Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 3
38. tölublaS - 23. september 1971 - 33. árgangur vkan Palladómur um forsætis- ráSherra Framsóknarflokkurinn galt verulegt afhroS I síðustu alþingiskosningum og mcst í kjördæmi sjálfs formanns flokksins, prófessors Ólafs Jóhannes- sonar. Engu að síður hög- uðu forlögin þvi svo tll, að Ólafur valdist til þess að veita forustu nýrri stjórn í samfélagi við þá flokka, sem urðu sigurvegarar kosninganna. Teikningar og þroski barna Á fyrstu árum ævinnar, meðan barnið hefur enn ekki lært að tala eða tjá hugsanir sínar og tilfinn- ingar með orðum, neytir það ýmissa ráða til að tjá sig á annan hátt, til dæmis með því að rissa og krota á blöð eða annað, sem fyrir verður. Um þetta atriði í þróun þroska barnsins er fjallað í grein í þessari Viku. Fjöldavönun í Indlandi Fólksf jölgunarprcngingin svokallaða cr eitt af mörgu, scm kvað vcra á góðri leið með að gera út af við hciminn okkar, og hvergi er ofsi þeirrar sprcngingar mciri cn í Indlandi. Ýmissa bragða er neytt tii að draga úr fjölguninni, meðal annars með því að fá menn til að láta vana sig af frjálsum vilja. KÆRI LESANDI! Þeir sem fylgzt hafa með palla- dómum Lúpusar um alþingis- menn hafa áreiðanlega beðið með eftirvæntingu eftir dóminum um Ólaf Jóhannesson, senj birt- ist í þessari Viku. Ólafur sjálfur og stjórn hans í heild eru almenn- ingi að vonum talsvert áhugaefni, ekki sízt fyrir þá sök að þessi stjórn tekur við af annarri, sem hafði haldizt óvenjulengi við völd. Stjórn Ólafs hefur í daglegu tali hlotið titilinn „nýja vinstri stjórnin", og má það nokkuð und- arlegt heita, þar eð af stjórnar- flokkuhum nýju er Alþýðubanda- lagið sá eini, sem án verulegs vafa getur talizt til vinstri i stjórnmálum. Framsóknarflokk- urinn er samkvæmt stefnuskrá og margendurteknum yfirlýsing- um framámanna sinna milli- flokkur og Frjálslyndir og vinstri- menti eru enn sem komið er of sundurleitir í skoðunum til að hægt sé að fullyrða með nokk- urri vissu hvort telja beri þá til hægri, vinstri eða þar í miðju. Að forminu til mundi þá gamla stjórnin teljast öllu meiri vinstri stjórn en hin nýja, þar eð hart- nær helmingur ráðherra hennar var úr Alþýðuflokknum, sem að nafni til að minnsta kosti er vinstrisinnaður. En — eins og skrifað stendur -— af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. EFNISYFIRLIT GREINAR Mt. Indversk vönunarhátíð, frásögn og myndir af tilraunum Indverja til að takmarka fólks- fjölgun 6 Við og börnin okkar, grein um teikningar og riss barna 14 Palladómur um Ólaf Jóhannesson, forsætis- ráðherra 16 Grein um Gunder Hagg, einn mesta milli- vegalengdahlaupara allra tíma, eftir Örn Eiðsson 24 SÖGUR Lifðu lífinu, 10. hluti 10 A gægjum, smásaga 12 Barn Rosemary, 6. hluti 20 ÝMISLEGT Fegrunarmaskar, myndir ásamt leiðbeining- um 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 18 Fiugvélar á íslandi 22 Simplicity 23 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 í næstu Viku 50 FORSÍÐAN Palladómurinn um Ólaf Jóhannesson, forsætis- ráðherra, verður trúlega sá efnisliður þessarar Viku sem mesta athygli vekur, og í samræmi við það er á forsiðunni teiknimynd af Ólafi, gerð af Halldóri Péturssyni. VIKAN Útgefandl: Hilmlr hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Simar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð 1 lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð órsfj órðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargj aldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 38.TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.