Vikan


Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 49
þessir þrír höfðingjar tengdust fjölskylduböndum. 1946 gekk Ónassis að eiga Tínu, yngri dóttur Lívanosar; Níarkos tók þá eldri, Evgeníu, sem þá var nítján ára að aldri. Hún varð ástfangin af honum við fyrstu sýn. í nóvember 1947 voru þau vígð saman í grísk-orþódoxu dómkirkjunni í New York. Þá var Stavros Níarkos þrjátíu og átta ára. Sagan segir að allir brúð- kaupsgestirnir hafi verið með áberandi gleðibragði, eins og slíkum degi hæfir, að einum undanteknum, sem fýlan lak af. Hann ber hið stórfenglega og í almannavitund nokkuð mótsagnakennda nafn Aristó- teles Sókrates Ónassis. Hann hafði sjálfur ætlað sér Evgen- íu, þar eð hún var eldri og því viss með að fá hærri heiman mund. Að vísu hafði hann kvænst Tínu heldur en ekki neitt, en upp frá þeim degi voru þeir Níarkos féndur. Uppfrá þessu sátu þeir sig aldrei úr færi til að troða hvor öðrum um tær. Sem dæmi má nefna að sumrin 1950 — 1953 höfðu þau Tína og Ónassis á leigu höll að nafni de la Croe í Antebes á Cote d’Azur, og er það slot sagt í röð hinna allra eftirsóttustu og glæsilegustu. Þau hjónin urðu ákaflega elsk að höllinni og létu sig ekki muna um að borga fyrir hana þrjár milljónir króna í leigu á ári. En 1954 bar svo til að fótgetinn á staðnum tók hús á þeim án minnsta fyrirvara og lét bera þau út. Skýringarinn- ar var ekki lengi að leita: Ní- arkos hafði svo lítið bar á keypt höllina fyrir um sjötíu og fimm milljónir króna. Ónassis kvað hafa orðið fölur sem gras af bræði og skömm. Ekki vantar að það hafi ver- ið borið á Níarkos að hann hafi kvænst Evgeníu til fjár, én það stenst varla með tilliti til þess að áður var hann ekki vanur að hirða hót um efnahag brúða sinna. Og þegar hann kvæntist í þriðja sinn, var hann einmitt nýbúinn að græða ævintýraleg- ar summur á braskinu með Li- berty-skipin, svo að honum var síður en svo fjár vant. Þriðja hjónaband Níarkosar virtist ákaflega hamingjusamt. 1952 fæddi Evgenía manni sín- um son, sem skírður var Philip. Á næstu árum bættust fjöl- skyldunni enn tveir synir og ein dóttir. Níarkos gerði konu sinni allt til eftirlætis og sá henni fyrir félagsskap fólks eins og hertogans af Windsor, Friðriku Grikkjadrottningar og Herberts von Karajan. Atvinnurekstur Níarkosar gekk nú svo vel að naumast þótti einleikið, og í frístundum var hann meðal beztu skíða- manna í St. Moritz, einn djarf- asti siglarinn á Miðjarðarsjó, einn markvissasti stórvillidýra- veiðimaðurinn í Afríku, frá- bær sundmaður, vatnaskíðari, bílstjóri, flugmaður á eigin einkaþotu — og þar á ofan drykkjumaður mikill. Þegar í æsku var hann orð- inn ærið drykkfelldur, og þeg- ar hér var komið lét hann sig ekki muna um að tæma viskí- flösku á kvöldi — auðvitað allt- af af beztu og elstu tegund. Sumir vinir hans halda því fast fram að allur þessi drykkju skapur hafi aldrei dregið hið minnsta úr sjálfsstjórn hans, svo sennilegt sem það er nú. Þessvegna, segja þessir sömu vinir, er óhugsandi að Níarkos hafi kálað lífsförunaut sínum í brennivínsæði, eins og flogið hefur fyrir. Níarkos hélt upp- teknum hætti um framhjáhald í þriðja hjónabandinu, en með meiri leynd en áður. Auðæfa sinna hafði Níarkos aflað á næsta vafasaman hátt, eins og ljóst má vera af fram- an skráðu. Hann hafði svikið fé út úr tryggingum, látið myrða sjómenn sína og ofan á það kom svo braskið með Liberty- skipin. En ekkert af þessu telst til alvarlegra afbrota meðal há- stéttarfólks heimsins, og með- al þess var Níarkos mikils met- inn sem flekklaus öðlingur og séntilmaður. Það var fyrst 1965 að hann gerði nokkuð, sem á- mælisvert þótti í samkvæmis- heimi auðstéttarinnar. Þá skildi hann við Evgeníu eftir átján ára hjónaband og gekk að eiga Charlotte Ford, tuttugu og fjög- urra ára að aldri. Þau voru vígð saman á borgaralegan hátt í Juarez í Mexíkó. Af öllum hjónaböndum Ní- arkosar var þetta hið eina, þar sem gróðasjónarmiðið réð nokkru. Charlotte Ford, dóttir bíla- kóngsins Henry Fords, hins annars með því nafni, varð ást- fangin af Níarkosi 1964. Hann