Vikan - 26.08.1971, Page 50
LIFÐU LÍFINU
Framháld af bls. 11.
að konan hans yrði eflaust á
flugvellinum, til að taka á móti
honum, hún myndi standa fyrir
framan gestapalhnn, svo hann
kæmi strax auga á hana. Rödd
hans var ákveðin, hann talaði
um þetta sem staðreynd, það
var hvorki broddur stríðni né
ánægju merkjanlegur, en vegna
þess að ég hafði fundið svo
sárt til kvala afbrýðiseminnar,
yfir því örugga sæti, sem hún
átti í lífi hans (en hvað um það
ef hún „heyrir honum einfald-
lega til“?) Ég hafði ofsalega
löngun til að komast að því
rétta um samband þeirra. Ó,
ef ég væri nú í hennar sporum
og hún í mínum andstyggilegu,
slitnu skóm!
Ég horfði á litla hópinn, sem
stóð þarna í vetrarkuldanum
og veifaði til farþeganna, sem
komu út úr vélinni. Án gler-
augna gat ég ekki séð hver
veifaði hverjum, en ég sá merk-
ið sem Robert gaf. Það var ó-
sköp kindarlegt, fannst mér,
en ég vissi auðvitað að hún
var í þessum hóp.
Ég hafði aldrei á ævi minni
getað trúað að slík afbrýði-
semi og tortryggni væri til,
eins og ég var nú altekin af.
Ég vildi að ég hefði áður þekkt
eitthvað til þessara tilfinninga.
Það hefði verið þægilegur und-
irbúningur undir það ofboðs-
lega álag, sem ég varð að þola,
þegar ég tróð mér með farang-
ur minn fram að afgreiðslu-
borðinu við útgöngudyrnar. Ég
varð að sjá hvernig hún leit
út. Já, hún var eiginlega alveg
eins og ég hafði gert mér í hug-
arlund. Hún var þarna með ann-
arri konu, en það var augljóst
hver hún var, það sá ég á
glampanum í augum hennar og
ljómandi yfirbragðinu, þegar
Michael og Robert föðmuðu
hana til skiptis. Hún leit út
eins og engill, reyndar mjög
venjulegur engill. En hver kaus
ekki heldur engilsásjónu í stað
æsandi fegurðar? Mér fannst
ég vera eins og Lucifer, falla
og falla niður í loga vítis. Ó,
Guð minn! Hvaða djöfull hefur
tekið sér bólfestu í mér? Ég
starði og starði, en ekkert af
fjórmenningunum virti mig
viðlits. Robert var greinilega
búinn að gleyma mér, eða hafði
ýtt mér niður í brúðukassann,
sem ég hafði komið í og verið
lögð undir jólatréð eirrs og önn-
ur leikföng. Öll mín glæsi-
mennska, yfirleitt allt sem ég
áður var, var bókstaflega horf-
LOVE STORY í VIKUNNI
• Um áramótin 1969—70 kom út skáldsaga í Bandaríkj-
unum, sem hét einfaldlega Love Story og var eftir áður
óþekktan höfund, Erich Segal. Framhaldið þekkja allir. —
Love Story lagði undir sig heiminn í einni svipan og hefur
slegið öll met í sölu. í næsta blaði segjum við frá þessari
heimsfrægu sögu og höfundi hennar í tilefni af því, að
Love Story kemur út á íslenzku í haust. Við birtum nokkra
kafla úr sögunni og einnig segjum við frá kvikmyndinni,
en hún verður einmitt sýnd í Háskólabíói innan skamms.
MYRTI HÚN BÖRNIN SÍN?
• Hún skildi við manninn sinn og lifði Ijúfu lifi, þar til
hörmulegur atburður gerðist. Tvö ung börn hennar fund-
ust bæði látin og höfðu verið kyrkt. Nafnlaust bréf varð
til þess, að móðirin var ákærð fyrir að hafa myrt að minnsta
kosti annað af börnum sinum. Kviðdómurinn taldi hana
seka og hún var dæmd í 20 ára fangelsi. Það segir nánar
frá þessu átakanlega máli í grein í næsta blaði.
HANN LEITAÐI AÐ ASTINNI
ALLT LlFIÐ
• Þegar Clark Gable fæddist í þennan heim, vildi svo
illa til, að læknirinn skráði í bækur sínar, að hann væri
stúlkubarn. Siðar átti Gable eftir að verða tákn karlmennsk-
unnar í heiminum, hið ósigrandi kvennagull, sem konur
um allan heim, bæði ungar og gamlar, elskuðu og dáðu.
Nú eru liðin tiu ár frá þvi að Clark Gable lézt, og í tilefni
af því birtum við ævisögu hans í næstu tveimur blöðum.
ið, — útilokað frá þessari
stundu. Það var undarleg til-
finning að finnast maður sjálf-
ur ekki vera annað en gleymt
leikfang.
En ég er lifandi, sagði ég við
sjálfa mig. Ég fer heim í íbúð-
ina, hringi í hóp af fólki og
segi því hve dásamleg Afríku-
ferðin hafi verið; að villidýr-
in séu mun betri en mannfólk-
ið, allar tegundirnar, villtar og
tamdar; blanda nóg af drykkj-
um, fæ mér verulega gómsætan
mat.
Svo ætla ég að segja þeim
hve sá gamli, Colomb, væri
sniðugur karl, alveg stórkost-
legur, og hve hann væri ótrú-
lega sprækur, maður á hans
aldri. Og þá myndi hann sjá
(eða myndi það skipta hann
nokkru máli?) að aðdáenda-
hópur hans stækkaði, og það
meðal unga fólksins!
Og ég gerði það sem ég hafði
ætlað mér, en um leið og ég
kom inn úr dyrunum, rétti
stúlkan mér haug af miðum,
með allskonar kveðjum og
skilaboðum, en ég brosti, hristi
höfuðið og greip símann.
Robert? Robert.
Á morgun var afmælisdag-
urinn hans, það var hann bú-
inn að segja mér, og hann ætl-
aði eitthvað í burtu. Með kon-
unni sinni. Til Amsterdam.
Hann hafði lofað henni því. Nei,
nei, aðeins fáeina daga, í mesta
lagi vikutíma. „List og ást end-
ast lengi“, sagði hann. Ég hló
ekki, það sat eitthvað fast í
kiálkanum á mér. Ég sagði:
„Robert, ástin mín, ég get ekki
afborið ef ég fæ ekki að taka
þátt í afmælisdeginum þínum
á einhvern hátt“.
Ég fann frekar en heyrði
tregðu hans. (Hver hugsar líka
um afmælisdaga? hvíslaði skyn-
semin að mér.) En ég var á-
kveðin, alveg ákveðin Allt
í lagi, hann ætlaði að reyna að
koma því fyrir á einhvern hátt.
Svo að í stað þess að safna að
mér fólki fór ég í gott bað. En
þótt ég bleytti vel í mér, megn-
aði það ekki að eyða þessari
sáru kvöl. Já, það var hreint
briálæði að verða geggjuð út
af líkama og sál Roberts Col-
omb. og ég sagði aftur og aftur
upphátt: „Bjáni, bjáni“! og
minnti sjálfa mig á að ennþá
væri ekki of seint að kalla í
fólk. láta verða glatt á hjalla,
en þetta andstyggilega, dular-
fulla hold mitt nagaði í burtu
þessa mannlegu hugsun, það
nísti mig og kvaldi. En á
morgun er aftur dagur !
Framháld i nœsta bla&i.
50 VIKAN 34.TBL.