því varð ekki neitað. Hann hafði lokið prófi frá Har- vard-háskólanum. Og þegar hann aðeins 25 ára gamall varð bankastjóri, meira að segja yngsti bankastjóri landsins, óx hann mikið í áliti hjá Honey Fitz. Smátt og smátt breyttist viðhorf borgarstjórans og loks samþykkti hann ráðahaginn. Þau giftu sig 7. október árið 1914 og höfðu þá þekkzt og ver- ið saman í sjö ár. Þar með höfðu tvær auðugustu og vold- ugustu írsku fjölskyldurnar í Boston sameinazt. ☆ FINNSKA FJALLKIRKJAN Frarnhald af bls. 24. menn og arkítektar alls staðar að úr heiminum — til að skoða þetta furðuverk nútíma kirkju- byggingarlistar. ALTARISTAFLAN ER KLETTAVEGGUR Kirkjan er engin smásmíði. Hún er 11000 rúmmetrar að stærð, 40 metrar þar sem hún er breiðust og lofthæðin er 10 —13 metrar. Nóg birta er í kirkjunni frá loftglugga, sem er allt í kring neðst í hvolf- þakinu. Þakið er 25 metrar í þvermál, steypt úr járnbentri steinsteypu og lagt með kopar. Nýtísku hitakerfi og loftræst- ing sér til þess, að þarna er góður hiti og gott loft eins og í hverri annarri byggingu. Og það ríkir alger kyrrð í stein- kirkjunni, enda þótt hún standi í miðri stórborg með umferð- arþys og skarkala. Það kvað vera með afbrigð- um einkennilegt og áhrifamik- ið að koma inn í þessa nýstár- legu kirkju. Veggir hennar eru ekki annað en hráir, sprengdir klettar og íburður eða skraut fyrirfinnst hvergi. Engin altar- istafla er þarna til dæmis, held- ur aðeins klettaveggur látinn nægja. Meira að segja skírnar- fonturinn er gerður úr kletta- drang. Til þess að koma í veg fyrir, að óviðkomandi gangi á loft- glugganum, hefur verið hlað- inn múr allt í kringum kirkj- una að utan úr steinblökkum, sem fengust, þegar sprengt var fyrir kirkjunni. Að utan er kirkjan afar einföld og fellur eins vel að umhverfinu og hægt er að hugsa sér. Það þarf ekki að kvarta um lélega kirkjusókn i nýju finnsku fjallkirkjunni. Þótt hún taki tæplega þúsund manns, þegar kór og hljómsveit er meðtalið, er ævinlega sneisafullt við hverja guðsþjónustu. Mönnum leikur eðlilega hugur á að koma í svo frumlegar vistarverur, enda andrúmsloftið sérkenni- legt og hátíðleg stemning kvað ríkja, þrátt fyrir einfaldleik- ann og klettaveggina. ☆ Góðir bílar tnjggja skemmtilegt ferðalag. Bilaleigan TÝR^ SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) 34. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.