var líka talsvert spenntur fyr- ir henni, en aðeins í smátíma. Vorið 1965 var Charlotte Ford kasólétt. Slíkar klípur voru ekkert ný- næmi fyrir skipakónginn, og til þessa hafði honum tekist að komast úr þeim hávaða- og vandræðalítið. En Charlotte Ford var ekkert venjulegt, um- komulítið telpukorn, heldur dóttir eins af voldugustu auð- mönnum í heimi og ofan á það alin upp í kaþólskum sið. Hún krafðist hjónabands. Fjölskylduráðstefna var hald- in í Lundúnum, og Evgenía féllst á að skilja við mann sinn svo að hann gæti gengið að eiga Charlotte Ford. Að sjálf- sögðu launuðu Fordarnir eftir- látssemina ríkulega. Eins og algengt er um mikla athafnamenn var Níarkos gríð- arlegur skattsvikari, og þegar hér var komið skuldaði hann nálega tvo milljarða króna í skatt í Bandaríkjunum. Af þessum sökum hafði hann svo árum skipti ekki þorað að koma til Bandaríkjanna, af ótta við að hann yrði settur inn fyrir skattsvikin. Nú náðust án alls hávaða sættir milli hans og bandarískra skattyfirvalda — auðvitað án þess að hann þyrfti að borga grænan eyri. Hvernig því var komið í kring er ekki erfitt að gizka á. Henry Ford annar var góðvin- ur þáverandi Bandaríkjafor- seta, sem Lyndon Baines John- son hét. Hann mokaði fé í kosningasjóði Johnsons og var auk þess formaður í fjármála- nefnd nokkurri er Bandaríkja- stjórn skipaði. Þannig gerðist það að Níar- kos varð skuldlaus við banda- rísku skattstofuna og barn Charlotte Ford fæddist í hjóna- bandi. Þau hjónakornin vörðu hveiti- brauðsdögunum í St. Moritz. Charlotte Ford bjó í Palace Hotel, en Níarkos var þar sjald- séður gestur. Hann bjó semsé á landssetri sínu — með Evgen- íu sér við hlið, eins og hann væri harðgiftur henni ennþá. Eitt sinn, þegar Charlotte brá sér niður á hótelbarinn að drekkja leiðindum sínum, sagði hún við bandaríska ferðamenn, sem þar sátu að sumbli: „Vill einhver bjóða fátækri banda- rískri stúlku upp á drykk“? Níarkos losaði sig við hana eins fljótt og mögulegt var. Tuttugasta og fimmta maí 1965 fæddi hún honum dóttur, sem skírð var Elena. Níarkos heim- sótti móður og barn sem snöggv ast fyrir siða sakir, en skipaði lögfræðingum sínum síðan að upplýsa Charlotte Ford um, að hann æskti skilnaðar hið allra fyrsta. Tuttugasta og sjöunda janúar 1967 hittust þau í auðmanna- klúbbnum E1 Marocco í New York. Daginn eftir flaug Char- lotte til Mexíkó, þar sem geng- — Hann er svona heima líka, gerir alltaf það sem er bannað! ið var frá skilnaðinum. Níarkos sneri guðsfeginn heim til Evgeniu. Ekki hafði hann þó gleymt Charlotte al- veg, því að í ágúst 1967 tók hann hana með sér í Afríku- ferð. Níarkos er sagður hald- inn þeim veikleika að geta með engu móti þolað, að kona beri til hans þungan hug. En ílekkurinn, sem allt þetta ævintýri með Charlotte hafði sett á nafn hans, hvarf ekki. „Að hann skyldi geta gert af- bragðsstúlku eins og Evgeníu þetta“, sagði einn af vinum hans. En að vísu var naumast hægt að kalla Evgeníu telpukorn, þegar hér var komið sögu. Hún hafði þá nýverið haldið fer- tugasta afmælisdag sinn hátíð- legan. Nú er fullyrt, að aldrei eigi konur almennt bágara með sig en einmitt kringum fertugt. Þetta á ekki hvað síst við um konur, sem eru jafn fallegar, reikular í ráði og ofboðslega tilfinningasamar og Evgenía Níarkos var. í slúðurdálkum blaðanna var getið um háfættar léttlyndis- skvísur, sem Níarkos var far- inn að safna til sín út á eyna Spetsópúla. Þar var einnig sagt að þessi hjörð væri Evgeníu mikill þyrnir í augum, og oft hefði hún sést hlaupa grátandi til herbergis síns. Hún átti æ erfiðara með svefn og jók smámsaman við sig lyfja- skammtana. Eftir dauða henn- ar sagði bankastjórafrú nokk- ur í Aþenu, sem í mörg ár hafði verið í vinfengi við Níar- kos-hjónin: ,,Að hann hafi drepið hana? Það held ég sé útilokað! Að minnsta kosti hefur hann ekki kálað henni með líkamlegu of- beldi. Það er ekki hans aðferð. Þegar Níarkos drepur, þá leggst hann á sálina.... “ En hver lamdi þá Evgeníu bláa og blóðuga og braut í henni rifin? ☆ 34. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.